Larry King selur höllina fyrir 2,1 milljarð

Larry King og Shawn Southwick King.
Larry King og Shawn Southwick King. AFP

Fjölmiðlamaðurinn Larry King hefur sett glæsihöll sína á sölu í kjölfar skilnaðarins. King vill fá litlar 17 milljónir Bandaríkjadala fyrir höllina, eða rúmlega 2,1 milljarð íslenskra króna. 

Það er talið vera framfaraskref í skilnaði hans við eiginkonu sína Shawn Southwick að húsið sé komið á sölu en þau eru sögð ætla að reyna að láta skilnaðinn ganga hratt fyrir sig. King hefur verið mikið veikur á þessu ári og sagði Southwick að hún ætlaði ekki að rífast yfir eignum við deyjandi mann. 

Höll þeirra King og Southwick er 1.020 fermetrar. Í því eru fimm svefnherbergi, þar af risastórt hjónaherbergi með tvöföldu baðherbergi. Húsinu fylgir einnig gestahús með tveimur svefnherbergjum, sundlaug og bikaraherbergi. Þau hjónin keyptu húsið árið 2007 fyrir 12 milljónir Bandaríkjadala svo það má gera ráð fyrir að þau græði á húsinu. 

Ljósmynd/Barcelo
Ljósmynd/Barcelo
Ljósmynd/Barcelo
Ljósmynd/Barcelo
Ljósmynd/Barcelo
Ljósmynd/Barcelo
Ljósmynd/Barcelo
Ljósmynd/Barcelo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál