Bestu bækurnar til að lesa í sumar

mbl.is/Leah Kelley/Pexels

Það er gaman að gleyma sér í góðri bók, tölum nú ekki um þegar veðrið er leiðinlegt eða sólarstundirnar eru fáar. Women's Health hefur tekið saman ellefu bækur sem tilvalið er að lesa í sumar. Flestar þeirra fást á Amazon, bæði kiljur og rafbækur. 

The Favorite Sister eftir Jessica Knoll

Bókin fjallar um nokkrar farsælar konur sem taka þátt í raunveruleikaþætti. Ein kvennanna lætur lífið og við hoppum aftur í tímann til að fylgjast með hvað leiddi að því að hún dó. 

The Completionist eftir Jobhan Adcock

Þessi vísindaskáldsaga gerist í dystópískum heimi þar sem ófrjósemi er staðall og ríkið fylgist með öllum óléttum konum. Ung kona aðstoðar bróður sinn í að finna týnda systur þeirra og finna út hvað kom fyrir hana. 

The Perfect Couple eftir Elin Hilderbrand

Stuttu fyrir brúðkaup ársins finnst brúðarmærin látin og víðtæk rannsókn á andlátinu hefst.

When Life Gives You Lululemons eftir Lauren Weisberger

Weisberger hefur áður gefið út bókina The Devil Wears Prada sem samnefnd kvikmynd er byggð á. Bókin er framhald um persónu úr The Devil Wears Prada, Emily Charlton, sem býr núna í úthverfunum og vinnur við það að breyta ímynd fólks. 

All We Ever Wanted eftir Emily Giffin 

Færsla á samfélagsmiðlum frá ríkum unglingsstrák hefur mikil áhrif á tvær fjölskyldur og samfélagið tvístrast. 

The Female Persuasion eftir Meg Wolitzer

Femínismi þýðir mismunandi hluti fyrir mismunandi kynslóðir. Í þessari bók er tekið á femínisma og kynslóðabilinu og hvað hann þýðir fyrir konur af mismunandi kynslóðum. Ung kona í háskóla hittir konu sem leiddi kvennahreyfingu á sínum árum og veltir fyrir sér hverju hún vill áorka í lífinu. 

Góður kaffibolli og góð bók klikkar ekki.
Góður kaffibolli og góð bók klikkar ekki. mbl.is/Pexels

The Mars Room eftir Rachel Kushner

Ef þú hefur horft á Netflix-þættina Orange Is The New Black á þér eftir að þóknast þessi bók. Romy Hall hefur fengið fangelsisdóm upp á tvær lífstíðir. Inni í fangelsinu saknar hún sonar síns Jackson. 

Surprise Me eftir Sophie Kinsella

Sophie Kinsella er einn vinsælasti höfundurinn í  „chick-lit“bókaheiminum. Surprise Me er nýjasta bók höfundarins. Hún fjallar um hamingjusamt par, Sylvie og Dan, sem reyna að halda neistanum í sambandinu með því að koma hvort öðru á óvart með gjöfum, ferðlögum og stefnumótum. Þegar ein af þessum óvæntu uppákomum kemur þeim virkilega á óvart velta þau fyrir sér hversu vel þau þekkja hvort annað. 

The Death of Mrs. Westaway eftir Ruth Ware

Sagan byrjar þegar Hal fær bréf þess efnis að hún hafi erft nokkuð háa upphæð frá látnum ættingja. Bréfið var ekki ætlað henni en Hal ákveður að reyna að fá peninginn þrátt fyrir það. Þegar hún kemur til jarðarfararinnar áttar hún sig á því að ekki er allt með felldu. 

When Katie Met Cassidy eftir Camille Perri

Katie er ung stúlka frá Kentucky sem var nýlega sagt upp af unnusta sínum þegar hún hittir hina kynþokkafullu og sjálfsöruggu Cassidy. Þær laðast hvor að annarri og Katie fer að velta fyrir sér kynhneigð sinni og hvað það þýðir að vera ástfangin. 

A Place for Us eftir Fatima Farheen Mirza

Í brúðkaupi kemur stórfjölskyldan saman í fyrsta skipti í langan tíma. Sagan fjallar um indverska múslimska fjölskyldu þar sem hluti af fjölskyldunni hefur flutt til Bandaríkjanna. Það neyðir fyrstu kynslóð bandarískra innflytjenda til að meta gildi sín sem stríða gegn trúnni og spyrja sig af hverju sonurinn Amir var skilinn eftir heima fyrir nokkrum árum. Þetta er falleg saga sem skoðar þau bönd sem fjölskyldur bindast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál