Kleini byggir upp fyrirtæki án þess að leggja út peninga

Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, hefur opnað húsgagnaverslun.
Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, hefur opnað húsgagnaverslun. Ljósmynd/Aðsend

Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, hefur opnað fyrirtækið Heimilis heild sem selur notuð húsgögn. Hann sagði frá því á dögunum að þau Hafdís Björg Kristjánsdóttir, kærasta hans, væru með plön um að opna húsgagnaverslun og nú hefur afbrigði af henni litið dagsins ljós. Aðspurður að því hvort þetta sé verslunin sem hann sagði frá á dögunum staðfestir hann það. 

„Já, þetta er verslunin sem ég hef verið að tala um. Hún er enn í þróun og á lagersölustigi og ekki enn fullmótuð verslun í hefðbundnum skilningi. Eins og staðan er núna, er þetta lagersala þar sem ég sel í gegnum Instagram og Facebook. Þetta gerir mér kleift að sjá hver eftirspurnin er og hvaða vöruflokkar fá mestan áhuga, á meðan ég bíð eftir að heimasíðan verði klár,“ segir Kleini í samtali við Smartland. 

„Það hefur tekið tíma að koma þessu af stað, því ég ákvað í byrjun að byggja þetta frá grunni án þess að leggja út krónu úr eigin vasa. Ég byrjaði með eina vöru, gerði hana upp, seldi hana og keypti tvær vörur í staðinn. Þannig hef ég smám saman byggt þetta upp – algjörlega með vinnunni minni og án fjár úr mínum vasa eða annars. Því ég trúi því að ef maður leggur á sig vinnuna sjálfur þá skilar það sér,“ segir hann. 

Hann er hestsáttur með lífið og segir að framtíðin sé björt. 

„Markmiðið mitt er að bjóða upp á stóra og aðgengilega verslun með fjölbreyttu úrvali þegar allt er klárt,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda