H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

Vörur í línunni eru með skemmtilegum mynstrum.
Vörur í línunni eru með skemmtilegum mynstrum. Ljósmynd/HM

Ný undirfatalína frá H&M x Love Stories er væntanleg í verslanir í ágúst. Þetta er í fyrsta skipti sem H&M fer í samstarf við á hönnun undirfatalínu. Samstarfsaðilinn, Love Stories, var stofnað í Amsterdam árið 2013 af Marloes Hoedeman. Hönnun Hoedeman er þekkt fyrir litrík mynstur, blöndu af ólíkum stílum og þægindi. 

„Undirfatnaður hefur alltaf verið mikilvægur hluti af tískunni. Með þessu samstarfi viljum við sýna að þrátt fyrir að undirföt sjáist ekki alla jafna, fela þau í sér jafnmikla tjáningu og stíl og þau klæði sem maður ber utan á sér. Því fannst okkur Love Stories passa fullkomlega við okkur. Við höfum lengi dáðst að Marloes fyrir drifkraftinn og auðvitað hönnun hennar. Það gleður okkur því mikið að fá að taka þátt í þessu samstarfsverkefni,“ segir Pernilla Wohlfart, yfirhönnuður H&M.

Línan mun samanstanda af brjóstahöldurum, þvengjum og nærbuxum, náttfötum, augnmaska, sokkum og sérstökum geymslupoka úr blúndu, satíni og pólíamíði. Líkt og Hoedeman er þekktur fyrir má sjá ólíkum efnum blandað saman. Vörur línunnar verða í litunum rykbleikum, svörtum og ólífugrænum. 

Ljósmynd/HM
Ljósmynd/HM
Ljósmynd/HM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál