„Ég er stolt af því að vera fyrsta kon­an“

Jóhanna Klara í háspennu umhverfi Fljótdalsstöðvar. Hún segir konur eiga ...
Jóhanna Klara í háspennu umhverfi Fljótdalsstöðvar. Hún segir konur eiga erindi inn í byggingariðnaðinn, en greinin hefur í langan tíma verið að kljást við skort af iðnmenntuðu fólki sem og að konur horfi til þess náms. Einkasafn.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir er lögfræðingur að mennt og stýrir mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins. Hún er viðurkenndur stjórnarmaður, með APME í verkefnastjórnum, en vinir hennar lýsa henni sem einstaklega góðri og duglegri manneskju sem hefur óbrennandi áhuga á hönnun og fyndnari en fólk er flest. Við ræddum við hana um Verk og vit, starfið og hvernig það er að vera fyrst kvenna til að stíga inn á þetta svið sem hefur vanalega verið dansgólf strákanna.

Er stolt af því að vera fyrsta konan að leiða mannvirkjasvið SI

„Við lifum sem betur fer á tímum þar sem konur eru að taka að sér ný verkefni og störf og ég er stolt af því að vera fyrsta konan á þessu sviði. Við störfum þó fyrst og fremst sem mjög gott teymi á mannvirkjasviði SI og það hefur verið ánægjuleg upplifun að kynnast öllu því flotta fólki sem starfar í atvinnugreininni.“

En hvaða erindi eiga konur í byggingariðnaðinn að mati Jóhönnu Klöru? 

„Það er gífurlega mikilvægt fyrir atvinnugreinina að laða konur að enda eiga þær þangað fullt erindi. Við eyðum mjög miklum tíma innandyra og vel hönnuð og byggð húsnæði og vinnustaðir skipta því sköpum fyrir velferð okkar allra og vellíðan. Þá hefur þessi iðnaður auk þess áhrif á komandi kynslóðir og ásynd samfélagsins sem við búum í. Auðvitað eiga bæði konur og karlar því að koma að því að þróa og móta byggingariðnaðinn hér á landi.“

Hún segir hlutföll kynjanna hafa breyst meðal hönnuða og ráðgjafa, t.d. hvað varðar arkitekta og ráðgjafarverkfræðinga sem hún telur mjög jákvætt. „Við hefðum þó viljað sjá mun fleiri konur fara í iðnnám af öllum toga sem og taka að sér margvíslegar stjórnunarstöður innan fyrirtækjanna í bygginga- og mannvirkjagerð. Það er mikilvægt að atvinnugreinin sé eins fjölbreytt og hægt er til að koma að nýjum hugmyndum og skoðunum. Við komum vonandi til með að sjá breytingar á þessu.“

Öflugt Verk og vit sýnir gott gengi greinarinnar

Hvernig útskýrir hún Verk og vit?

„Verk og vit er annars vegar sýning fyrir fagaðila innan greinarinnar og hins vegar fyrir almenning sem hefur áhuga á að kynna sér starfsemi hennar. Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því en það á sér stað ör þróun og miklar breytingar í greininni sem mikilvægt er fyrir menn að fylgjast með. Fyrir iðngrein sem hefur því miður verið mjög sveiflukennd þá er sýning sem þessi  líka merki um að vel gengur og að við erum búin að ná okkur aftur af strik.“

Frá sýningunni Verk og vit á síðasta ári.
Frá sýningunni Verk og vit á síðasta ári. mbl.is

Hvert er ykkar hlutverk í viðburðinum?

„Það er m.a. hlutverk samtakanna (Samtök iðnaðarins) að styðja við bakið á viðburðum sem og að auka sýnileika þeirra iðngreina sem við störfum fyrir. Við komum því að sýningunni sem styrkaraðili, tökum þátt á henni og opnun hennar sem og komum að ráðstefnu sýningarinnar sem fer fram á föstudaginn.“

Aðspurð um hvað hún geti sagt mér um tækifærin í byggingariðnaðnum í framtíðinni, spyr hún hvað ég hafi langan tíma. „Það eru mörg tækifæri í þessum geira og við komum til með að sjá miklar breytingar bæði hvað varðar rekstrarumhverfið sem og þær vörur sem við getum hannað, þróað og framleitt. Fólk er t.d. að verða mjög meðvitað um innivist og neytendur munu gera auknar kröfur til bygginga um nákvæmar upplýsingar á rauntíma á borð við líftíma bygginga, hljóðvist, hitastig, raka, loftgæði o.fl. Það eru spennandi tækifæri í því að þróa upplýsingatækni og vélbúnað sem mun mæta þessum þörfum.

Fjórða iðnbyltingin tækifæri

Fjórða iðnbyltingin mun einnig hafa stórkemmtileg og spennandi áhrif á vöruþróun og starfsemi greinarinnar og í raun held ég að við getum ekki gert okkur grein fyrir þeim breytingum sem við stöndum frammi fyrir.“  

Hún segir ekkert leyndarmál að bygginga- og manvirkjagerð sé bæði mannafla- og auðlindafrekur iðnaður auk þess sem að hann framleiðir talsverðan úrgang. „Tækifærin eru því líka fjölmörg þegar kemur að því að auka framleiðni innan greinarinnar, draga úr sóun og losun og finna nýjar leiðir til að auka jákvæð umhverfisáhrif mannvirkjagerðar í heild. Það væri t.d. virkilega spennandi að sjá aukningu í áhuga á nýsköpun á þessu sviði hér á landi. En ég gæti haldið endalaust áfram að tala þegar kemur að tækifærum í greininni,“ segir hún og brosir.

Þegar kemur að helstu áherslumálum greinarinnar segir hún miklar sveiflur hafa einkennt umhverfi iðngreinarinnar í gegnum árin. „Óstöðugt starfsumhvefi er auðvitað ekki gott. Það dregur úr getu manna til að stunda nýsköpun og þróa reksturinn áfram. Það er því mikið hagsmunamál að við reynum að ná stöðugri markaði, þar sem ekki er verið að keyra á on eða off takkanum.

Skortur á konum langvarandi vandamál

Það er auk þess mikil uppsöfnuð þörf á bæði auknu framboði fasteigna sem og uppbyggingu nauðsynlegra innviða og hefur greinin lagt áherslu á mikilvægi þessarar mála. Á sama tíma er mikilvægt fyrir iðnaðinn að  leita og tala fyrir öllum tiltækum leiðum til að lækka byggingarkostnað, auka framleiðni og framleiða þær vörur sem raunverulega er eftirspurn er eftir. Opinberir aðilar þurfa að gera slíkt hið sama meðal annars með einföldun regluverks, rafrænum og hagkvæmari lausnum, einföldun í stjórnsýslunni o.fl.“  

Hún leggur áherslu á að skorturinn á iðnmenntuðu fólki og sérstaklega konum sé auk þess langvarandi og alvarlegt vandamál sem hefur áhrif á iðnaðinn í heild sinni. „Þó svo að geta atvinnugreinarinnar til að mæta aukinni eftirspurn sé vissulega til staðar þá er nýliðun allt of lítil og nánast ekki nein í sumum greinum.“

Hefurðu áhuga á byggingarlist sjálf?

„Já, það hef ég alltaf haft. Það eru því t.d. ákveðin forréttindi að fá að vinna fyrir SAMARK- samtök arkitektastofa þar sem mörkin milli listar og mannvirkjagerðar eru hvað óljósastar. Ég hef oft átt samtöl við ólíklegust aðila sem hafa haft sterkar skoðanir á ákveðnum byggingarframkvæmdum og breytingum á ásynd sem þær hafa í för með sér. Þetta sýnir að mínu mati hvað góður arkitektur getur verið virðisaukandi á marga vegu og haft áhrif á samfélagið sem við lifum og hrærumst í. Þetta varðar okkur öll.

Þakklát fyrir að vinna með hæfileikaríku fólki

Íslenskir arkitektar eru gífurlega hæfileikaríkir og við höfum séð mjög falleg ný og vel unnin verkefni frá þeim á síðustu misserum. Mikilvægi þeirra í virðiskeðjunni þarf því að vera ljóst og ætti greinin að mínu mati að vera stærri útflutningsvara líkt og annað hugvit sem héðan kemur.“

Hvað leiddi þig í þetta starf?

„Þetta er góð spurning sem ég hef stundum velt fyrir mér sjálf en ég er þakkláta fyrir að fá að vinna með hæfileikaríku og skemmtilegu fólki bæði innan samtakanna og meðal félagsmanna.

Það er að mínu mati mikilvægt að við festum okkur ekki í einni hugmynd um hvert við vijum stefna í lífínu eða hvað við eigum að fást við. Ég hef sjálf þurft að vinna í því að stíga út fyrir þægindarammann og grípa nýjar og þar með oftast óþægilegar áskoranir með opnum örmum. Þannig endar maður oft á spennandi stöðum.“

Hér má lesa meira um Samtök iðnaðarins sem eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins um þessar mundir. En áhugasamir um Verk og vit er bent á að sýningin hefst í dag 8. mars og stendur yfir til 11. mars í Laugardagshöll. Sjá heimasíðu Verk og vit hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Eva Laufey segir frá fósturmissinum

11:50 Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir missti fóstur á dögunum. Hún segir að fólk eigi ekki bara að deila gleðistundum á samfélagsmiðlum heldur líka þegar fólk gengur í gegnum erfiðleika. Meira »

Sonja ehf. keypti af Ólafi Stef. og Kristínu

11:00 Ólafur Stefánsson og Kristín Soffía Þorsteinsdóttir settu einbýlishús sitt við Sjafnargötu í Reykjavík á sölu. Húsið seldist í sumar og er kaupandi Sonja ehf. Meira »

Fögnuðu ráðunum hennar Önnu ljósu

10:00 Bókin Fyrstu mánuðirnir – Ráðin hennar Önnu ljósu kom út á dögunum og af því tilefni var fagnað dátt í versluninni Systur & makar við Síðumúla. Höfundar bókarinnar eru hin landsþekkta ljósmóðir Anna Eðvaldsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir blaðamaður. Anna og Sylvía Rut kynntust þegar Anna var heimaljósmóðir Sylvíu Rutar. Meira »

4 ráð til þess að komast í æfingagír

09:07 Samhliða því að byrja að hreyfa sig aftur af krafti er gott að taka mataræðið föstum tökum. Hreinsaðu til í skápunum, forðastu sykur, skyndibita og unnar vörur. Borðaðu hreina fæðu, vel af ávöxtum og grænmeti. Meira »

Færri konur stunda kynlíf á morgnana

06:00 Í nýrri könnun sögðust 63 prósent kvenna ekki stunda kynlíf á morgnana. Aðeins 37 prósent karlmanna sögðust ekki stunda kynlíf á morgnana. Meira »

Kulnun – hvað er til ráða?

Í gær, 22:00 Hvað er það í okkar þjóðfélagi sem veldur því að fólk veikist vegna svokallaðrar kulnunar? Er það eðlilegt að sjúkrasjóðir séu að nálgast þolmörk vegna kulnunar starfsstétta eða stefni í þrot eins og sjúkrasjóður Kennarasambandsins? Meira »

5 óvæntar fæðutegundir sem minnka bjúg

Í gær, 18:00 Ertu uppblásin/n eftir sumarið og langar til að komast á rétt ról? Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera skaltu halda áfram að lesa. Meira »

Kylie í fyrsta skipti á forsíðu Vogue

Í gær, 17:04 Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ástralska Vogue í september. Kendall Jenner, systir hennar, tók viðtalið og spjalla þær um móðurhlutverkið og snyrtivöruheiminn. Meira »

Vertu eins og Laura Palmer í vetur

Í gær, 15:00 Studiolína H&M; er innblásin af sjónvarpsþáttunum Twin Peaks. Sjúk næntís-áhrif einkenna línuna.  Meira »

Ásgeir Kolbeins elskar bleikt súkkulaði

í gær Harpan var full af súkkulaðielskendum á dögunum þegar bleikt súkkulaði frá Nóa Síríus var kynnt. Ásgeir Kolbeins lét sig ekki vanta enda mikill smekkmaður. Meira »

Saga Garðars og Snorri orðin hjón

í gær Leikkonan Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason tónlistarmaður gengu í hjónaband á Suðureyri um helgina. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona gaf þau saman. Meira »

Þarftu að fara í afvötnun?

í gær Þegar einn súkkulaðibiti kallar á þann næsta og þú hefur ekki stjórn á því sem þú borðar gæti lausnin fyrir þig verið að fara í afvötnun frá sykri og sterkju. MFM-miðstöðin gæti verið með lausnina fyrir þig. Meira »

„Crazy Rich“-kjólar í Hollywood

í fyrradag Frumsýning kvikmyndarinnar „Crazy Rich Asians“ var full af „Crazy Rich“-kjólum í Hollywood á dögunum. Kvikmyndin verður frumsýnd í Sambíó föstudaginn 24. ágúst næstkomandi og er beðið eftir henni með spenningi. Meira »

23 ráð til að hreyfa þig meira daglega

í fyrradag Það er ekki gott fyrir heilsuna að sitja löngum stundum. Til þess að vinna gegn kyrrsetunni er ráðið að finna leiðir til að hreyfa þig meira í gegnum daginn. Meira »

Það sem lætur hjartað þitt syngja

í fyrradag „Gerðu það sem lætur hjartað þitt syngja. Ekki starfa til að búa til pening. Starfaðu til að dreifa ást út í umhverfið. Finndu út hvað þú myndir gera ef þú ættir alla penininga í heiminum og starfaðu við það. Þú ert með svörin innra með þér.“ Meira »

Hvað einkennir fatnað sem klæðir mig?

í fyrradag Margar konur eru góðar í að finna sinn eigin stíl og varpa þannig inn í samfélagið skemmtilegum skilaboðum um hverjar þær eru og hvert þær eru að fara. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga fyrir þær sem eru að byrja að móta stílinn. Meira »

Kærastan vill ekki tala um fortíðina

19.8. „Fyrir nokkrum vikum komst ég að því að hún hafði verið svolítið svöl í sínum samskiptum við hitt kynið því ég þekki einn sem hafði sent henni póst um kvöld í gegnum Tinder. Þau höfðu aldrei hitt hvort annað og hún svaraði honum að koma heim til hennar strax.“ Meira »

Jógakennari Paltrow kennir Íslendingum

19.8. Baron Baptiste er heimsþekktur jógakennari sem hefur unnið meðal annars með Gwyneth Paltrow. Hann hefur gefið út fimm bækur og verið tilnefndur á „best sellers list“ hjá New York Times. Hann var staddur á Íslandi á dögunum að taka þátt í opnun nýrrar jógastöðvar Iceland Power Yoga. Meira »

Vissir þú að það eru til 9 tegundir af húmor?

18.8. Ef þú spyrð fólk hverju það er að leita eftir þegar kemur að maka þá er líklegt að fólk setji góðan húmor ofarlega á listann sinn. En hver getur sagt að sérstök tegund af húmor sé betri en annar? Meira »

Vogue hættir að ráða fyrirsætur yngri en 18 ára

18.8. Tískutímaritið Vogue hefur gefið út að það ætli að hætta að ráða fyrirsætur sem eru yngri en 18 ára í myndatökur fyrir tímarit þeirra. Meira »

Hélt upp á 46 ára afmælið á ströndinni

18.8. Leikkonan Angie Harmon varð 46 ára í vikunni. Hún hélt upp á afmælið í sundfatnaði sem virðist vera það nýjasta á meðal hinna frægu í dag. Meira »