Bestu bækurnar til að lesa í sumar

mbl.is/Leah Kelley/Pexels

Það er gaman að gleyma sér í góðri bók, tölum nú ekki um þegar veðrið er leiðinlegt eða sólarstundirnar eru fáar. Women's Health hefur tekið saman ellefu bækur sem tilvalið er að lesa í sumar. Flestar þeirra fást á Amazon, bæði kiljur og rafbækur. 

The Favorite Sister eftir Jessica Knoll

Bókin fjallar um nokkrar farsælar konur sem taka þátt í raunveruleikaþætti. Ein kvennanna lætur lífið og við hoppum aftur í tímann til að fylgjast með hvað leiddi að því að hún dó. 

The Completionist eftir Jobhan Adcock

Þessi vísindaskáldsaga gerist í dystópískum heimi þar sem ófrjósemi er staðall og ríkið fylgist með öllum óléttum konum. Ung kona aðstoðar bróður sinn í að finna týnda systur þeirra og finna út hvað kom fyrir hana. 

The Perfect Couple eftir Elin Hilderbrand

Stuttu fyrir brúðkaup ársins finnst brúðarmærin látin og víðtæk rannsókn á andlátinu hefst.

When Life Gives You Lululemons eftir Lauren Weisberger

Weisberger hefur áður gefið út bókina The Devil Wears Prada sem samnefnd kvikmynd er byggð á. Bókin er framhald um persónu úr The Devil Wears Prada, Emily Charlton, sem býr núna í úthverfunum og vinnur við það að breyta ímynd fólks. 

All We Ever Wanted eftir Emily Giffin 

Færsla á samfélagsmiðlum frá ríkum unglingsstrák hefur mikil áhrif á tvær fjölskyldur og samfélagið tvístrast. 

The Female Persuasion eftir Meg Wolitzer

Femínismi þýðir mismunandi hluti fyrir mismunandi kynslóðir. Í þessari bók er tekið á femínisma og kynslóðabilinu og hvað hann þýðir fyrir konur af mismunandi kynslóðum. Ung kona í háskóla hittir konu sem leiddi kvennahreyfingu á sínum árum og veltir fyrir sér hverju hún vill áorka í lífinu. 

Góður kaffibolli og góð bók klikkar ekki.
Góður kaffibolli og góð bók klikkar ekki. mbl.is/Pexels

The Mars Room eftir Rachel Kushner

Ef þú hefur horft á Netflix-þættina Orange Is The New Black á þér eftir að þóknast þessi bók. Romy Hall hefur fengið fangelsisdóm upp á tvær lífstíðir. Inni í fangelsinu saknar hún sonar síns Jackson. 

Surprise Me eftir Sophie Kinsella

Sophie Kinsella er einn vinsælasti höfundurinn í  „chick-lit“bókaheiminum. Surprise Me er nýjasta bók höfundarins. Hún fjallar um hamingjusamt par, Sylvie og Dan, sem reyna að halda neistanum í sambandinu með því að koma hvort öðru á óvart með gjöfum, ferðlögum og stefnumótum. Þegar ein af þessum óvæntu uppákomum kemur þeim virkilega á óvart velta þau fyrir sér hversu vel þau þekkja hvort annað. 

The Death of Mrs. Westaway eftir Ruth Ware

Sagan byrjar þegar Hal fær bréf þess efnis að hún hafi erft nokkuð háa upphæð frá látnum ættingja. Bréfið var ekki ætlað henni en Hal ákveður að reyna að fá peninginn þrátt fyrir það. Þegar hún kemur til jarðarfararinnar áttar hún sig á því að ekki er allt með felldu. 

When Katie Met Cassidy eftir Camille Perri

Katie er ung stúlka frá Kentucky sem var nýlega sagt upp af unnusta sínum þegar hún hittir hina kynþokkafullu og sjálfsöruggu Cassidy. Þær laðast hvor að annarri og Katie fer að velta fyrir sér kynhneigð sinni og hvað það þýðir að vera ástfangin. 

A Place for Us eftir Fatima Farheen Mirza

Í brúðkaupi kemur stórfjölskyldan saman í fyrsta skipti í langan tíma. Sagan fjallar um indverska múslimska fjölskyldu þar sem hluti af fjölskyldunni hefur flutt til Bandaríkjanna. Það neyðir fyrstu kynslóð bandarískra innflytjenda til að meta gildi sín sem stríða gegn trúnni og spyrja sig af hverju sonurinn Amir var skilinn eftir heima fyrir nokkrum árum. Þetta er falleg saga sem skoðar þau bönd sem fjölskyldur bindast. 

mbl.is

Endalausir möguleikar með einni pallettu

16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í gær Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í gær Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í gær Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í fyrradag Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »