Guðmundur vill selja Dunkin' Donut-kortið

Guðmundur vill selja Dunkin' Donut-kortið sitt.
Guðmundur vill selja Dunkin' Donut-kortið sitt. Samsett mynd /facebook

„Ég mætti í kringum 21:00 í gær og beið í langa tólf tíma, en það var bara mjög gaman að hlusta á tónlist og spila Monopoly,“ segir Guðmundur Róbert Schmidt, einn þeirra sem mætti fyrstur á Dunkin' Donuts í morgun og fékk að launum klippikort upp á  kassa af kleinuhringjum viku­lega í heilt ár. Guðmundur reynir nú að selja kortið.

„Kleinuhringirnir eru alveg mjög góðir en allt í einu fattaði ég að ég myndi nánast aldrei koma hingað og einhver annar myndi fá meira út úr kortinu en ég. Þannig að ég prófaði að athuga hvort einhver hefði áhuga á að kaupa kortið. Þá sprakk allt.“

Guðmundir segir margt fólk vera ósátt með ákvörðun sína um að selja kortið. „En ég meina, kortið átti ekkert að verða til sölu, en eftir að hafa beðið þarna í tólf tíma þá finnst mér ég eiga skilið að fá smá verðlaun,“ segir Guðmundur sem hefur fengið nokkur tilboð í kortið.

Rúmlega 80 í röðinni

Svona lítur kortið eftirsótta út.
Svona lítur kortið eftirsótta út. Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál