Íslensk fyrirsæta í nýjustu herferð Zöru

Liv Benediktsdóttir ásamt Heru dóttur sinni í nýjustu auglýsingaherferð Zöru.
Liv Benediktsdóttir ásamt Heru dóttur sinni í nýjustu auglýsingaherferð Zöru. Samsett mynd

Íslenska fyrirsætan Liv Benediktsdóttir er aðalatriðið í nýjustu auglýsingaherferð barnavörudeildar spænska fatarisans Zöru. Liv er mynduð ásamt dóttur sinni Heru Hólmbertsdóttur sem fæddist síðasta sumar.

Á myndunum eru mægðurnar í sumarlegu umhverfi í fatnaði frá Zöru. Herferðin er ætluð til að auglýsa þægilegar sumarflíkur fyrir lítil börn. 

Zara er ein stærsta fataverslun heims og var stofnuð árið 1975 á Spáni. Zara framleiðir allt frá kvenmannsfötum, karlmannsfötum, barnafötum og yfir í húsbúnað.

Liv hefur starfað sem fyrirsæta í nokkur ár, bæði hér á landi og erlendis. Hún býr ásamt kærasta sínum, Hólmberti Aroni Friðjónssyni, í Münster í Þýskalandi en hann er atvinnumaður í fótbolta. 

Guðdómleg gul blóm og mægðurnar í sumarfötum.
Guðdómleg gul blóm og mægðurnar í sumarfötum. Ljósmynd/Zara
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda