Kristrún deilir tímamótamynd

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, segir að fimmtíu árin sem liðin eru frá kvennaverkfallinu marki mikilvæg tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar.

Í tilefni dagsins deildi hún ljósmynd þar sem hún er ásamt Guðrúnu Karls Helgadóttur, biskupi Íslands, Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur. Golli ljósmyndari á Heimildinni tók myndina. 

Undir ljósmyndina birti hún texta þar sem hún fór yfir það sem áunnist hefur í jafnréttisbaráttunni, en lagði jafnframt áherslu á að enn væri verk að vinna.

„50 ár frá kvennaverkfalli.

Merkileg tímamót. Hálf öld frá því að íslenskar konur lögðu niður störf í baráttu fyrir jöfnum kjörum. Flestir eru sammála um að þennan dag hafi orðið straumhvörf. Fimm árum síðar var Vigdís Finnbogadóttir lýðræðislega kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna í heiminum. Og svo hélt boltinn áfram að rúlla.

Aukin þátttaka kvenna í íslenskum stjórnmálum færði þjóðinni mikilvæg réttindi. Lengra fæðingarorlof – fyrir foreldra óháð kyni. Leikskólarnir voru byggðir. Og svo mætti lengi telja.

Margt má þó auðvitað gera betur. Kynbundið ofbeldi þarf að uppræta. Og á meðan umönnunarstörf eru ekki metin að verðleikum – sem grunnstoðir samfélagsins – munum við áfram búa við kynbundinn launamun. Þarna þurfa stjórnvöld að vera vakandi.

En í dag getum við staldrað við og verið stolt af því hvað við höfum náð langt. Það megum við þakka konunum sem tóku erfiðar ákvarðanir og stóra slagi. Takk fyrir að ryðja brautina fyrir okkur sem komum á eftir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda