Góði hirðirinn helsta samkeppni Kleina

Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, hefur opnað húsgagnaverslun.
Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, hefur opnað húsgagnaverslun. Ljósmynd/Aðsend

Húsgagnaverslunin Góði hirðirinn er samkeppnisaðili athafnamannsins Kristjáns Einars Sigurbjörnssonar, betur þekktur sem Kleini. 

Það vakti mikla athygli á síðasta ári þegar Kristján og einkaþjálfarinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir áætluðu að opna húsgagnaverslun. Ástin hefur síðan dofnað hjá parinu en Kristján hélt áfram að þróa hugmyndina.

Kristján opnaði síðan fyrirtækið Heimilis heild sem selur notuð húsgögn. Í viðtali við Smartland seint á síðasta ári sagði hann verslunina vera í þróun og ekki enn fullmótaða. 

„Mark­miðið mitt er að bjóða upp á stóra og aðgengi­lega versl­un með fjöl­breyttu úr­vali þegar allt er klárt,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu.

„Kanna samkeppnina“

Nú virðist vera komin skýrari mynd á reksturinn en Kristján birti myndskeið á Instagram þar sem hann sagðist vera að „kanna samkeppnina.“ Þá var hann staddur inni í Góða hirðinum en þar eru til sölu notuð húsgögn og aðrir húsmunir.

Góði hirðirinn er nytjamarkaður Sorpu sem hefur það að markmiði að endurnýta og draga úr sóun. Þá eru hlutir sem fara í nytjagám á endurvinnslustöðum Sorpu sem rata í góða hirðinn.  

Góði hirðirinn er ekki hagnaðardrifin starfsemi og rennur allur ágóði til góðgerðarmála og líknarfélaga.

Góði hirðirinn selur notuð húsgögn líkt og Kleini ætlar sér …
Góði hirðirinn selur notuð húsgögn líkt og Kleini ætlar sér að gera. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda