Íslenska fyrirsætan Liv Benediktsdóttir er aðalatriðið í nýjustu auglýsingaherferð barnavörudeildar spænska fatarisans Zöru. Liv er mynduð ásamt dóttur sinni Heru Hólmbertsdóttur sem fæddist síðasta sumar.
Á myndunum eru mægðurnar í sumarlegu umhverfi í fatnaði frá Zöru. Herferðin er ætluð til að auglýsa þægilegar sumarflíkur fyrir lítil börn.
Zara er ein stærsta fataverslun heims og var stofnuð árið 1975 á Spáni. Zara framleiðir allt frá kvenmannsfötum, karlmannsfötum, barnafötum og yfir í húsbúnað.
Liv hefur starfað sem fyrirsæta í nokkur ár, bæði hér á landi og erlendis. Hún býr ásamt kærasta sínum, Hólmberti Aroni Friðjónssyni, í Münster í Þýskalandi en hann er atvinnumaður í fótbolta.