„Ég ólst upp við að foreldrar mínir voru alltaf með eigin rekstur“

Júlía Ólafsdóttir stendur á tímamótum og selur fyrirtæki sitt Markaðskynningar …
Júlía Ólafsdóttir stendur á tímamótum og selur fyrirtæki sitt Markaðskynningar sem er í stöndugum rekstri. Ljósmynd/Saga Sig

Viðskipta- og markaðsfræðingurinn, Júlía Ólafsdóttir er 31 árs og eigandi fyrirtækisins Markaðskynningar, sem sérhæfir sig í kynningu á mat- og drykkjarvörum, ásamt ýmsum öðrum vörum bæði í verslunum og á viðburðum.

Júlía er dóttir frumkvöðulsins Sólveigar Eiríksdóttur, einnig þekkt sem Solla á Grænum Kosti og síðar Solla á Gló, og á því ekki langt að sækja viðskiptahæfileikana. 

Júlía, sem stofnaði Markaðskynningar í apríl 2019, stendur nú á tímamótum og hefur sett fyrirtækið á sölu.

„Það er frábært að verslanir og heildsalar hafa áttað sig …
„Það er frábært að verslanir og heildsalar hafa áttað sig á hvað þetta er góð leið til að kynna vörur fyrir neytendum.“ Ljósmynd/Aðsend

Ólst upp við markaðskynningar

„Ég ólst upp við að foreldrar mínir voru alltaf með eigin rekstur og t.d. voru þau með lífræna matvörulínu sem ég var mjög ung farin að kynna fyrir þau í stórmörkuðum. Þar áttaði ég mig á hvað það er mikilvægur þáttur í sölu og markaðssetningu að geta verið í beinum samskiptum við neytandann,“ segir Júlía.

Hún nam viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði við Háskóla Íslands en hefur einnig sótt fjölda námskeiða t.a.m í vefsíðugerð og grafískri hönnun, ásamt því að vera með jógakennararéttindi frá Indlandi.

Júlía er ekki tilbúin til að gefa neitt upp um …
Júlía er ekki tilbúin til að gefa neitt upp um hvað hún ætli sér að gera í framhaldinu en segir það vera eitthvað afar spennandi. Ljósmynd/Aðsend

Af hverju stofnaðirðu Markaðskynningar og hvernig fékkstu hugmyndina?

„Ég var að sjá um heilsubúðina í Gló Fákafeni með viðskiptafræðináminu. Þar kynntist ég fullt af áhugaverðum vörumerkjum og heildsölum. Við héldum skemmtileg fræðslukvöld þar sem búðin var opnuð í lok kvölds og ég tók eftir hvað seldist mikið af vörunum sem hafði verið fjallað um. Ég var síðan með vörukynningar fyrir fyrirtæki á heilsudögum matvöruverslana.“

Þegar Júlía útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2019 langaði hana að stofna eigið fyrirtæki og nýta til þess bæði menntun og reynslu.

„Ég tók eftir að þarna var gat á markaðnum og þannig urðu Markaðskynningar til. Það varð fljótt mjög mikið að gera, við gerðum skýrslu eftir hverja kynningu sem heildsalinn fékk. Þar skráðum við niður viðbrögð neytanda, hvaða vörur voru vinsælastar og helstu spurningar og athugasemdir frá viðskiptavinum.“ 


Júlía er eini eigandinn en er með fullt af frábæru starfsfólki, líkt og hún segir sjálf.  


Júlía áttaði sig snemma á hve mikilvægt væri fyrir fyrirtæki …
Júlía áttaði sig snemma á hve mikilvægt væri fyrir fyrirtæki að vera í beinum samskiptum við neytendur. Ljósmynd/Aðsend

Rekstur gengið vel frá upphafi

„Reksturinn hefur gengið mjög vel. Það er frábært að verslanir og heildsalar hafa áttað sig á hvað þetta er góð leið til að kynna vörur fyrir neytendum.“

Júlía segir Markaðskynningar aldrei hafa gengið betur en akkúrat á þessum tímapunkti en fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár.

„En ég hef verið að taka þátt í allskonar spennandi verkefnum samhliða því að reka fyrirtækið mitt. Í byrjun var það bara tilbreyting en núna langar mig að láta reyna meira á það og selja fyrirtækið frekar þegar það gengur vel. Ég vona að það sé einhver jafn áhugasamur og ég hef verið alla tíð og getið þá tekið við blómlegum rekstri.“

Spurð um næstu verkefni er Júlía ekki alveg tilbúin til að gefa það upp en ýmislegt spennandi er í gangi sem lesendur fá vonandi veður af á næstu misserum.

Sjá nánar HÉR. 

„Ég tók eftir að þarna var gat á markaðnum og …
„Ég tók eftir að þarna var gat á markaðnum og þannig urðu Markaðskynningar til.“ Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda