„Ég er stolt af því að vera fyrsta kon­an“

Jóhanna Klara í háspennu umhverfi Fljótdalsstöðvar. Hún segir konur eiga ...
Jóhanna Klara í háspennu umhverfi Fljótdalsstöðvar. Hún segir konur eiga erindi inn í byggingariðnaðinn, en greinin hefur í langan tíma verið að kljást við skort af iðnmenntuðu fólki sem og að konur horfi til þess náms. Einkasafn.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir er lögfræðingur að mennt og stýrir mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Hún er viðurkenndur stjórnarmaður, með APME í verkefnastjórnum, en vinir hennar lýsa henni sem einstaklega góðri og duglegri manneskju sem hefur óbrennandi áhuga á hönnun og fyndnari en fólk er flest. Við ræddum við hana um Verk og vit, starfið og hvernig það er að vera fyrst kvenna til að stíga inn á þetta svið sem hefur vanalega verið dansgólf strákanna.

Er stolt af því að vera fyrsta konan að leiða mannvirkjasvið SI

„Við lifum sem betur fer á tímum þar sem konur eru að taka að sér ný verkefni og störf og ég er stolt af því að vera fyrsta konan á þessu sviði. Við störfum þó fyrst og fremst sem mjög gott teymi á mannvirkjasviði SI og það hefur verið ánægjuleg upplifun að kynnast öllu því flotta fólki sem starfar í atvinnugreininni.“

En hvaða erindi eiga konur í byggingariðnaðinn að mati Jóhönnu Klöru? 

„Það er gífurlega mikilvægt fyrir atvinnugreinina að laða konur að enda eiga þær þangað fullt erindi. Við eyðum mjög miklum tíma innandyra og vel hönnuð og byggð húsnæði og vinnustaðir skipta því sköpum fyrir velferð okkar allra og vellíðan. Þá hefur þessi iðnaður auk þess áhrif á komandi kynslóðir og ásynd samfélagsins sem við búum í. Auðvitað eiga bæði konur og karlar því að koma að því að þróa og móta byggingariðnaðinn hér á landi.“

Hún segir hlutföll kynjanna hafa breyst meðal hönnuða og ráðgjafa, t.d. hvað varðar arkitekta og ráðgjafarverkfræðinga sem hún telur mjög jákvætt. „Við hefðum þó viljað sjá mun fleiri konur fara í iðnnám af öllum toga sem og taka að sér margvíslegar stjórnunarstöður innan fyrirtækjanna í bygginga- og mannvirkjagerð. Það er mikilvægt að atvinnugreinin sé eins fjölbreytt og hægt er til að koma að nýjum hugmyndum og skoðunum. Við komum vonandi til með að sjá breytingar á þessu.“

Öflugt Verk og vit sýnir gott gengi greinarinnar

Hvernig útskýrir hún Verk og vit?

„Verk og vit er annars vegar sýning fyrir fagaðila innan greinarinnar og hins vegar fyrir almenning sem hefur áhuga á að kynna sér starfsemi hennar. Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því en það á sér stað ör þróun og miklar breytingar í greininni sem mikilvægt er fyrir menn að fylgjast með. Fyrir iðngrein sem hefur því miður verið mjög sveiflukennd þá er sýning sem þessi  líka merki um að vel gengur og að við erum búin að ná okkur aftur af strik.“

Frá sýningunni Verk og vit á síðasta ári.
Frá sýningunni Verk og vit á síðasta ári. mbl.is

Hvert er ykkar hlutverk í viðburðinum?

