Á 5 milljónir í bankahólfi og leitar ráða

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son, end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem vill vita hvort hann sé að hlunnfara sig með því að geyma varasjóð í bankahólfi.

Sæll Eymundur

Ég er 77 ára. Ég á 5 milljónir í bankahólfi, sem ég lít á sem varasjóð. Er ég að hlunnfara sjálfa mig eða sameiginlega sjóði ríkisins?

Kærar þakkir, 

Guðmundur

Sæll félagi.

Það er alfarið þín ákvörðun hvar þú geymir þína fjármuni. Í sjálfu sér kemur engum öðrum við en þér sjálfum hvernig þú ávaxtar þá eða ekki.

Hins vegar ef ég gef mér að þú fáir einhverjar bætur frá Tryggingastofnun þá er því til að svara að þær bera um 37% tekjuskatt og útsvar. Af 5 milljón króna innistæðu er líklegt að þú fengir um 350 þúsund krónur í vaxtatekjur árlega miðað við um 7% óverðtryggða innlánsvexti. Af 350 þúsund króna bótum frá TR greiðir þú skatta um 130 þúsund þannig að í „vasann“ færðu í dag um 220 þúsund. 350 þúsund króna fjármagnstekjur myndu rýra ellilífeyri þinn um 250 þúsund fyrir skatta eða um 160 þúsund eftir skatta. Á móti fengir þú fjármagnstekjur 350 þúsund sem bera ekki nema 11 þúsund krónur í skatta vegna frítekjumarks fjármagnstekna sem er 300 þúsund.

Samandregið er núverandi staða þín að þú hefur til ráðstöfunar eftir skatta um 220 þúsund, sem er greiðsla frá Tryggingastofnun eftir skatta, samanborið við að fá fjármagnstekjur um 340 þúsund + 60 greiðslur frá Tryggingastofnun, eða samtals um 400 þúsund krónur.

Stutta svarið er því: Já, þú ert að hlunnfara sjálfan þig um að lágmarki ca 180 þúsund á ári eftir skatta með því að ávaxta ekki peningana þína í lágmarksávöxtun. 

Kveðja,

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son, end­ur­skoðandi.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda