Hvað óttast þú mest?

Lífið er allskonar. Hvert ár getur verið dýrmætur skóli ef við horfumst í augun við það sem við óttumst og bjóðum óttanum byrginn. Þessi grein fjallar um aðstæður sem algengt er að fólk óttist. Það er vel þess virði að skoða leiðir til að sigrast á ótta, enda upplifir fólk frelsi og þroska með því að fara í gegnum slíka vinnu.

Að óttast hið óvænta

Það getur verið áskorun að lifa og njóta. Þegar fólk er mikið að hugsa hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Mörg okkar höldum fast í það sem við þekkjum af ótta við að mæta einhverjum aðstæðum sem við þekkjum illa. 

Það virðist nánast ómögulegt að fara þannig í gegnum lífið, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar með stjórnsemi. Andstæðan við ótta er traust. Þegar við treystum því að hlutirnir fari á góðan hátt þá förum við í gegnum lífið afslappaðri og glaðari.

Við getum aldrei gert ráð fyrir því að lenda ekki í neinu. En þeir sem reyna að stjórna sjálfum sér og öðrum allan daginn, geta fundið fyrir mikilli þreytu og jafnvel orðið örmagna.

Prófaðu að skrifa niður allt sem þú óttast (óttalisti) og sjáðu hvað liggur að baki. Ef þú óttast helst að eitthvað komi fyrir börnin þín, að eitthvað muni koma fyrir þig fjárhagslega o.s. frv. er líklegt að þú finnir til öryggis sem tengist þeim atriðum.

Þú getur aldrei orðið æðri máttur í lífi allra í kringum þig. Farðu með æðruleysisbænina og æfðu þig í að fara í gegnum daginn og njóta augnabliksins. Vandamálin eiga nefnilega ekki heima í augnablikinu, þau eru í fortíðinni eða framtíðinni. Og vittu til. Eftir því sem þú ert andlega sterkari, þeim mun meira getur þú raunverulega verið til staðar fyrir þá sem þú elskar.

Að óttast veikindi

Öll eigum við það sameiginlegt að vilja lifa heilbrigðu lífi. Þegar við erum hins vegar hvað lengst frá því í lifanda lífi, þá vex óttinn við að veikjast. Einnig getum við fundið til vanmáttar ef einhver veikist í kringum okkur. Það er eðlilegt. Finndu leiðir til að lifa heilbrigðu lífi, og ef þú hefur ekki stjórn á einhverju, fáðu þá aðstoð við það.

Langflestir lífsstílssjúkdómar samkvæmt rannsóknum eru vegna ofþyngdar, svo finndu heilbrigðar leiðir til að koma þér í kjörþyngd. Vertu duglegur/dugleg að fara í læknisskoðun og treystu því að hlutirnir fari eins og þeir eigi að fara hjá þér. Það er lítið varið í langt líf fullt af ótta við að deyja. Svo best er að taka einungis einn dag í einu, og þakka fyrir að fá að fara í gegnum hann andlega sterkur.

Margir fara í gegnum veikindi af auðmýkt og kærleika og ná sér að fullu. Við þurfum að skoða það þegar við erum heilbrigð en með minni kjark en manneskjan við hliðina á okkur sem er kannski að berjast við það sem við óttumst mest. Hvað er ég raunverulega að hræðast? Gæti ég verið meira til staðar fyrir aðra og minna inn í eigin haus í staðinn?

Að óttast höfnun

Það langar engan að upplifa höfnun í lífinu, þó svo að flestir hafi einhverja reynslu af slíku. Skoðaðu hvað þú óttast helst tengt höfnun. Er það hugmyndin um að verða hafnað af maka þínum, vinnuveitanda eða vinum? Talaðu við vini og fjölskyldu um tilfinningarnar. Þú munnt fljótt komast að því að flestir sem hafa farið í gegnum höfnun og vaxið í þroska af því ákváðu að hafna sér ekki sjálfir. 

Sumir myndu jafnvel segja að ef þú ert t.d. rekin/n úr vinnu þá getur sú reynsla fært þig nær því sem þú átt raunverulega að vera að gera í lífinu. Forsendan fyrir því að vinna í þessu er að efla sjálfstraust þitt og virðingu. Þú ættir að forðast að vera að hugsa of mikið um hvort aðrir muni hafna þér og eyða tímanum frekar í að byggja þig upp. Hvað getur þú gert fyrir sjálfa/n þig í dag sem þú yrðir þakklát/ur fyrir á morgun? Farið út að ganga? Æft þig á hljóðfæri. Tækifærin eru margvísleg. Nýttu þér þau!

Að óttast dauðann

Eitt af því sem við vitum öll með vissu er sú staðreynd að við munum ekki lifa að eilífu í þeim líkama sem við búum í í dag. Það hafa margir velt fyrir sér málefnum er tengjast dauðanum, enda eigum við það öll sameiginlegt að bera blendnar tilfinningar til þess að deyja eða upplifa það að missa ástvin eða einhvern sem við þekkjum. Það eru til leiðir að vinna í þessum ótta, trúin er hvað sterkust að þessu leyti. Prestar eru boðnir og búnir að eiga djúpar og góðar samræður um þetta málefni við þig. Ef þú óttast að missa ástvin sem er í sjálfskaðandi hegðun, vertu þá iðin/n við að fara á CoDA- eða Al Anon-fundi. Þeir hjálpa þér við að setja fókusinn á þig til að þú getir orðið hluti af lausninni en ekki vandamálinu.

Skoðaðu einnig hvernig þú lifir. Oft sækir ótti við dauðann að okkur meira þegar við erum að gera hluti sem eru óhollir fyrir okkur á líkama og sál. Vertu kærleiksríkur á hverjum degi og lifðu daginn þannig að þú þurfir ekki að fara í mikla eftirvinnu daginn eftir. Ef við náum að koma fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur, þá verðum við frjálsari og hamingjusamari.

Að óttast ástina

Já, ég veit, að óttast ástina er fáránlegt, en ekki svo óalgengt. Enda getur ástin breytt okkur og tekið okkur í óvæntar áttir. Ef þú raunverulega þráir að elska, þarftu að byrja á því að elska sjálfa/n þig. Um leið og þú eflir ástina í átt að sjálfri/sjálfum þér, þá muntu finna sjaldnar til þess að vera hrifinn upp af jörðu af fólki sem kannski hættir að elska þig eftir ótilgreindan tíma.

Taktu þér tíma í að kynnast fólki og upplifa ástina. Leyfðu þér að njóta augnabliksins ef það er fullt af ást. Ef þú ert í stjórnleysi tengu ástarmálum, er gott að skrifa dagbók og fara svo yfir fortíðina með reglulegu millibili. Við eigum oft erfitt með að upplifa tilfinningar þegar þær gerast, en sjáum seinna hvað raunveruleg bjó á bak við. 

Margir tala einnig um hvernig þeir gerðu það sem þeir töldu sig elska mest í lífinu, eins og að vinna löngum stundum í burtu frá fjölskyldu og vinum. Svo þegar áskoranir komu upp í lífinu upplifðu þeir svo sterkt hina raunverulega ást sem hafði verið vanrækt í gegnum árin. Við getum alltaf gert betur á hverjum einasta degi í þessum málum. Jafnvel þegar við höfum gert eins vel og við getum í að elska okkur sjálf og aðra, getum við reynt aðeins betur og þannig stækkað þægindaramman í þágu ríkara lífs fyrir alla.

Gangi þér vel!

mbl.is

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

14:00 Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

09:00 Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

05:48 Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

Í gær, 22:45 Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

Í gær, 19:00 „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

í gær Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

í gær Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

í gær „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

í gær Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

í fyrradag Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

í fyrradag „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

14.12. Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

14.12. „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

14.12. Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

14.12. Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

13.12. Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

13.12. Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

13.12. Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

13.12. Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

13.12. Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

13.12. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »
Meira píla