„Það er m.a. hlutverk samtakanna (Samtök iðnaðarins) að styðja við bakið á viðburðum sem og að auka sýnileika þeirra iðngreina sem við störfum fyrir. Við komum því að sýningunni sem styrkaraðili, tökum þátt á henni og opnun hennar sem og komum að ráðstefnu sýningarinnar sem fer fram á föstudaginn.“

Aðspurð um hvað hún geti sagt mér um tækifærin í byggingariðnaðnum í framtíðinni, spyr hún hvað ég hafi langan tíma. „Það eru mörg tækifæri í þessum geira og við komum til með að sjá miklar breytingar bæði hvað varðar rekstrarumhverfið sem og þær vörur sem við getum hannað, þróað og framleitt. Fólk er t.d. að verða mjög meðvitað um innivist og neytendur munu gera auknar kröfur til bygginga um nákvæmar upplýsingar á rauntíma á borð við líftíma bygginga, hljóðvist, hitastig, raka, loftgæði o.fl. Það eru spennandi tækifæri í því að þróa upplýsingatækni og vélbúnað sem mun mæta þessum þörfum.

Fjórða iðnbyltingin tækifæri

Fjórða iðnbyltingin mun einnig hafa stórkemmtileg og spennandi áhrif á vöruþróun og starfsemi greinarinnar og í raun held ég að við getum ekki gert okkur grein fyrir þeim breytingum sem við stöndum frammi fyrir.“  

Hún segir ekkert leyndarmál að bygginga- og manvirkjagerð sé bæði mannafla- og auðlindafrekur iðnaður auk þess sem að hann framleiðir talsverðan úrgang. „Tækifærin eru því líka fjölmörg þegar kemur að því að auka framleiðni innan greinarinnar, draga úr sóun og losun og finna nýjar leiðir til að auka jákvæð umhverfisáhrif mannvirkjagerðar í heild. Það væri t.d. virkilega spennandi að sjá aukningu í áhuga á nýsköpun á þessu sviði hér á landi. En ég gæti haldið endalaust áfram að tala þegar kemur að tækifærum í greininni,“ segir hún og brosir.

Þegar kemur að helstu áherslumálum greinarinnar segir hún miklar sveiflur hafa einkennt umhverfi iðngreinarinnar í gegnum árin. „Óstöðugt starfsumhvefi er auðvitað ekki gott. Það dregur úr getu manna til að stunda nýsköpun og þróa reksturinn áfram. Það er því mikið hagsmunamál að við reynum að ná stöðugri markaði, þar sem ekki er verið að keyra á on eða off takkanum.

Skortur á konum langvarandi vandamál

Það er auk þess mikil uppsöfnuð þörf á bæði auknu framboði fasteigna sem og uppbyggingu nauðsynlegra innviða og hefur greinin lagt áherslu á mikilvægi þessarar mála. Á sama tíma er mikilvægt fyrir iðnaðinn að  leita og tala fyrir öllum tiltækum leiðum til að lækka byggingarkostnað, auka framleiðni og framleiða þær vörur sem raunverulega er eftirspurn er eftir. Opinberir aðilar þurfa að gera slíkt hið sama meðal annars með einföldun regluverks, rafrænum og hagkvæmari lausnum, einföldun í stjórnsýslunni o.fl.“  

Hún leggur áherslu á að skorturinn á iðnmenntuðu fólki og sérstaklega konum sé auk þess langvarandi og alvarlegt vandamál sem hefur áhrif á iðnaðinn í heild sinni. „Þó svo að geta atvinnugreinarinnar til að mæta aukinni eftirspurn sé vissulega til staðar þá er nýliðun allt of lítil og nánast ekki nein í sumum greinum.“

Hefurðu áhuga á byggingarlist sjálf?

„Já, það hef ég alltaf haft. Það eru því t.d. ákveðin forréttindi að fá að vinna fyrir SAMARK- samtök arkitektastofa þar sem mörkin milli listar og mannvirkjagerðar eru hvað óljósastar. Ég hef oft átt samtöl við ólíklegust aðila sem hafa haft sterkar skoðanir á ákveðnum byggingarframkvæmdum og breytingum á ásynd sem þær hafa í för með sér. Þetta sýnir að mínu mati hvað góður arkitektur getur verið virðisaukandi á marga vegu og haft áhrif á samfélagið sem við lifum og hrærumst í. Þetta varðar okkur öll.

Þakklát fyrir að vinna með hæfileikaríku fólki

Íslenskir arkitektar eru gífurlega hæfileikaríkir og við höfum séð mjög falleg ný og vel unnin verkefni frá þeim á síðustu misserum. Mikilvægi þeirra í virðiskeðjunni þarf því að vera ljóst og ætti greinin að mínu mati að vera stærri útflutningsvara líkt og annað hugvit sem héðan kemur.“

Hvað leiddi þig í þetta starf?

„Þetta er góð spurning sem ég hef stundum velt fyrir mér sjálf en ég er þakkláta fyrir að fá að vinna með hæfileikaríku og skemmtilegu fólki bæði innan samtakanna og meðal félagsmanna.

Það er að mínu mati mikilvægt að við festum okkur ekki í einni hugmynd um hvert við vijum stefna í lífínu eða hvað við eigum að fást við. Ég hef sjálf þurft að vinna í því að stíga út fyrir þægindarammann og grípa nýjar og þar með oftast óþægilegar áskoranir með opnum örmum. Þannig endar maður oft á spennandi stöðum.“

Hér má lesa meira um Samtök iðnaðarins sem eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins um þessar mundir. En áhugasamir um Verk og vit er bent á að sýningin hefst í dag 8. mars og stendur yfir til 11. mars í Laugardagshöll. Sjá heimasíðu Verk og vit hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Retró heimili í Covent Garden

Í gær, 15:00 Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

Í gær, 12:00 Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

Í gær, 09:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

Í gær, 06:00 Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

í fyrradag Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

í fyrradag Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

í fyrradag Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

í fyrradag Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

í fyrradag Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

í fyrradag Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

í fyrradag Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »

Hlébarðamynstur leyfilegt í Hvíta húsinu

16.3. Melania Trump tók á móti forsætisráðherra Írlands í grænum hlébarðamynsturskjól. Pinnahælarnir voru síðan með hefðbundnu snákaskinnsmynstri. Meira »

Fólk í samböndum líklegra til að fitna

16.3. Vísindin hafa staðfest það sem fólk hefur langi haldið, að fólk fitni í samböndum. Þeir einhleypu eru undir meiri pressu að líta vel út. Meira »

Upprunalegt Sigvalda-hús með sögu

16.3. Atriði úr myndinni Undir trénu var tekið upp í garðinum við Hvassaleiti 73. Húsið er merkilegt að því leytinu til að í húsinu er allt upprunalegt. Þetta er því alger veisla fyrir þá sem elska tekk og gamlan tíma. Meira »

Flottari brúnka með Astaxanthin

16.3. „Ef þú ert á leið í sólarfrí á næstunni langar mig að gefa þér gott ráð. Hvort sem þú ætlar að láta geisla sólarinnar verma þig í fáa eða marga daga, er gott að undirbúa húðina sem best. Því er frábært að byrja að taka inn Astaxanthin frá NOW svona þrem til fjórum vikum fyrir brottför og taka það svo inn meðan verið er í sólinni.“ Meira »

Í eins dragt, hvor var flottari?

15.3. Tilda Swinton og Keira Knightley féllu báðar fyrir smóking fyrir konur frá Chanel. Knightley mætti með slaufu en Swinton var frjálslegri eins og hún er vön að vera. Meira »

Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi

16.3. Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi er komið á sölu. Um er að ræða 232 fm einbýli sem byggt var 1950.   Meira »

Áslaug Arna bauð í partí heim til sín

16.3. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða vinum og velunnurum í kokkteilboð heim til sín þar sem hún býr við Stakkholt í Reykjavík. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina og býður Áslaug Arna sig fram sem ritari flokksins. Meira »

Ný Cartier-lína kynnt á rauða dreglinum

16.3. Það var góð stemning í Optical Studio í gær þegar Cartier-lína var kynnt með tískusýningu. Á rauða dreglinum voru hver gleraugun sýnd á fætur öðrum. Meira »

Rún Ingvarsdóttir selur íbúðina

15.3. Rún Ingvarsdóttir hefur sett sína fallegu íbúð við Brávallagötu í Reykjavík á sölu. Rún starfaði á fréttastofu RÚV á árunum frá 2007 til 2016 en þá réð hún sig yfir til Landsbankans. Meira »