Ofurhetja í öryggismálum

Konurnar að baki ráðstefnunni. Paula Januszkiewicz, sem þykir ofurhetja í …
Konurnar að baki ráðstefnunni. Paula Januszkiewicz, sem þykir ofurhetja í öryggismálum, Inga Steinunn Björgvinsdóttir frá Promennt, Sigurlaug Sturlaugsdóttir frá Origo, Sine Daugaared frá Also, Bernice Barrios frá Origo, Helga Dögg Björgvinsdóttir frá Microsoft og Ragnhildur Ágústsdóttir frá Microsoft.

Microsoft á Íslandi, Origo og Promennt stóðu fyrir tækniráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica á föstudag þar sem umræðuefnið var persónuverndar- og öryggismál. Eingöngu konur héldu fyrirlestur á ráðstefnunni en jafnframt voru skipuleggjendur viðburðarins eingöngu konur. Aðeins einn karl kom að dagskrá ráðstefnunnar, en hann var fundarstjóri. Þessi kvenlægi kynjahalli vakti nokkra athygli en lengi hefur hallað á hlut kvenna í tæknigeiranum. Þótti þetta einkar viðeigandi í ljósi þess að alþjóðlegur baráttudagur kvenna var daginn fyrir ráðstefnuna. 

Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, var eini karlmaðurinn …
Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, var eini karlmaðurinn sem kom að dagskrá ráðstefnunnar en hann stýrði fundinum af röggsemi.

Það var þó tilviljun að konur skyldu vera í öllum lykilhlutverkum þegar þessi þrjú fyrirtæki lögðu á ráðin með sameiginlega ráðstefnu og leituðu eftir bestu sérfræðingum á þessu sviði. Það er því von fyrirtækjanna þriggja að það sé merki um framþróun í jafnréttismálum í tæknigeiranum.

Tilefni ráðstefnunnar er ný evrópsk persónuverndarlöggjöf (eða GDPR á ensku) sem tekur gildi eftir fáeinar vikur og mun kalla á gífurlegar breytingar á því hvernig stór og smá fyrirtæki meðhöndla persónuleg gögn viðskiptavina sinna. Á ráðstefnunni steig á stokk hin Harvard-menntaða Paula Januszkiewicz sem er einn virtasti sérfræðingur á þessu sviði. Paula hefur ítrekað verið útnefnd sem áhugaverðasti fyrirlesarinn á alþjóðlegum ráðstefnum s.s. Microsoft Ignite og er nú í lokaúrtaki sem viðskiptakona ársins í heimalandi sínu, Póllandi. 

Fjölmenni sótti ráðstefnuna þar sem rætt var um öryggismál í …
Fjölmenni sótti ráðstefnuna þar sem rætt var um öryggismál í upplýsingatækni.

„Paula, sem var aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, er einn virtasti og eftirsóttasti fyrirlesari í tækniheiminum í dag. Hún hefur þann frábæra eiginleika að ná bæði til stjórnenda og tæknifólks og því virkilega skemmtilegt að fá ofurhetju í öryggismálum hingað til lands til að fjalla um þessi mál,“ segir Berenice Barrios, vörustjóri hjá Origo, einn skipuleggjenda.

Paula Januszkiewicz er eftirsóttur fyrirlesari í tækniheiminum.
Paula Januszkiewicz er eftirsóttur fyrirlesari í tækniheiminum.

Góður rómur var gerður að frammistöðu Paulu á föstudaginn en hún á einkar auðvelt með að setja flókin tæknileg mál í samhengi sem flestir skilja. Að lokinni ráðstefnu voru gestir sammála um að þeir færu inn í helgina vel nestaðir í þá vegferð sem fram undan er í að uppfylla skilyrði nýrrar evrópskrar reglugerðar um persónuverndarmál. Reglugerðin tekur gildi 25. maí næstkomandi og öryggis- og persónuverndarmál því að ná hámæli í íslensku atvinnulífi um þessar mundir.

Sine Daugaard frá Also kynnti tæknilausnir sem geta leyst mörg …
Sine Daugaard frá Also kynnti tæknilausnir sem geta leyst mörg þeirra álitaefna sem upp koma í tengslum við GDPR.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál