Hvað óttast þú mest?

Lífið er allskonar. Hvert ár getur verið dýrmætur skóli ef við horfumst í augun við það sem við óttumst og bjóðum óttanum byrginn. Þessi grein fjallar um aðstæður sem algengt er að fólk óttist. Það er vel þess virði að skoða leiðir til að sigrast á ótta, enda upplifir fólk frelsi og þroska með því að fara í gegnum slíka vinnu.

Að óttast hið óvænta

Það getur verið áskorun að lifa og njóta. Þegar fólk er mikið að hugsa hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Mörg okkar höldum fast í það sem við þekkjum af ótta við að mæta einhverjum aðstæðum sem við þekkjum illa. 

Það virðist nánast ómögulegt að fara þannig í gegnum lífið, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar með stjórnsemi. Andstæðan við ótta er traust. Þegar við treystum því að hlutirnir fari á góðan hátt þá förum við í gegnum lífið afslappaðri og glaðari.

Við getum aldrei gert ráð fyrir því að lenda ekki í neinu. En þeir sem reyna að stjórna sjálfum sér og öðrum allan daginn, geta fundið fyrir mikilli þreytu og jafnvel orðið örmagna.

Prófaðu að skrifa niður allt sem þú óttast (óttalisti) og sjáðu hvað liggur að baki. Ef þú óttast helst að eitthvað komi fyrir börnin þín, að eitthvað muni koma fyrir þig fjárhagslega o.s. frv. er líklegt að þú finnir til öryggis sem tengist þeim atriðum.

Þú getur aldrei orðið æðri máttur í lífi allra í kringum þig. Farðu með æðruleysisbænina og æfðu þig í að fara í gegnum daginn og njóta augnabliksins. Vandamálin eiga nefnilega ekki heima í augnablikinu, þau eru í fortíðinni eða framtíðinni. Og vittu til. Eftir því sem þú ert andlega sterkari, þeim mun meira getur þú raunverulega verið til staðar fyrir þá sem þú elskar.

Að óttast veikindi

Öll eigum við það sameiginlegt að vilja lifa heilbrigðu lífi. Þegar við erum hins vegar hvað lengst frá því í lifanda lífi, þá vex óttinn við að veikjast. Einnig getum við fundið til vanmáttar ef einhver veikist í kringum okkur. Það er eðlilegt. Finndu leiðir til að lifa heilbrigðu lífi, og ef þú hefur ekki stjórn á einhverju, fáðu þá aðstoð við það.

Langflestir lífsstílssjúkdómar samkvæmt rannsóknum eru vegna ofþyngdar, svo finndu heilbrigðar leiðir til að koma þér í kjörþyngd. Vertu duglegur/dugleg að fara í læknisskoðun og treystu því að hlutirnir fari eins og þeir eigi að fara hjá þér. Það er lítið varið í langt líf fullt af ótta við að deyja. Svo best er að taka einungis einn dag í einu, og þakka fyrir að fá að fara í gegnum hann andlega sterkur.

Margir fara í gegnum veikindi af auðmýkt og kærleika og ná sér að fullu. Við þurfum að skoða það þegar við erum heilbrigð en með minni kjark en manneskjan við hliðina á okkur sem er kannski að berjast við það sem við óttumst mest. Hvað er ég raunverulega að hræðast? Gæti ég verið meira til staðar fyrir aðra og minna inn í eigin haus í staðinn?

Að óttast höfnun

Það langar engan að upplifa höfnun í lífinu, þó svo að flestir hafi einhverja reynslu af slíku. Skoðaðu hvað þú óttast helst tengt höfnun. Er það hugmyndin um að verða hafnað af maka þínum, vinnuveitanda eða vinum? Talaðu við vini og fjölskyldu um tilfinningarnar. Þú munnt fljótt komast að því að flestir sem hafa farið í gegnum höfnun og vaxið í þroska af því ákváðu að hafna sér ekki sjálfir. 

Sumir myndu jafnvel segja að ef þú ert t.d. rekin/n úr vinnu þá getur sú reynsla fært þig nær því sem þú átt raunverulega að vera að gera í lífinu. Forsendan fyrir því að vinna í þessu er að efla sjálfstraust þitt og virðingu. Þú ættir að forðast að vera að hugsa of mikið um hvort aðrir muni hafna þér og eyða tímanum frekar í að byggja þig upp. Hvað getur þú gert fyrir sjálfa/n þig í dag sem þú yrðir þakklát/ur fyrir á morgun? Farið út að ganga? Æft þig á hljóðfæri. Tækifærin eru margvísleg. Nýttu þér þau!

Að óttast dauðann

Eitt af því sem við vitum öll með vissu er sú staðreynd að við munum ekki lifa að eilífu í þeim líkama sem við búum í í dag. Það hafa margir velt fyrir sér málefnum er tengjast dauðanum, enda eigum við það öll sameiginlegt að bera blendnar tilfinningar til þess að deyja eða upplifa það að missa ástvin eða einhvern sem við þekkjum. Það eru til leiðir að vinna í þessum ótta, trúin er hvað sterkust að þessu leyti. Prestar eru boðnir og búnir að eiga djúpar og góðar samræður um þetta málefni við þig. Ef þú óttast að missa ástvin sem er í sjálfskaðandi hegðun, vertu þá iðin/n við að fara á CoDA- eða Al Anon-fundi. Þeir hjálpa þér við að setja fókusinn á þig til að þú getir orðið hluti af lausninni en ekki vandamálinu.

Skoðaðu einnig hvernig þú lifir. Oft sækir ótti við dauðann að okkur meira þegar við erum að gera hluti sem eru óhollir fyrir okkur á líkama og sál. Vertu kærleiksríkur á hverjum degi og lifðu daginn þannig að þú þurfir ekki að fara í mikla eftirvinnu daginn eftir. Ef við náum að koma fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur, þá verðum við frjálsari og hamingjusamari.

Að óttast ástina

Já, ég veit, að óttast ástina er fáránlegt, en ekki svo óalgengt. Enda getur ástin breytt okkur og tekið okkur í óvæntar áttir. Ef þú raunverulega þráir að elska, þarftu að byrja á því að elska sjálfa/n þig. Um leið og þú eflir ástina í átt að sjálfri/sjálfum þér, þá muntu finna sjaldnar til þess að vera hrifinn upp af jörðu af fólki sem kannski hættir að elska þig eftir ótilgreindan tíma.

Taktu þér tíma í að kynnast fólki og upplifa ástina. Leyfðu þér að njóta augnabliksins ef það er fullt af ást. Ef þú ert í stjórnleysi tengu ástarmálum, er gott að skrifa dagbók og fara svo yfir fortíðina með reglulegu millibili. Við eigum oft erfitt með að upplifa tilfinningar þegar þær gerast, en sjáum seinna hvað raunveruleg bjó á bak við. 

Margir tala einnig um hvernig þeir gerðu það sem þeir töldu sig elska mest í lífinu, eins og að vinna löngum stundum í burtu frá fjölskyldu og vinum. Svo þegar áskoranir komu upp í lífinu upplifðu þeir svo sterkt hina raunverulega ást sem hafði verið vanrækt í gegnum árin. Við getum alltaf gert betur á hverjum einasta degi í þessum málum. Jafnvel þegar við höfum gert eins vel og við getum í að elska okkur sjálf og aðra, getum við reynt aðeins betur og þannig stækkað þægindaramman í þágu ríkara lífs fyrir alla.

Gangi þér vel!

mbl.is

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

12:00 Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

09:00 Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

06:00 „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »

Goddur lét sig ekki vanta

Í gær, 23:59 Þjóðleikhúsið iðaði af lífi og fjöri þegar Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson var frumsýnt.   Meira »

Eiginkonur landsliðsmanna á hörkuæfingu

Í gær, 21:00 Eiginkonur landsliðsmanna eru staddar í Moskvu. Í morgun tóku þær á því í ræktinni undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur.   Meira »

10 heitustu leikmennirnir á HM

Í gær, 18:00 Þetta eru heitustu leikmennirnir á heimsmeistarmótinu í fótbolta 2018.   Meira »

Sumarveisla í boði McCartney í Mílanó

Í gær, 16:00 Stella McCartney hélt fallega garðveislu í Mílanó til að sýna sumarlínu tískuhússins fyrir árið 2019.  Meira »

Elstu systkinin gáfuðust

í gær Yngsta systkinið er kannski það frekasta en það elsta er gáfaðasta. Ástæðan er ekki sú að öll góðu genin klárist í byrjun heldur er frekar foreldrunum um að kenna. Meira »

Litríkt eldhús við Túngötu

í gær Við Túngötu í Reykjavík stendur fallegt parhús með afar hressu eldhúsi. Flísarnar á milli skápanna eru litríkar og keyra upp stemninguna. Meira »

Emilia Clarke í íslenskri hönnun

í gær Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Meira »

Hver er Derek Blasberg?

í gær Þeir sem þekkja sögu Diana Vreeland og Anna Wintour myndu skilgreina hinn unga Derek Blasberg þann aðila innan tískunnar sem kemst hvað næst að feta í þeirra fótspor. Meira »

Steldu stílnum: Maradona á HM

í fyrradag Fótboltastjarnan Diego Maradona horfði á leik Argentínu og Íslands úr stúkunni á laugardaginn. Maradona er með útlitið alveg á hreinu og skartaði ansi flottum sólgleraugum. Meira »

„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

í fyrradag „Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu,“ segir Sigurður. Meira »

Skyggði á brúðina í hálfrar milljón króna kjól

í fyrradag Meghan Markle mætti brúðkaup frænku Harry Bretaprins í hvítum kjól með bláu munstri. Kjóllinn kostar meira en margir fá í mánaðarlaun. Meira »

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

í fyrradag Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle. Meira »

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

18.6. Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »

Rúrik rakaði hárið á Aroni

18.6. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum. Meira »

7 ástæður fyrir hárlosi

18.6. Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos. Meira »

Enginn vissi hver hann var

17.6. Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

17.6. Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

17.6. Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »
Meira píla