Barnafyrirsæta með Downs

Grace er með Downs heilkenni og hefur setið fyrir í …
Grace er með Downs heilkenni og hefur setið fyrir í fjölmörgum auglýsingum.

Fyrir fjórum árum komst Kathryn Driscoll frá Chicago að því að sjötta barnið hennar myndi fæðast með Downs heilkennið. Driscoll var í fyrstu mjög hrædd en var fljót að jafna sig og í dag leggur hún sitt af mörkum til þess að samfélagið hætti að koma öðru vísi fram við þá sem eru með fötlun. 

Driscoll stofnaði því Changing the Face of Beauty en á heimasíðu framtaksins má finna börn og unglinga sem eru fötluð og eru tilbúin til þess að sitja fyrir í auglýsingum. Markmiðið sé að sýna heiminum hversu fallegir þessir einstaklingar eru.

„Mig langaði fremur að leggja áherslu á þá þætti sem dóttir mín ætti sameiginlega með öðrum en það sem gerði hana frábrugðna. Ég trúi því að myndbirting í auglýsingum sé ein leið til þess. Okkur finnst mikilvægt að allir séu sýnilegir í auglýsingum,“ segir Driscoll í viðtali við MailOnline.

Ævintýrið hófst þegar Driscoll tók fallegar myndir af Grace dóttur sinni heima hjá sér. Hún deildi myndunum á vefsíðu sinni og vonaðist til þess að fyrirtæki myndu vilja fá dóttur hennar til að sitja fyrir í auglýsingum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Dóttir hennar hefur nú setið fyrir í 40 auglýsingaherferðum. Framtak þetta vatt fljótt upp á sig og brátt var Driscoll farin að leita að fleiri börnum til þess að sitja fyrir í auglýsingum.

Hvað framtíð dóttur hennar varðar þá segir Driscoll að hún óski þess sama fyrir hana og hin börnin sín. „Við vonum að hún verði sjálfstæð og geti unnið. Við vonum einnig að hún þrói með sér ástríðu fyrir einhverju sem veitir henni lífsfyllingu. Við sjáum ekki takmarkanir hennar heldur bara bros hennar og persónuleika. Hún er gullfalleg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál