Nágranninn keypti eitt niðurníddasta hús Kópavogs

Skólagerði 47 hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár.
Skólagerði 47 hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár.

Hjónin Andrej Holbicka og Zuzana Holbicková hafa fest kaup á Skólagerði 47 en Smartland fjallaði um húsið á dögunum þar sem það var í eigu einnar helstu riffilskyttu landsins. Um er að ræða parhús og eru hjónin eigendur hins helmingsins, eða Skólagerðis 49. 

Andrej Holbicka sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að þau hefðu fest í niðurníddu húsi og að eigandi Skólagerðis 47 hefði ekki haft neinn áhuga á að sinna viðhaldi. 

„Við höfum rætt þetta við lög­fræðinga og erum mjög hrædd um að þetta muni lenda á okkur,“ segir hann. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði ekki haft hugmynd um íslensk lög um parhús þegar þau festu kaup á sínu húsi. 

„Maðurinn hafði ekki sýnt neinn á­huga á við­haldi og ég hef oft beðið um að til dæmis Kópa­vogs­bær geri eitt­hvað í málunum. Það hefur ekki verið gert og þetta er bara búin að vera skelfi­leg staða,“ segir hann.

Nú geta hjónin andað léttar enda sjálf búin að festa kaup á húsinu og geta því verið alráð þegar kemur að ákvörðunum.

mbl.is