Hvað óttast þú mest?

Lífið er allskonar. Hvert ár getur verið dýrmætur skóli ef við horfumst í augun við það sem við óttumst og bjóðum óttanum byrginn. Þessi grein fjallar um aðstæður sem algengt er að fólk óttist. Það er vel þess virði að skoða leiðir til að sigrast á ótta, enda upplifir fólk frelsi og þroska með því að fara í gegnum slíka vinnu.

Að óttast hið óvænta

Það getur verið áskorun að lifa og njóta. Þegar fólk er mikið að hugsa hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Mörg okkar höldum fast í það sem við þekkjum af ótta við að mæta einhverjum aðstæðum sem við þekkjum illa. 

Það virðist nánast ómögulegt að fara þannig í gegnum lífið, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar með stjórnsemi. Andstæðan við ótta er traust. Þegar við treystum því að hlutirnir fari á góðan hátt þá förum við í gegnum lífið afslappaðri og glaðari.

Við getum aldrei gert ráð fyrir því að lenda ekki í neinu. En þeir sem reyna að stjórna sjálfum sér og öðrum allan daginn, geta fundið fyrir mikilli þreytu og jafnvel orðið örmagna.

Prófaðu að skrifa niður allt sem þú óttast (óttalisti) og sjáðu hvað liggur að baki. Ef þú óttast helst að eitthvað komi fyrir börnin þín, að eitthvað muni koma fyrir þig fjárhagslega o.s. frv. er líklegt að þú finnir til öryggis sem tengist þeim atriðum.

Þú getur aldrei orðið æðri máttur í lífi allra í kringum þig. Farðu með æðruleysisbænina og æfðu þig í að fara í gegnum daginn og njóta augnabliksins. Vandamálin eiga nefnilega ekki heima í augnablikinu, þau eru í fortíðinni eða framtíðinni. Og vittu til. Eftir því sem þú ert andlega sterkari, þeim mun meira getur þú raunverulega verið til staðar fyrir þá sem þú elskar.

Að óttast veikindi

Öll eigum við það sameiginlegt að vilja lifa heilbrigðu lífi. Þegar við erum hins vegar hvað lengst frá því í lifanda lífi, þá vex óttinn við að veikjast. Einnig getum við fundið til vanmáttar ef einhver veikist í kringum okkur. Það er eðlilegt. Finndu leiðir til að lifa heilbrigðu lífi, og ef þú hefur ekki stjórn á einhverju, fáðu þá aðstoð við það.

Langflestir lífsstílssjúkdómar samkvæmt rannsóknum eru vegna ofþyngdar, svo finndu heilbrigðar leiðir til að koma þér í kjörþyngd. Vertu duglegur/dugleg að fara í læknisskoðun og treystu því að hlutirnir fari eins og þeir eigi að fara hjá þér. Það er lítið varið í langt líf fullt af ótta við að deyja. Svo best er að taka einungis einn dag í einu, og þakka fyrir að fá að fara í gegnum hann andlega sterkur.

Margir fara í gegnum veikindi af auðmýkt og kærleika og ná sér að fullu. Við þurfum að skoða það þegar við erum heilbrigð en með minni kjark en manneskjan við hliðina á okkur sem er kannski að berjast við það sem við óttumst mest. Hvað er ég raunverulega að hræðast? Gæti ég verið meira til staðar fyrir aðra og minna inn í eigin haus í staðinn?

Að óttast höfnun

Það langar engan að upplifa höfnun í lífinu, þó svo að flestir hafi einhverja reynslu af slíku. Skoðaðu hvað þú óttast helst tengt höfnun. Er það hugmyndin um að verða hafnað af maka þínum, vinnuveitanda eða vinum? Talaðu við vini og fjölskyldu um tilfinningarnar. Þú munnt fljótt komast að því að flestir sem hafa farið í gegnum höfnun og vaxið í þroska af því ákváðu að hafna sér ekki sjálfir. 

Sumir myndu jafnvel segja að ef þú ert t.d. rekin/n úr vinnu þá getur sú reynsla fært þig nær því sem þú átt raunverulega að vera að gera í lífinu. Forsendan fyrir því að vinna í þessu er að efla sjálfstraust þitt og virðingu. Þú ættir að forðast að vera að hugsa of mikið um hvort aðrir muni hafna þér og eyða tímanum frekar í að byggja þig upp. Hvað getur þú gert fyrir sjálfa/n þig í dag sem þú yrðir þakklát/ur fyrir á morgun? Farið út að ganga? Æft þig á hljóðfæri. Tækifærin eru margvísleg. Nýttu þér þau!

Að óttast dauðann

Eitt af því sem við vitum öll með vissu er sú staðreynd að við munum ekki lifa að eilífu í þeim líkama sem við búum í í dag. Það hafa margir velt fyrir sér málefnum er tengjast dauðanum, enda eigum við það öll sameiginlegt að bera blendnar tilfinningar til þess að deyja eða upplifa það að missa ástvin eða einhvern sem við þekkjum. Það eru til leiðir að vinna í þessum ótta, trúin er hvað sterkust að þessu leyti. Prestar eru boðnir og búnir að eiga djúpar og góðar samræður um þetta málefni við þig. Ef þú óttast að missa ástvin sem er í sjálfskaðandi hegðun, vertu þá iðin/n við að fara á CoDA- eða Al Anon-fundi. Þeir hjálpa þér við að setja fókusinn á þig til að þú getir orðið hluti af lausninni en ekki vandamálinu.

Skoðaðu einnig hvernig þú lifir. Oft sækir ótti við dauðann að okkur meira þegar við erum að gera hluti sem eru óhollir fyrir okkur á líkama og sál. Vertu kærleiksríkur á hverjum degi og lifðu daginn þannig að þú þurfir ekki að fara í mikla eftirvinnu daginn eftir. Ef við náum að koma fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur, þá verðum við frjálsari og hamingjusamari.

Að óttast ástina

Já, ég veit, að óttast ástina er fáránlegt, en ekki svo óalgengt. Enda getur ástin breytt okkur og tekið okkur í óvæntar áttir. Ef þú raunverulega þráir að elska, þarftu að byrja á því að elska sjálfa/n þig. Um leið og þú eflir ástina í átt að sjálfri/sjálfum þér, þá muntu finna sjaldnar til þess að vera hrifinn upp af jörðu af fólki sem kannski hættir að elska þig eftir ótilgreindan tíma.

Taktu þér tíma í að kynnast fólki og upplifa ástina. Leyfðu þér að njóta augnabliksins ef það er fullt af ást. Ef þú ert í stjórnleysi tengu ástarmálum, er gott að skrifa dagbók og fara svo yfir fortíðina með reglulegu millibili. Við eigum oft erfitt með að upplifa tilfinningar þegar þær gerast, en sjáum seinna hvað raunveruleg bjó á bak við. 

Margir tala einnig um hvernig þeir gerðu það sem þeir töldu sig elska mest í lífinu, eins og að vinna löngum stundum í burtu frá fjölskyldu og vinum. Svo þegar áskoranir komu upp í lífinu upplifðu þeir svo sterkt hina raunverulega ást sem hafði verið vanrækt í gegnum árin. Við getum alltaf gert betur á hverjum einasta degi í þessum málum. Jafnvel þegar við höfum gert eins vel og við getum í að elska okkur sjálf og aðra, getum við reynt aðeins betur og þannig stækkað þægindaramman í þágu ríkara lífs fyrir alla.

Gangi þér vel!

mbl.is

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

12:00 Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

09:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

06:00 Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

Í gær, 23:59 Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

í gær Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

í gær Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

í gær Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

í gær Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

í gær Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

í gær Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »

Hlébarðamynstur leyfilegt í Hvíta húsinu

í fyrradag Melania Trump tók á móti forsætisráðherra Írlands í grænum hlébarðamynsturskjól. Pinnahælarnir voru síðan með hefðbundnu snákaskinnsmynstri. Meira »

Fólk í samböndum líklegra til að fitna

16.3. Vísindin hafa staðfest það sem fólk hefur langi haldið, að fólk fitni í samböndum. Þeir einhleypu eru undir meiri pressu að líta vel út. Meira »

Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi

16.3. Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi er komið á sölu. Um er að ræða 232 fm einbýli sem byggt var 1950.   Meira »

Áslaug Arna bauð í partí heim til sín

16.3. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða vinum og velunnurum í kokkteilboð heim til sín þar sem hún býr við Stakkholt í Reykjavík. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina og býður Áslaug Arna sig fram sem ritari flokksins. Meira »

Ný Cartier-lína kynnt á rauða dreglinum

16.3. Það var góð stemning í Optical Studio í gær þegar Cartier-lína var kynnt með tískusýningu. Á rauða dreglinum voru hver gleraugun sýnd á fætur öðrum. Meira »

Rún Ingvarsdóttir selur íbúðina

15.3. Rún Ingvarsdóttir hefur sett sína fallegu íbúð við Brávallagötu í Reykjavík á sölu. Rún starfaði á fréttastofu RÚV á árunum frá 2007 til 2016 en þá réð hún sig yfir til Landsbankans. Meira »

Upprunalegt Sigvalda-hús með sögu

16.3. Atriði úr myndinni Undir trénu var tekið upp í garðinum við Hvassaleiti 73. Húsið er merkilegt að því leytinu til að í húsinu er allt upprunalegt. Þetta er því alger veisla fyrir þá sem elska tekk og gamlan tíma. Meira »

Flottari brúnka með Astaxanthin

16.3. „Ef þú ert á leið í sólarfrí á næstunni langar mig að gefa þér gott ráð. Hvort sem þú ætlar að láta geisla sólarinnar verma þig í fáa eða marga daga, er gott að undirbúa húðina sem best. Því er frábært að byrja að taka inn Astaxanthin frá NOW svona þrem til fjórum vikum fyrir brottför og taka það svo inn meðan verið er í sólinni.“ Meira »

Í eins dragt, hvor var flottari?

15.3. Tilda Swinton og Keira Knightley féllu báðar fyrir smóking fyrir konur frá Chanel. Knightley mætti með slaufu en Swinton var frjálslegri eins og hún er vön að vera. Meira »

Fáðu stinnari og sterkari kropp

15.3. „Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja.“ Meira »