Langar þig í eitthvað gott núna? Fáðu páskaegg sent heim

Síðastliðin ár hefur framboð á páskaeggjum hérlendis vaxið og er árið í ár engin undantekning. Eitt stærsta úrval páskaeggja er að finna í verslunum Nettó en yfir hundrað tegundir af páskaeggum fást innan veggja verslunarinnar. Þar er að finna hin klassísku innlendu páskaegg sem og erlend páskaegg sem gætu komið mörgum spánskt fyrir sjónir en þau eru á 25% afslætti.

„Flestir landsmenn kannast auðvitað við hin klassísku egg frá Nóa, Góu og svo framvegis en við höfum fundið fyrir auknum áhuga á erlendum páskaeggjum undanfarin ár. Bæði er fólk forvitið og tilbúið að prófa eitthvað nýtt og svo hefur það líka fengið að smakka á þessum eggjum þegar það hefur verið að ferðast erlendis,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa og Nettó. 

Viðskiptavinir Nettó geta fundið páskaegg frá Maltesers, After Eight, Qualitiy Street og Smarties svo að fá dæmi séu tekin í hillum Nettó. Bróðurhluti páskaeggjanna verða einnig í boði í netverslun Nettó sem hefur heldur betur tekið kipp undanfarnar vikur.

„Það er virkilega gaman að geta boðið viðskiptavinum okkar að fá páskaeggin heimsend,“ segir Ingibjörg Ásta.

Þrátt fyrir þennan aukna fjölda páskaeggja halda gömlu góðu íslensku mjólkupáskaegginn áfram að seljst mest samkvæmt Ingibjörgu sem segist þó spennt að vita hvað selst mest í ár. Sala á sykurlausum og vegan páskaeggjum hefur einnig aukist undanfarin ár enda hefur orðið talsverð vitundarvakning hvað varðar hollt matarræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál