Una hætt að vinna fyrir Höllu Tómasdóttur

Una Sighvatsdóttir er hætt að vinna sem sérfræðingur hjá embætti …
Una Sighvatsdóttir er hætt að vinna sem sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staða Unu Sighvatsdóttur, sem sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands, hefur verið lögð niður og er hún hætt störfum. 

Una var ráðin í stöðuna í september 2020. Þá hafði hún verið útendur friðargæsluliði á vegum utanríkisráðuneytisins hjá skrifstofu Nató í Georgíu. Þar á undan var hún upplýsingafulltrúi Nató í Kabúl. Áður en hún hélt út í heim var hún blaðamaður á Morgunblaðinu, mbl.is og á fréttastofu Stöðvar 2. Staðan var eftirsótt þegar hún var auglýst. 188 manns sóttu um starfið 

Sif Gunnarsdóttir forsetaritari sagði í skriflegu svari að breytingar væru í farvatninu. Hún vildi hinsvegar ekki segja í hverju breytingar fælust nákvæmlega þrátt fyrir ítrekaða tölvupósta. 

„Fyrir liggur að síðar á árinu munu tveir starfsmenn skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. Því munu óhjákvæmilega fylgja breytingar og er verið að endurskoða skipulag skrifstofunnar í því ljósi en ótímabært er að útlista það frekar að svo komnu máli,“ sagði Sif. 

Á vef forseta Íslands er Una ennþá skráð sem starfsmaður þrátt fyrir að vera á starfslokasamningi. 

Una Sighvatsdóttir er ennþá skráð sem sérstakur ráðgjafi hjá forseta …
Una Sighvatsdóttir er ennþá skráð sem sérstakur ráðgjafi hjá forseta Íslands þrátt fyrir að vera hætt störfum. Skjáskot/forseti.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda