Börnin mín og börnin okkar, hver erfir hvað?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér skráningu á eignum. 

Góðan dag.

Við hjónin eigum landareign sem aðeins makinn minn er skráður fyrir. Það sem flækir málin er að við erum þessi týpíska íslenska fjölskylda þ.e. börnin hans og börnin okkar. Ef makinn fellur frá þá er ég ekki skráð fyrir þessari eign. Hvernig gerum við afsal þar sem makinn afsalar mér 50% eða jafnvel eins og við höfum talað um 100%, án þess að nein peningagreiðsla komi á móti?

Kær kveðja, 

S

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Parners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Parners.

Sæl S.

Hjúskaparlögin gera ráð fyrir því að eignir sem hvort hjóna kemur með í hjúskapinn verði hjúskapareignir, með öðrum orðum að þær verði sameiginlegar og heyri undir helmingaskiptareglu hjúskaparlaga. Landareign sú sem þið hjónin eigið en er skráð á eiginmann þinn kann því að vera hjúskapareign ykkar nú þegar nema hún hafi verið gerð að séreign með einhverri ráðstöfun. Til þess að gera hjúskapareign að séreign annars hjóna þarf að gera um hana kaupmála, á það líka við um hlutdeild í fasteign. Kaupmálar þurfa að vera skriflegir og vottaðir af lögbókanda, lögmanni eða tveimur vottum. Kaupmáli er í raun samningur um skiptingu eigna í hjúskapnum að því leytinu til hverjar eignir skuli vera séreignir. Kaupmálar eru skráðir í kaupmálabók hjá sýslumanni og eru opinber gögn. Sýslumaður innheimtir gjald fyrir skráninguna auk þess sem greiða þarf stimpilgjald af eignayfirfærslu sem kaupmáli felur í sér, þ.e.a.s. ef fasteign er færð af einu hjóna yfir á hitt.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál