Sara Miller útskrifast frá Bifröst en vill verða dýralæknir

Söru hefur alltaf langað til þess að verða dýralæknir.
Söru hefur alltaf langað til þess að verða dýralæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Miller, áður þekkt sem Sara Piana, útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind frá Háskólanum á Bifröst.

„Ég er ótrúlega stolt af þessu augnabliki, ekki bara vegna prófskírteinisins, heldur vegna ferðalagsins sem gráðan táknar. Áskoranir, langar nætur og framfarirnar... hvert skref var þess virði,“ segir Sara í Instagram-færslu sinni.

Sara flutti aftur til Íslands árið 2020 eftir tíu ára búsetu í Bandaríkjunum. Sara ákvað að flytja aftur heim eftir fráfall fyrrverandi eiginmanns hennar, Rich Piana.

Sara kynntist Chris Miller og giftu þau sig árið 2022 og tók hún í framhaldinu upp eftirnafnið Miller.

Sara ætlar að skrá sig í dýralæknisfræði á næstu misserum en það hefur alltaf verið draumur Söru að starfa með dýrum.

Smartland óskar Söru til hamingju með árangurinn!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda