Er ég góð systir?

Góðar systur elska hvor aðra þannig að þær búa til …
Góðar systur elska hvor aðra þannig að þær búa til rými fyrir hvor aðra, svo þær geti vaxið og dafnað á sínum lifsvegi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir: „Velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir.“ Röddin sem hvíslar: „Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald.“

Það þarf mikla auðmýkt og skilning til að geta tekist á við verkefni lífsins. Ef ég vil búa til rými fyrir aðrar konur að takast á við lífið eftir besta mætti, hvað þarf ég þá að gera? Hvernig systir vil ég vera fyrir kynsystur mínar? Hvað þýðir það þegar ég samgleðst með systrum mínum? Hvað þýðir það raunverulega þegar ég dæmi?

Stóra spurningin er nefnilega sú: Hvernig get ég átt í heilögu sambandi við systur mínar í þessu lífi?

Eitt af því sem mig langar að setja út í umhverfið í upphafi þessarar greinar,  er sú skoðun mín að það sem við dæmum í systrum okkar, er eitthvað sem við neitum okkur sjálfum um.

Sem dæmi: Ef ég horfi á kynsystur mína sem á pening og dæmi hana fyrir hvað hún á og hvernig hún fer með peningana sína, þá er ég undir yfirborðinu að neita mér um það að eignast pening sjálf. Margar af þeim hugsunum sem við hugsum á yfirborðinu, eiga sér að mínu mati djúpar rætur í annað hvort æsku okkar eða fjölskyldusögu.

Hvað ef allt sem við dæmum í öðrum er blekking? Hvað ef í enda dagsins það snúi dómgreind okkar ávalt að okkur sjálfum?

Hvað ef sannleikurinn er sá að það er nóg til í heiminum fyrir mig og systur mínar? Hvernig verður líf mitt öðruvísi ef ég byrja að skoða aðrar konur út frá ást en ekki skorti af ást? 

Hvað ef ég byrja að halda rými fyrir aðra, til að halda rými fyrir mig. Hvernig líður mér þegar þessu plássi er haldið fyrir mig af mínum eldri systrum? 

Ég þekki af eigin reynslu, þegar konur hafa haldið rými opnu fyrir mig. Sett utan um mig varnarvegg þegar ég hef þurft á því að halda. Þegar ég hef fengið að stíga á herðar eldri systra minna, sem hefur gerst oftar en einu sinni í mínu lífi. 

Ég finn að þetta rými myndast í kringum mig þegar ég lendi í verkefnum sem fá mig til að falla á hnén og tárin byrja að spretta fram og ég finn þessa tilfinningu um að ég sé vanmáttug. Þá er allt það sem ég kann að gera í lífinu ekki að virka. Það er þá sem ég verð vanlega fús að hringja í mínar systur og biðja um aðstoð.

Í slíkum samtölum fæ ég að heyra: „Systir! Þakkaðu fyrir það sem þú ert að lenda í. Stattu í ljósinu og traustinu og mundu að dagurinn í dag er nákvæmlega eins og hann á að vera. Ef þú hefur áhyggjur af því að þú sért að missa eitthvað máttu vera viss um að ef þú setur ást inn í hugmyndina, stendur í ljósinu og traustinu þá muntu sjá að þó þessi gluggi hafi lokast, þá er heil hurð að fara að opnast!“

Systur sem halda rými fyrir hvor aðra, leyfa öðrum konum að reka sig á og styðja við þær þegar þær eru tilbúnar til að vakna til lífsins, eru góðar systur að mínu mati.

Systur sem geta horft á aðrar systur og mætt þeim þar sem þær eru, eru jafnframt góðar systur að mínu mati. 

Þessar eldri systur koma á öllum aldri inn í mitt líf, sumar eru yngri en ég en hafa verið vakandi lengur, aðrar eru eldri. Þetta eru konur sem standa í ljósinu og traustinu og hafa heilað og grætt sín gömlu sár með aðstoð eldri systra. Konur sem líta á ör eftir sár sín sem styrkleikamerki en ekki veikleika merki. Konur sem taka ekki öðrum persónulega, heldur horfa á samskipti sín við aðra sem tækifæri til að læra nýja hluti um sjálfa sig. Þetta eru konur sem líta á eitt af verkefnum sínum á jörðinni að vera sterkar fyrir hvor aðra. 

Ef ég er ekki frjáls fyrir systur minni, þá hef ég tækifæri til að skoða, hvað hefur hún sem ég hef ekki? Hvar þarf ég að samþykkja og heila í mér, til að geta samgleðst henni? Hvað á hún sem mig langar að eiga? 

Ég vona svo sannarlega að ég geti verið þannig kona. Að ég geti veitt öðrum systrum öxl að standa á, líkt og mínar eldri systur gerðu þegar ég þurfti á því að halda. Megi sterkt systranet halda áfram að vaxa og dafna, dætrum okkar og konum á öllum aldri til heilla. Ást er það eina sem er raunverulegt í þessu lífi. Allt annað er blekking!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál