Má leigja út íbúð foreldris sem er á hjúkrunarheimili?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. mbl.is/Eyþór Árnason

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spuringu frá konu sem veltir fyrir sér hvort það sé vont að leigja út íbúð ef foreldri er látið eða komið á hjúkrunarheimili?

Góðan daginn,

mig langar að vita, ef annað foreldri er látið og hitt á hjúkrunarheimili og íbúð eftirlifandi foreldri stendur auð. Er slæmt að leigja hana út? Ef það yrði gert er það slæmt fyrir foreldrið sem er á lífi með tilliti til greiðslu, þarf þá að borga meira inn á stofnuninna?

Fyrirfram þakkir, 

GH

Góðan dag,

Stutta svarið er já. Leigutekjur sem og aðrar fjármagnstekjur og launatekjur hafa áhrif á bæði ellilífeyri og greiðslur vegna dvalar.

Þátttaka í dvalarkostnaði á dvalar- og hjúkrunarrýmum er tekjutengd og hefst frá sama tíma og greiðslur falla niður.

Við útreikning á fjárhæð ráðstöfunarfjár skulu tekjur lækka ráðstöfunarfé um 65% uns greiðslur falla niður.

Ef tekjur eru umfram 133.122 krónur á mánuði, eftir skatt, eftir að lífeyrisgreiðslur hafa fallið niður, þarf að taka taka þátt í dvalarkostnaði en að hámarki 582.654 krónur á mánuði.

Mögulega skapast réttur á ráðstöfunarfé þegar dvöl á stofnun hefst en slíkar greiðslur eru einnig tekjutengdar, þannig að allar tekjur, þ.m.t. lífeyristekjur (þó ekki úttekt viðbótarlífeyrisparnaðar og fjármagnstekjur hafa áhrif á slíkar greiðslur.

Kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Völu og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda