Nær honum ekki upp í „swingi“

Hjónin stunda „swing“.
Hjónin stunda „swing“. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég og konan mín erum búin að vera gift í 28 ár. Við eigum tvö fullorðin börn og eru erum núna bara tvö á heimilinu. Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð að „swinga“. Það er nýtt og spennandi og þótt við njótum þess þá þýðir frammistöðukvíði að ég á erfitt með að ná honum upp. Hvað get ég gert?“ skrifaði giftur maður og leitaði ráða hjá Pamelu Stephensen Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn minnir manninn á að hann sé ekki vélmenni og það sé aldrei hægt að treysta á menn haldi reisn, hver sem aðstaðan er. 

„Stinningarvandamál geta jafnvel komið upp í afslöppuðum og kunnuglegum samförum með maka til langs tíma, svo það kemur varla á óvart að þú upplifir þetta í krefjandi aðstæðum. Jafnvel þótt þér finnist sving vera spennandi tekur það oft tíma að aðlagast þessum félagslega öðruvísi kynlífsstíl. Þú krefst of mikils af sjálfum þér, að búast við að þú haldir alltaf reisn með ókunnugu fólki er einfaldlega óraunsætt. Margt getur truflað og meðal þess eru nokkur atriði sem tengjast nýja lífstíl þínum eins og að vera annars hugar, kvíðinn, hræddur, komast í keppnisskap eða afbrýðisemi. 

Það væri best að horfast í augu við það að þú verður ekki alltaf tilbúinn í samfarir, jafnvel þó svo þú viljir það, og það er allt í lagi. Sefaðu frammistöðukvíðann með því að byggja upp sjálfstraust og færni í kynlífi án samfara, sem krefst ekki stinningar, eins og að snerta á kynferðislegan hátt og í munnmökum. Að læra að vera áhyggjulaus og þiggja slíka örvun sjálfur. Allajafna reyndu að hægja á og leyfa stinningarferlinu að taka sinn tíma,“ segir ráðgjafinn. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál