Hvað óttast þú mest?

Lífið er allskonar. Hvert ár getur verið dýrmætur skóli ef við horfumst í augun við það sem við óttumst og bjóðum óttanum byrginn. Þessi grein fjallar um aðstæður sem algengt er að fólk óttist. Það er vel þess virði að skoða leiðir til að sigrast á ótta, enda upplifir fólk frelsi og þroska með því að fara í gegnum slíka vinnu.

Að óttast hið óvænta

Það getur verið áskorun að lifa og njóta. Þegar fólk er mikið að hugsa hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Mörg okkar höldum fast í það sem við þekkjum af ótta við að mæta einhverjum aðstæðum sem við þekkjum illa. 

Það virðist nánast ómögulegt að fara þannig í gegnum lífið, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar með stjórnsemi. Andstæðan við ótta er traust. Þegar við treystum því að hlutirnir fari á góðan hátt þá förum við í gegnum lífið afslappaðri og glaðari.

Við getum aldrei gert ráð fyrir því að lenda ekki í neinu. En þeir sem reyna að stjórna sjálfum sér og öðrum allan daginn, geta fundið fyrir mikilli þreytu og jafnvel orðið örmagna.

Prófaðu að skrifa niður allt sem þú óttast (óttalisti) og sjáðu hvað liggur að baki. Ef þú óttast helst að eitthvað komi fyrir börnin þín, að eitthvað muni koma fyrir þig fjárhagslega o.s. frv. er líklegt að þú finnir til öryggis sem tengist þeim atriðum.

Þú getur aldrei orðið æðri máttur í lífi allra í kringum þig. Farðu með æðruleysisbænina og æfðu þig í að fara í gegnum daginn og njóta augnabliksins. Vandamálin eiga nefnilega ekki heima í augnablikinu, þau eru í fortíðinni eða framtíðinni. Og vittu til. Eftir því sem þú ert andlega sterkari, þeim mun meira getur þú raunverulega verið til staðar fyrir þá sem þú elskar.

Að óttast veikindi

Öll eigum við það sameiginlegt að vilja lifa heilbrigðu lífi. Þegar við erum hins vegar hvað lengst frá því í lifanda lífi, þá vex óttinn við að veikjast. Einnig getum við fundið til vanmáttar ef einhver veikist í kringum okkur. Það er eðlilegt. Finndu leiðir til að lifa heilbrigðu lífi, og ef þú hefur ekki stjórn á einhverju, fáðu þá aðstoð við það.

Langflestir lífsstílssjúkdómar samkvæmt rannsóknum eru vegna ofþyngdar, svo finndu heilbrigðar leiðir til að koma þér í kjörþyngd. Vertu duglegur/dugleg að fara í læknisskoðun og treystu því að hlutirnir fari eins og þeir eigi að fara hjá þér. Það er lítið varið í langt líf fullt af ótta við að deyja. Svo best er að taka einungis einn dag í einu, og þakka fyrir að fá að fara í gegnum hann andlega sterkur.

Margir fara í gegnum veikindi af auðmýkt og kærleika og ná sér að fullu. Við þurfum að skoða það þegar við erum heilbrigð en með minni kjark en manneskjan við hliðina á okkur sem er kannski að berjast við það sem við óttumst mest. Hvað er ég raunverulega að hræðast? Gæti ég verið meira til staðar fyrir aðra og minna inn í eigin haus í staðinn?

Að óttast höfnun

Það langar engan að upplifa höfnun í lífinu, þó svo að flestir hafi einhverja reynslu af slíku. Skoðaðu hvað þú óttast helst tengt höfnun. Er það hugmyndin um að verða hafnað af maka þínum, vinnuveitanda eða vinum? Talaðu við vini og fjölskyldu um tilfinningarnar. Þú munnt fljótt komast að því að flestir sem hafa farið í gegnum höfnun og vaxið í þroska af því ákváðu að hafna sér ekki sjálfir. 

Sumir myndu jafnvel segja að ef þú ert t.d. rekin/n úr vinnu þá getur sú reynsla fært þig nær því sem þú átt raunverulega að vera að gera í lífinu. Forsendan fyrir því að vinna í þessu er að efla sjálfstraust þitt og virðingu. Þú ættir að forðast að vera að hugsa of mikið um hvort aðrir muni hafna þér og eyða tímanum frekar í að byggja þig upp. Hvað getur þú gert fyrir sjálfa/n þig í dag sem þú yrðir þakklát/ur fyrir á morgun? Farið út að ganga? Æft þig á hljóðfæri. Tækifærin eru margvísleg. Nýttu þér þau!

Að óttast dauðann

Eitt af því sem við vitum öll með vissu er sú staðreynd að við munum ekki lifa að eilífu í þeim líkama sem við búum í í dag. Það hafa margir velt fyrir sér málefnum er tengjast dauðanum, enda eigum við það öll sameiginlegt að bera blendnar tilfinningar til þess að deyja eða upplifa það að missa ástvin eða einhvern sem við þekkjum. Það eru til leiðir að vinna í þessum ótta, trúin er hvað sterkust að þessu leyti. Prestar eru boðnir og búnir að eiga djúpar og góðar samræður um þetta málefni við þig. Ef þú óttast að missa ástvin sem er í sjálfskaðandi hegðun, vertu þá iðin/n við að fara á CoDA- eða Al Anon-fundi. Þeir hjálpa þér við að setja fókusinn á þig til að þú getir orðið hluti af lausninni en ekki vandamálinu.

Skoðaðu einnig hvernig þú lifir. Oft sækir ótti við dauðann að okkur meira þegar við erum að gera hluti sem eru óhollir fyrir okkur á líkama og sál. Vertu kærleiksríkur á hverjum degi og lifðu daginn þannig að þú þurfir ekki að fara í mikla eftirvinnu daginn eftir. Ef við náum að koma fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur, þá verðum við frjálsari og hamingjusamari.

Að óttast ástina

Já, ég veit, að óttast ástina er fáránlegt, en ekki svo óalgengt. Enda getur ástin breytt okkur og tekið okkur í óvæntar áttir. Ef þú raunverulega þráir að elska, þarftu að byrja á því að elska sjálfa/n þig. Um leið og þú eflir ástina í átt að sjálfri/sjálfum þér, þá muntu finna sjaldnar til þess að vera hrifinn upp af jörðu af fólki sem kannski hættir að elska þig eftir ótilgreindan tíma.

Taktu þér tíma í að kynnast fólki og upplifa ástina. Leyfðu þér að njóta augnabliksins ef það er fullt af ást. Ef þú ert í stjórnleysi tengu ástarmálum, er gott að skrifa dagbók og fara svo yfir fortíðina með reglulegu millibili. Við eigum oft erfitt með að upplifa tilfinningar þegar þær gerast, en sjáum seinna hvað raunveruleg bjó á bak við. 

Margir tala einnig um hvernig þeir gerðu það sem þeir töldu sig elska mest í lífinu, eins og að vinna löngum stundum í burtu frá fjölskyldu og vinum. Svo þegar áskoranir komu upp í lífinu upplifðu þeir svo sterkt hina raunverulega ást sem hafði verið vanrækt í gegnum árin. Við getum alltaf gert betur á hverjum einasta degi í þessum málum. Jafnvel þegar við höfum gert eins vel og við getum í að elska okkur sjálf og aðra, getum við reynt aðeins betur og þannig stækkað þægindaramman í þágu ríkara lífs fyrir alla.

Gangi þér vel!

mbl.is

Heimilislíf: „Ég er mottusjúk“

09:00 Harpa Pétursdóttir lögmaður kann að gera fallegt í kringum sig. Heimili hennar og fjölskyldunnar er heillandi, litríkt og fallegt. Meira »

Fimm magnaðar kviðæfingar

06:00 Leikfimidrottningin Anna Eiríks kennir okkur að gera fantaflottar og góðar æfingar sem hjálpa okkur að fá sterkan kvið.   Meira »

Mættu í eins kjólum

Í gær, 23:59 Fyrirsætan Miranda Kerr og leikkonan Chloe Bennett lentu í því sem engin stjarna vill lenda í þegar Stella McCartney kynnti haustlínu sína. Þær mættu í eins kjólum á rauða dregilinn. Meira »

Notar majónes í hárið

Í gær, 21:00 Anna María Benediktsdóttir notar óvenjulega aðferð til þess að halda hárinu sínu fallegu. Hárgreiðslukona benti Önnu Maríu á majónes-meðferðina sem svoleiðis svínvirkar. Meira »

Davíð Oddsson 70 ára – MYNDIR

Í gær, 20:01 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar 70 ára afmæli í dag. Af því tilefni var slegið upp veislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins, Hádegismóum 2. Afmælisbarnið brosti hringinn í veislunni. Meira »

Eliza fór að ráðum Smartlands

Í gær, 18:00 Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

Í gær, 13:00 Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

Í gær, 16:00 Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

María Sigrún á von á barni

Í gær, 10:10 María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »

Fagurkerinn Guðrún Björg

í gær Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. Meira »

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

í fyrradag „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Heimilistrendin 2018

í fyrradag Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Frekjukast í flugtaki

í fyrradag Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

í fyrradag Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

16.1. Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

15.1. Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

í fyrradag Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

16.1. Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

15.1. Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

Frábær frumsýning

15.1. Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »