Sölvi og Kristín farin hvort í sína áttina

Sölvi Snær Magnússon og Kristín Ásta Matthíasdóttir eru farin hvort …
Sölvi Snær Magnússon og Kristín Ásta Matthíasdóttir eru farin hvort í sína áttina.

Sölvi Snær Magnússon og Kristín Ásta Matthíasdóttir, eigendur The Landromat Café í Reykjavík, eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið saman í áratug. 

Sölvi er þekktur smekkmaður og gekk lengi undir nafninu Sölvi í Sautján eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu í mörg ár. Síðan stofnaði hann tískuvöruverslunina Retro, stýrði auglýsingasölu hjá 365, var listrænn stjórnandi Ellingsen svo eitthvað sé nefnt. Kristín Ásta var yfirflugfreyja hjá WOW air þangað til í fyrra en áður rak hún sína eigin verslun sem bar nafnið Dótturfélagið. Á síðasta ári opnuðu þau The Laundromat Café þar sem skemmtistaðurinn REX var einu sinni til húsa (fyrir þá sem voru mest á djamminu fyrir 20 árum). 

Parið hefur búið á Seltjarnarnesi síðustu ár í afar fallegri íbúð sem nú er komin á sölu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál