Bestu bækurnar til að lesa í sumar

mbl.is/Leah Kelley/Pexels

Það er gaman að gleyma sér í góðri bók, tölum nú ekki um þegar veðrið er leiðinlegt eða sólarstundirnar eru fáar. Women's Health hefur tekið saman ellefu bækur sem tilvalið er að lesa í sumar. Flestar þeirra fást á Amazon, bæði kiljur og rafbækur. 

The Favorite Sister eftir Jessica Knoll

Bókin fjallar um nokkrar farsælar konur sem taka þátt í raunveruleikaþætti. Ein kvennanna lætur lífið og við hoppum aftur í tímann til að fylgjast með hvað leiddi að því að hún dó. 

The Completionist eftir Jobhan Adcock

Þessi vísindaskáldsaga gerist í dystópískum heimi þar sem ófrjósemi er staðall og ríkið fylgist með öllum óléttum konum. Ung kona aðstoðar bróður sinn í að finna týnda systur þeirra og finna út hvað kom fyrir hana. 

The Perfect Couple eftir Elin Hilderbrand

Stuttu fyrir brúðkaup ársins finnst brúðarmærin látin og víðtæk rannsókn á andlátinu hefst.

When Life Gives You Lululemons eftir Lauren Weisberger

Weisberger hefur áður gefið út bókina The Devil Wears Prada sem samnefnd kvikmynd er byggð á. Bókin er framhald um persónu úr The Devil Wears Prada, Emily Charlton, sem býr núna í úthverfunum og vinnur við það að breyta ímynd fólks. 

All We Ever Wanted eftir Emily Giffin 

Færsla á samfélagsmiðlum frá ríkum unglingsstrák hefur mikil áhrif á tvær fjölskyldur og samfélagið tvístrast. 

The Female Persuasion eftir Meg Wolitzer

Femínismi þýðir mismunandi hluti fyrir mismunandi kynslóðir. Í þessari bók er tekið á femínisma og kynslóðabilinu og hvað hann þýðir fyrir konur af mismunandi kynslóðum. Ung kona í háskóla hittir konu sem leiddi kvennahreyfingu á sínum árum og veltir fyrir sér hverju hún vill áorka í lífinu. 

Góður kaffibolli og góð bók klikkar ekki.
Góður kaffibolli og góð bók klikkar ekki. mbl.is/Pexels

The Mars Room eftir Rachel Kushner

Ef þú hefur horft á Netflix-þættina Orange Is The New Black á þér eftir að þóknast þessi bók. Romy Hall hefur fengið fangelsisdóm upp á tvær lífstíðir. Inni í fangelsinu saknar hún sonar síns Jackson. 

Surprise Me eftir Sophie Kinsella

Sophie Kinsella er einn vinsælasti höfundurinn í  „chick-lit“bókaheiminum. Surprise Me er nýjasta bók höfundarins. Hún fjallar um hamingjusamt par, Sylvie og Dan, sem reyna að halda neistanum í sambandinu með því að koma hvort öðru á óvart með gjöfum, ferðlögum og stefnumótum. Þegar ein af þessum óvæntu uppákomum kemur þeim virkilega á óvart velta þau fyrir sér hversu vel þau þekkja hvort annað. 

The Death of Mrs. Westaway eftir Ruth Ware

Sagan byrjar þegar Hal fær bréf þess efnis að hún hafi erft nokkuð háa upphæð frá látnum ættingja. Bréfið var ekki ætlað henni en Hal ákveður að reyna að fá peninginn þrátt fyrir það. Þegar hún kemur til jarðarfararinnar áttar hún sig á því að ekki er allt með felldu. 

When Katie Met Cassidy eftir Camille Perri

Katie er ung stúlka frá Kentucky sem var nýlega sagt upp af unnusta sínum þegar hún hittir hina kynþokkafullu og sjálfsöruggu Cassidy. Þær laðast hvor að annarri og Katie fer að velta fyrir sér kynhneigð sinni og hvað það þýðir að vera ástfangin. 

A Place for Us eftir Fatima Farheen Mirza

Í brúðkaupi kemur stórfjölskyldan saman í fyrsta skipti í langan tíma. Sagan fjallar um indverska múslimska fjölskyldu þar sem hluti af fjölskyldunni hefur flutt til Bandaríkjanna. Það neyðir fyrstu kynslóð bandarískra innflytjenda til að meta gildi sín sem stríða gegn trúnni og spyrja sig af hverju sonurinn Amir var skilinn eftir heima fyrir nokkrum árum. Þetta er falleg saga sem skoðar þau bönd sem fjölskyldur bindast. 

mbl.is

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

06:00 Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

Í gær, 23:59 Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

Í gær, 21:00 Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

Í gær, 18:00 Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

Í gær, 15:00 Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

Í gær, 12:00 Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

Í gær, 09:00 Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

í gær Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

í fyrradag „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

í fyrradag Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

í fyrradag Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

í fyrradag Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

í fyrradag María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

í fyrradag Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »

Góð ráð áður en þú hittir tengdó

19.7. Það getur verið pínleg kvöldstund að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti. Hér eru nokkur góð ráð til að koma sem best fram. Meira »

Hræðileg kynlífsóhöpp sem enduðu illa

18.7. Það endar ekki allt kynlíf með værum svefni en sumir enda hreinlega uppi á spítala eftir óheppileg atvik í kynlífinu.  Meira »

Þorvaldur Davíð til Oxford

18.7. Þorvaldur Davíð hefur ákveðið að taka tilboði um að stunda MBA-nám við Oxford-háskóla í vetur. Hann dregur því til baka umsókn sína um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði og segir okkur meira um málið. Meira »

Segir hollt mataræði fela átröskun

18.7. Nigella Lawson segir það fara eftir því hvað er í tísku hvað teljist hollt. Að hennar mati er hollt mataræði ekki alltaf af því góða. Meira »

Er Gabbana að missa vitið?

18.7. Enn og aftur kemur Stefano Gabbana fram í sviðsljósið með taktlausa hegðun sem ekki hefur sést áður á sviði tísku og hönnunar. Hann gerir grín að eigin herferð. Meira »

Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

18.7. Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig 6. október. Tónleikar tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar í Kaplakrika settu óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu. Meira »

Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

18.7. Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut enda aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Meira »