Hvað óttast þú mest?

Lífið er allskonar. Hvert ár getur verið dýrmætur skóli ef við horfumst í augun við það sem við óttumst og bjóðum óttanum byrginn. Þessi grein fjallar um aðstæður sem algengt er að fólk óttist. Það er vel þess virði að skoða leiðir til að sigrast á ótta, enda upplifir fólk frelsi og þroska með því að fara í gegnum slíka vinnu.

Að óttast hið óvænta

Það getur verið áskorun að lifa og njóta. Þegar fólk er mikið að hugsa hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Mörg okkar höldum fast í það sem við þekkjum af ótta við að mæta einhverjum aðstæðum sem við þekkjum illa. 

Það virðist nánast ómögulegt að fara þannig í gegnum lífið, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar með stjórnsemi. Andstæðan við ótta er traust. Þegar við treystum því að hlutirnir fari á góðan hátt þá förum við í gegnum lífið afslappaðri og glaðari.

Við getum aldrei gert ráð fyrir því að lenda ekki í neinu. En þeir sem reyna að stjórna sjálfum sér og öðrum allan daginn, geta fundið fyrir mikilli þreytu og jafnvel orðið örmagna.

Prófaðu að skrifa niður allt sem þú óttast (óttalisti) og sjáðu hvað liggur að baki. Ef þú óttast helst að eitthvað komi fyrir börnin þín, að eitthvað muni koma fyrir þig fjárhagslega o.s. frv. er líklegt að þú finnir til öryggis sem tengist þeim atriðum.

Þú getur aldrei orðið æðri máttur í lífi allra í kringum þig. Farðu með æðruleysisbænina og æfðu þig í að fara í gegnum daginn og njóta augnabliksins. Vandamálin eiga nefnilega ekki heima í augnablikinu, þau eru í fortíðinni eða framtíðinni. Og vittu til. Eftir því sem þú ert andlega sterkari, þeim mun meira getur þú raunverulega verið til staðar fyrir þá sem þú elskar.

Að óttast veikindi

Öll eigum við það sameiginlegt að vilja lifa heilbrigðu lífi. Þegar við erum hins vegar hvað lengst frá því í lifanda lífi, þá vex óttinn við að veikjast. Einnig getum við fundið til vanmáttar ef einhver veikist í kringum okkur. Það er eðlilegt. Finndu leiðir til að lifa heilbrigðu lífi, og ef þú hefur ekki stjórn á einhverju, fáðu þá aðstoð við það.

Langflestir lífsstílssjúkdómar samkvæmt rannsóknum eru vegna ofþyngdar, svo finndu heilbrigðar leiðir til að koma þér í kjörþyngd. Vertu duglegur/dugleg að fara í læknisskoðun og treystu því að hlutirnir fari eins og þeir eigi að fara hjá þér. Það er lítið varið í langt líf fullt af ótta við að deyja. Svo best er að taka einungis einn dag í einu, og þakka fyrir að fá að fara í gegnum hann andlega sterkur.

Margir fara í gegnum veikindi af auðmýkt og kærleika og ná sér að fullu. Við þurfum að skoða það þegar við erum heilbrigð en með minni kjark en manneskjan við hliðina á okkur sem er kannski að berjast við það sem við óttumst mest. Hvað er ég raunverulega að hræðast? Gæti ég verið meira til staðar fyrir aðra og minna inn í eigin haus í staðinn?

Að óttast höfnun

Það langar engan að upplifa höfnun í lífinu, þó svo að flestir hafi einhverja reynslu af slíku. Skoðaðu hvað þú óttast helst tengt höfnun. Er það hugmyndin um að verða hafnað af maka þínum, vinnuveitanda eða vinum? Talaðu við vini og fjölskyldu um tilfinningarnar. Þú munnt fljótt komast að því að flestir sem hafa farið í gegnum höfnun og vaxið í þroska af því ákváðu að hafna sér ekki sjálfir. 

Sumir myndu jafnvel segja að ef þú ert t.d. rekin/n úr vinnu þá getur sú reynsla fært þig nær því sem þú átt raunverulega að vera að gera í lífinu. Forsendan fyrir því að vinna í þessu er að efla sjálfstraust þitt og virðingu. Þú ættir að forðast að vera að hugsa of mikið um hvort aðrir muni hafna þér og eyða tímanum frekar í að byggja þig upp. Hvað getur þú gert fyrir sjálfa/n þig í dag sem þú yrðir þakklát/ur fyrir á morgun? Farið út að ganga? Æft þig á hljóðfæri. Tækifærin eru margvísleg. Nýttu þér þau!

Að óttast dauðann

Eitt af því sem við vitum öll með vissu er sú staðreynd að við munum ekki lifa að eilífu í þeim líkama sem við búum í í dag. Það hafa margir velt fyrir sér málefnum er tengjast dauðanum, enda eigum við það öll sameiginlegt að bera blendnar tilfinningar til þess að deyja eða upplifa það að missa ástvin eða einhvern sem við þekkjum. Það eru til leiðir að vinna í þessum ótta, trúin er hvað sterkust að þessu leyti. Prestar eru boðnir og búnir að eiga djúpar og góðar samræður um þetta málefni við þig. Ef þú óttast að missa ástvin sem er í sjálfskaðandi hegðun, vertu þá iðin/n við að fara á CoDA- eða Al Anon-fundi. Þeir hjálpa þér við að setja fókusinn á þig til að þú getir orðið hluti af lausninni en ekki vandamálinu.

Skoðaðu einnig hvernig þú lifir. Oft sækir ótti við dauðann að okkur meira þegar við erum að gera hluti sem eru óhollir fyrir okkur á líkama og sál. Vertu kærleiksríkur á hverjum degi og lifðu daginn þannig að þú þurfir ekki að fara í mikla eftirvinnu daginn eftir. Ef við náum að koma fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur, þá verðum við frjálsari og hamingjusamari.

Að óttast ástina

Já, ég veit, að óttast ástina er fáránlegt, en ekki svo óalgengt. Enda getur ástin breytt okkur og tekið okkur í óvæntar áttir. Ef þú raunverulega þráir að elska, þarftu að byrja á því að elska sjálfa/n þig. Um leið og þú eflir ástina í átt að sjálfri/sjálfum þér, þá muntu finna sjaldnar til þess að vera hrifinn upp af jörðu af fólki sem kannski hættir að elska þig eftir ótilgreindan tíma.

Taktu þér tíma í að kynnast fólki og upplifa ástina. Leyfðu þér að njóta augnabliksins ef það er fullt af ást. Ef þú ert í stjórnleysi tengu ástarmálum, er gott að skrifa dagbók og fara svo yfir fortíðina með reglulegu millibili. Við eigum oft erfitt með að upplifa tilfinningar þegar þær gerast, en sjáum seinna hvað raunveruleg bjó á bak við. 

Margir tala einnig um hvernig þeir gerðu það sem þeir töldu sig elska mest í lífinu, eins og að vinna löngum stundum í burtu frá fjölskyldu og vinum. Svo þegar áskoranir komu upp í lífinu upplifðu þeir svo sterkt hina raunverulega ást sem hafði verið vanrækt í gegnum árin. Við getum alltaf gert betur á hverjum einasta degi í þessum málum. Jafnvel þegar við höfum gert eins vel og við getum í að elska okkur sjálf og aðra, getum við reynt aðeins betur og þannig stækkað þægindaramman í þágu ríkara lífs fyrir alla.

Gangi þér vel!

mbl.is

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

15:00 Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

í gær Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í gær Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í gær „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »