„Ef ég er ekki í flæðinu, þá er þetta eins og labba í sírópi“

Andri Snær Magnason rithöfundur.
Andri Snær Magnason rithöfundur. mbl.is/Rax

Andri Snær Magnason rithöfundur er gestur Haraldar Þorleifssonar, Halla, í hlaðvarpsþættinum Labbitúr. Í opinskáu samtali lýsir Andri Snær hvernig sköpunarferlið getur verið þunglamalegt, stundum nánast óbærilegt – en jafnframt gefandi og nauðsynlegt.

„Ef ég er ekki í flæðinu, þá er þetta eins og labba í sírópi,“ segir Andri Snær um baráttuna við að finna réttan tón í skrifum sínum.

Andri lýsir því hvernig stórar hugmyndir og verkefni geta orðið eigin fjötrar. Þegar hann vann að bókinni Tíminn og vatnið tók tíu ár að koma verkefninu á prent.

„Hún var tíu ár í hausnum á mér áður en hún kom út,“ segir hann.

Bókin fjallar um djúp og flókin viðfangsefni sem krefjast talsverðrar heimavinnu um efnið, til að mynda Loftslagsvísindi.

„Ég þarf að skilja sjávarlíffræði, jöklarannsóknir, skilja loftslagsfræði og skilja hvað meikar sens í bók og hvað ekki.“

Bókin kom út árið 2019 og hefur verið gefin út í 30 löndum. Bókin uppskar hálfgerðan feril út af fyrir sig í formi fyrirlestra næstu árin fyrir Andra. Hann skýrir að þessi ferill auk stærðargráðu bókarinnar hafi haltrað honum að hefjast handa á næsta verkefni sem er þó komið að stað.

Svíkur lesendur sína

Andri er ófeiminn við að sækja á nýjar slóðir í sínum bókmenntum og virðist hann forðast að festast í einu formi. Hann segir frá því hvernig fjölskylda hans mótaði hann sem rithöfund. Hann segir frá því að afi hans hafi verið einn af fyrstu Íslandsmeisturum í handbolta og hvernig lífsviðhorf fyrri kynslóða smitaðist yfir í hans viðhorf.

„Frumkvöðlaorkan í þessari kynslóð. Þetta er fólk sem var að finna upp allt sem við erum í,“ segir Andri Snær um forfeður sína. Hann segir að það sé mikilvægt að leyfa sér að efast og leita, jafnvel þó það þýði að hlutirnir taki óþarflega langan tíma.

„Maður verður að vera í endalausri leit að tóni. Ef maður er ekki með taktinn, þá getur maður ekkert gert,“ endurtekur hann, með áherslu á hversu óútreiknanleg og viðkvæm sköpunin getur verið.

Skemmtilegasta sem hann gerir

Þrátt fyrir erfiðleika, kvíða og endalausa sjálfsskoðun, er það þessi innri eldur sem heldur honum gangandi. Að lokum lýsir hann skrifunum einfaldlega sem nauðsyn:

„Þegar þetta smellur, þá verður þetta það skemmtilegasta sem maður gerir.“

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda