„Það þarf að bjóða upp á breiðara nám“

Pétur Jónasson, forseti tónlistardeildar Listaháskólans.
Pétur Jónasson, forseti tónlistardeildar Listaháskólans. Ljósmynd/Francisco Javier Jáuregui

Dagana 19.-23. maí verður fer fram nýtt námskeið á vegum Opna Listaháskólans. Námskeiðið er hugsað sem undirbúningur fyrir tónlistarkennara og aðra til að taka inn nýja kennsluhætti á háskólastigi í ljósi breyttra aðstæðna í nútímatónlistarumhverfi. 

„Starfsumhverfi tónlistarmanna, og tónlistin þar með, hefur tekið stökkbreytingum, ár frá ári, undanfarin tíu til tutttugu ár, sérstaklega með tilkomu tækninnar. Öll útgáfa hefur breyst og þetta er allt komið á netið. Þessi tækni hefur valdið því að fólk er að gera fleiri hluti á sama tíma. Músíkantar þurfa að vera með breiðari færni til þess að geta bjargað sér í þessum breytta heimi,“ segir Pétur Jónasson forseti tónlistardeildar Listaháskólans. 

Pétur tekur dæmi um að þegar hann var á sínum yngri árum þá æfði hann sig á hljóðfærið, hélt tónleika og tók upp plötur, nú er þetta orðið öllu flóknara þar sem tónlistarmenn semja margir sína eigin músík og taka hana upp og gefa út sjálfir. Fyrir utan hvað tónlistin sjálf hefur breyst.

„Þetta þýðir það að við sem kennum á háskólastigi og í allri tónlistarkennslu þurfum að breyta kennslunni í samræmi við þetta allt saman. Það þarf að bjóða upp á breiðara nám.“

„Kennarar mæta með sitt eigið hljóðfæri og þá eru t.d. …
„Kennarar mæta með sitt eigið hljóðfæri og þá eru t.d. tekin fyrir músíkölsk stef og hvernig hægt sé að kenna fræðin í gegnum hljóðfærið.“ Parker Coffman/Unsplash

Ný námsleið í tónlistardeild LHÍ

Pétur segir þó Listaháskólann hafa haldið ágætlega í við breytingar en að tími hafi verið kominn til að taka heildstætt á hlutunum.

Þess vegna er að hefjast ný námsleið í haust í tónlistardeild Listaháskólans á B.Mus.-stigi sem heitir Tónlist, Nýsköpun, Tækni.

„Við kláruðum inntökuferlið í gær og komust 16 einstaklingar inn. Við erum að opna fyrir risastóran hóp af hæfileikafólki sem hefur, með tækninni og auknu aðgengi, verið að búa til flotta tónlist í mörg ár en bara í svefnherberginu heima og þannig ekki farið í formlegt tónlistarnám eða hefur ekki haft möguleikann á því.“

Ekki er gerð krafa um að nemendur hafi lokið öðru tónlistarnámi heldur er valið inn á grundvelli hæfileika, líkt og Pétur segir, og inni í náminu eru verða þessar nýju kennsluaðferðir notaðar.

„Þetta hefur mikið vægi. Við tökum einstaklinginn eins og hann er inn í námið, sjáum hæfileikana, áhugann og viljann til þess að koma inn í háskóla, standa sig vel og læra það sem við höfum upp á að bjóða.“ 

„Starfsumhverfi tónlistarmanna, og tónlistin þar með, hefur tekið stökkbreytingum, ár …
„Starfsumhverfi tónlistarmanna, og tónlistin þar með, hefur tekið stökkbreytingum, ár frá ári, undanfarin tíu til tutttugu ár.“ Harry Shelton/Unsplash

Námskeiðið tekur á ýmsum þáttum

Námskeiðinu í Opna Listaháskólanum er ætlað að þjálfa kennara til að beita nýjum kennsluaðferðum og munu þrír af fremstu sérfræðingum heims í þessum nýju kennsluháttum kenna námskeiðið, það eru Bandaríkjamennirnir Rey Sánchez, Raina Murnak og Daniel Strange. 

„Farið verður yfir breytingar í kennsluaðferðum. Kennarar mæta með sitt eigið hljóðfæri og þá eru t.d. tekin fyrir músíkölsk stef og hvernig hægt sé að kenna fræðin í gegnum hljóðfærið.“

Pétur nefnir dæmi um að kennt verði á tónlistarbransann, réttindamál, höfundarrétt, gervigreind, hvernig nemendur eru metnir o.fl.

„Það kemur inn á hvernig kenna eigi tónlistarmönnum að verða meira sjálfbjarga í náminu, en líka að verða betri músíkantar. Það er verið að nota þessa kennslu víða um heiminn og þetta eru mjög róttækar vendingar er varða kennslu á háskólastigi.“ 

Pétur bendir einnig á að á miðvikudaginn verði opinn dagur á námskeiðinu þar sem allir geta komið og setið fyrirlestra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda