Katrín Jakobsdóttir stofnar fyrirtæki

Katrín Jakobsdóttir hefur stofnað fyrirtæki.
Katrín Jakobsdóttir hefur stofnað fyrirtæki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra, forsetaframbjóðandi og rithöfundur hefur í nægu að snúast þessa dagana þrátt fyrir að vera ekki daglegur gestur í fréttum. Nú hefur hún stofnað fyrirtæki til að halda utan um sín verkefni. Katrín var formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra þegar hún fór í framboð til forseta Íslands fyrir ári síðan þegar Halla Tómasdóttir var kjörin. 

Hvað er Katrín að fara að gera? 

Það er spurning sem hefur brunnið á landsmönnum en nú virðist vera komin mynd utan um framtíðarverkefni Katrínar því hún hefur stofnað fyrirtækið Njólubaug slf. Tilgangur félagsins er fræðslustarfsemi, kennsla, fyrirlestrar, fundarstjórn, ritstörf og ráðgjöf. Félagið er sjálfstæður skattaðili. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, er varamaður í stjórn fyrirtækisins. 

Katrín skrifaði glæpasöguna Reykjavík með Ragnari Jónassyni rithöfundi og hlaut hún lof bæði hérlendis og erlendis þegar hún kom út. 

Smartland óskar Katrínu til hamingju með Njólubaug! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda