2.160 Swarovski-kristallar á kjólnum

Guli kjóllinn er stórglæsilegur.
Guli kjóllinn er stórglæsilegur. Skjáskot/Imdb

Fallegi guli kjóllinn sem Emma Watson klæðist í myndinni um Fríðu og dýrið hefur vakið mikla athygli. Nú er búið að ljóstra upp hvernig búningahönnuðurinn Jacqueline Durran náði að gera þennan fallega kjól samkvæmt E! Online. 

Þetta er það sem þurfti til:

18 vikur fyrir tökur byrjuðu Durran og samstarfsfólk að vinna að kjólnum. 

12.000 klukkustundir fóru í það að gera lokaútgáfuna af kjólnum. 

2.160 Swarovski-kristallar prýða kjólinn. 

54 metrar af léttu satínefni voru notaðir í kjólinn.

Einn kílómetri af þræði var notaður í kjólinn.

Búningahönnuðurinn Jacqueline Durran sem hefur fengið Óskarsverðlaun á að baki sér búninga í myndum á borð við Atonement og Önnu Kareninu. 

Alvöru prinsessukjóll.
Alvöru prinsessukjóll. Skjáskot/Imdb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál