Fáðu meira út úr hundastellingunni

Hundastellingin er ein sú vinsælasta.
Hundastellingin er ein sú vinsælasta. mbl.is/Thinkstockphotos

Ein vinsælasta stellingin í kynlífi er hundastellingin. Það er þó ekki þar með sagt að hún þurfi að vera leiðinleg heldur er margt hægt að gera til að bæta upplifun ykkar beggja og gera hana spennandi og ástríðufyllri.

Beygðu þig lengra niður

Í hundastellingunni er konan á fjórum fótum. Til að njóta hennar betur farðu niður á olnbogana. Þá kemst hann dýpra inn í þig. 

Minnkaðu bilið á milli leggjanna

Þetta kann að hljóma skrítið en ef þú þrengir bilið á milli fótleggjana örvastu betur. Minnkaðu bilið á milli lappanna og biddu bólfélaga þinn um að vera með sína fótleggi fyrir utan þína. Þannig geturðu líka stjórnað því betur hversu djúpt hann fer. 

Ekki nota hendurnar

Það magnaða við hundastellinguna, miðað við margar aðrar, er að karlinn þarf ekki að nota hendurnar mikið til að styðja sig. Þá getur hann notað þær til að örva önnur svæði á meðan, eins og snípinn eða geirvörturnar.

Flippið

Eins og áður hefur verið sagt, þarf karlinn ekki að nota hendurnar frekar en hann vill. Það gefur ykkur rými til að leika ykkur og prófa ykkur áfram með flengingar eða hártog. 

Leikið ykkur 

Ólíkt trúboðastellingunni og fleiri stellingum þarf ekki að snertast mikið í hundastellingunni. Það er til mikið af kynlífsleikföngum sem geta gert kynlífið enn betra í þessari stöðu til dæmis titrari eða butt plug. 

Prófaðu að fara niður á olnbogana, þá kemst hann dýpra.
Prófaðu að fara niður á olnbogana, þá kemst hann dýpra. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is