Bestu bækurnar til að lesa í sumar

mbl.is/Leah Kelley/Pexels

Það er gaman að gleyma sér í góðri bók, tölum nú ekki um þegar veðrið er leiðinlegt eða sólarstundirnar eru fáar. Women's Health hefur tekið saman ellefu bækur sem tilvalið er að lesa í sumar. Flestar þeirra fást á Amazon, bæði kiljur og rafbækur. 

The Favorite Sister eftir Jessica Knoll

Bókin fjallar um nokkrar farsælar konur sem taka þátt í raunveruleikaþætti. Ein kvennanna lætur lífið og við hoppum aftur í tímann til að fylgjast með hvað leiddi að því að hún dó. 

The Completionist eftir Jobhan Adcock

Þessi vísindaskáldsaga gerist í dystópískum heimi þar sem ófrjósemi er staðall og ríkið fylgist með öllum óléttum konum. Ung kona aðstoðar bróður sinn í að finna týnda systur þeirra og finna út hvað kom fyrir hana. 

The Perfect Couple eftir Elin Hilderbrand

Stuttu fyrir brúðkaup ársins finnst brúðarmærin látin og víðtæk rannsókn á andlátinu hefst.

When Life Gives You Lululemons eftir Lauren Weisberger

Weisberger hefur áður gefið út bókina The Devil Wears Prada sem samnefnd kvikmynd er byggð á. Bókin er framhald um persónu úr The Devil Wears Prada, Emily Charlton, sem býr núna í úthverfunum og vinnur við það að breyta ímynd fólks. 

All We Ever Wanted eftir Emily Giffin 

Færsla á samfélagsmiðlum frá ríkum unglingsstrák hefur mikil áhrif á tvær fjölskyldur og samfélagið tvístrast. 

The Female Persuasion eftir Meg Wolitzer

Femínismi þýðir mismunandi hluti fyrir mismunandi kynslóðir. Í þessari bók er tekið á femínisma og kynslóðabilinu og hvað hann þýðir fyrir konur af mismunandi kynslóðum. Ung kona í háskóla hittir konu sem leiddi kvennahreyfingu á sínum árum og veltir fyrir sér hverju hún vill áorka í lífinu. 

Góður kaffibolli og góð bók klikkar ekki.
Góður kaffibolli og góð bók klikkar ekki. mbl.is/Pexels

The Mars Room eftir Rachel Kushner

Ef þú hefur horft á Netflix-þættina Orange Is The New Black á þér eftir að þóknast þessi bók. Romy Hall hefur fengið fangelsisdóm upp á tvær lífstíðir. Inni í fangelsinu saknar hún sonar síns Jackson. 

Surprise Me eftir Sophie Kinsella

Sophie Kinsella er einn vinsælasti höfundurinn í  „chick-lit“bókaheiminum. Surprise Me er nýjasta bók höfundarins. Hún fjallar um hamingjusamt par, Sylvie og Dan, sem reyna að halda neistanum í sambandinu með því að koma hvort öðru á óvart með gjöfum, ferðlögum og stefnumótum. Þegar ein af þessum óvæntu uppákomum kemur þeim virkilega á óvart velta þau fyrir sér hversu vel þau þekkja hvort annað. 

The Death of Mrs. Westaway eftir Ruth Ware

Sagan byrjar þegar Hal fær bréf þess efnis að hún hafi erft nokkuð háa upphæð frá látnum ættingja. Bréfið var ekki ætlað henni en Hal ákveður að reyna að fá peninginn þrátt fyrir það. Þegar hún kemur til jarðarfararinnar áttar hún sig á því að ekki er allt með felldu. 

When Katie Met Cassidy eftir Camille Perri

Katie er ung stúlka frá Kentucky sem var nýlega sagt upp af unnusta sínum þegar hún hittir hina kynþokkafullu og sjálfsöruggu Cassidy. Þær laðast hvor að annarri og Katie fer að velta fyrir sér kynhneigð sinni og hvað það þýðir að vera ástfangin. 

A Place for Us eftir Fatima Farheen Mirza

Í brúðkaupi kemur stórfjölskyldan saman í fyrsta skipti í langan tíma. Sagan fjallar um indverska múslimska fjölskyldu þar sem hluti af fjölskyldunni hefur flutt til Bandaríkjanna. Það neyðir fyrstu kynslóð bandarískra innflytjenda til að meta gildi sín sem stríða gegn trúnni og spyrja sig af hverju sonurinn Amir var skilinn eftir heima fyrir nokkrum árum. Þetta er falleg saga sem skoðar þau bönd sem fjölskyldur bindast. 

mbl.is

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

Í gær, 10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

Í gær, 06:00 Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í fyrradag „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

í fyrradag Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »