Hvað verður um eignir hins látna ef viðkomandi var í sambúð?

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. mbl.is/Eyþór Árnason

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér réttindum ógiftra ef annar aðilinn fellur frá. 

Sæl Berglind. 

Ef foreldrar ungra barna eru ekki giftir og foreldri sem er þinglýstur eigandi húsnæðis fjölskyldunnar fellur frá. Getur eftirlifandi foreldri búið áfram í því og eða hagnýtt það áfram til heimilishalds fyrir börnin?

Kveðja, 

FGH

Góðan dag.

Sambúðarmaki nýtur ekki erfðaréttar og foreldrið á því ekki rétt til arfs eftir hinn látna. Foreldrið gæti hins vegar átt rétt til eignahlutdeildar í fasteigninni þrátt fyrir að vera ekki þinglýstur eigandi, á grundvelli fjárhagslegrar samstöðu og eignamyndunar á sambúðartíma. Í því sambandi þyrfti að líta til þess hvað hvor aðili átti við upphaf sambúðar, framlaga hvors um sig, bæði beinna og óbeinna, á sambúðartíma, lengdar sambúðar og aðstæðna að öðru leyti.

Mér finnst þú gera ráð fyrir í fyrirspurn þinni að foreldrið ætti engan rétt en hvernig svo sem sú niðurstaða yrði þá fara foreldrar almennt með forráð barna sinna að 18 ára aldri, ráða persónulegum högum þeirra og eru framfærsluskyldir við þau sbr. barnalög nr. 76/2003.

Ef börn eiga eignir þá skal lögráðamaður/foreldri sjá til þess að tekjur og arður af þeim eignum nýtist í þágu barnanna sbr. lögræðislög nr. 71/1997 og þá er samþykki yfirlögráðanda, sýslumanns, áskilið til ýmissa ráðstafana er varða fjármuni/eignir ófjárráða. Áréttað skal að allar ákvarðanir er lúta að börnum þarf að taka með hagsmuni þeirra í huga og sem þeim er fyrir bestu hverju sinni og með vísan til þess er líklegt að það verði metið börnunum fyrir bestu að búa áfram á sínu heimili og í því umhverfi sem þau þekkja til og eru vön.

Með bestu kveðju,

Berglind Svavarsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Berglindi eða öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda