Missti vinnuna og stofnaði fyrirtæki sem hjálpar brúðhjónum

Ása Bergmann hönnuður er búsett í Danmörku.
Ása Bergmann hönnuður er búsett í Danmörku.

Ása Bergmann hönnuður er búsett í Danmörku. Hún stofnaði fyrirtækið Bergmann fyrir Íslendinga eftir að hún missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Þjónustan sem hún býður upp á er að gera undirbúning og hluta brúðkaupsins rafrænt. 

„Ég hef verið að einbeita mér að rafrænni þjónustu í Bergmann Studio bæði fyrir brúðkaupið og fyrir fyrirtæki. Brúðkaupsþjónustan er undir nafninu „Save our date“ og er ég mikið að vinna með það núna. Ég er einnig með brúðkaupsblogg í bígerð, þar sem mig langar að einfalda fyrir brúðhjónum skipulagið, hugmyndavinnu, hvar á að finna viðeigandi þjónustu og fleira. Bloggið verður undir saveourdate.is. Ég er einnig stofnandi platonic.is og er dugleg að skrifa þar tengt Bergmann Studio.“

Það er rómantískt að búa til lógó úr nafni brúðhjónanna.
Það er rómantískt að búa til lógó úr nafni brúðhjónanna.

Hvernig þjónustu býður þú brúðhjónum?

„Ég býð upp á bæði rafræna hönnun fyrir brúðhjón og hönnun sem er hugsuð fyrir prentun. Mér finnst svo gaman að hanna eitthvað fallegt og brúðkaupið er svo frábær vettvangur til að gera það. Ég vil hvetja fólk að vera meira rafrænt en vil einnig bjóða upp á þjónustu fyrir prentun en býð þá upp á að fólk getur ráðið hvar það lætur prenta fyrir sig og nálægt sér.“

Rafrænt boðskort fyrir farsíma er nútímaleg og skemmtileg hugmynd.
Rafrænt boðskort fyrir farsíma er nútímaleg og skemmtileg hugmynd.

Sniðugt að nota tæknina sem við þekkjum

Þótt kórónuveiran hafi komið fyrirtækinu af stað þá hefur Ásu lengi langað að fara af stað með þessa þjónustu.

„Bergmann Studio kom mjög mikið á óvart en samt ekki, þar sem ég hef lengi verið með þessa hugmynd að gera eitthvað sjálf. Allt síðan ég útskrifaðist sem verslunarhönnuður (retail designer) árið 2017. Ég missti vinnuna árið 2018 og síðan aftur í kórónuveirunni og þá fór allt af stað hjá mér með hugmyndina. Ég hugsaði með mér að þetta væri rétti tíminn.

Ég byrjaði eiginlega fyrst að hanna plaköt þegar mamma gifti sig í desember árið 2019 þegar ég hannaði fallegt plakat fyrir þau hjónin. Ég hef í gegnum tíðina verið mjög skapandi og hef ég fundið sköpun minni farveg í þessu.“

Þegar heimasíða er búin til fyrir brúðkaupið er búin til …
Þegar heimasíða er búin til fyrir brúðkaupið er búin til veröld sem sýnir hugmyndirnar á bakvið brúðkaupið.

Hvað er sniðugt að gera rafrænt fyrir brúðkaup?

„Ég myndi segja að það væri gáfulegt að nota þessi tæki sem við erum með fyrir framan okkur öllum stundum í eitthvað sniðugt. Það er eins mjög þægilegt að hafa bara allt á einum stað og aðgengilegt alls staðar. Það eru ákveðnir hlutir sem geta verið alveg rafrænir, til dæmis boðskortið, matseðillinn og jafnvel sætaskipan líka. Þannig spörum við framleiðslu á kortum og sendingarkostnað. Hlýnun jarðar hefur alltaf verið mikið áhyggjuefni hjá mér og finnst mér því rafræna leiðin betri leið ef það er hægt.

Heimasíða með upplýsingum um brúðkaupið getur komið í staðinn fyrir boðskortið og matseðilinn til dæmis. Ég býð upp á tvenns konar heimasíðuþjónustu. Heimasíðu með öllum upplýsingum, óskalistanum, matseðli, myndum og jafnvel einhverjum skemmtilegum staðreyndum og þess háttar. Heimasíðan er uppi í 12 mánuði. Síðan erum við með rafrænt boðskort sem er heimasíða einnig. Hún er ekki eins ítarleg og er val um að hafa þá síðu uppi í þrjá, sex eða tólf mánuði.

Báðar síðurnar bjóða upp á að gestir geta skráð sig eða látið vita hvort þeir komast eða ekki. Brúðhjón fá aðgang að þessum upplýsingum í skjali sem er góð leið til að hafa yfirsýn yfir gestalistann. Heimasíðurnar eru lokaðar með lykilorði og ekki hægt að finna á leitarvélum. Fólk með hlekk og lykilorð kemst aðeins inn á síðuna.“

Tæknin sem boðið er upp á hjá Bergmann Studio virkar …
Tæknin sem boðið er upp á hjá Bergmann Studio virkar fyrir tölvu, spjaldtölvu og síma.

Dreymdi eina af hugmyndunum

Hugmyndirnar hennar Ásu koma til hennar á skemmtilegan hátt.

„Ég fékk hugmyndina að „Save our date“ í draumi fyrir ekki svo löngu síðan eftir að hafa verið að vinna hugmyndavinnu með mági mínum og tilvonandi eiginkonu hans. Þá kom þessi hugmynd með heimasíður fyrir brúðkaup og byrjaði ég strax að þróa hana og er mjög ánægð með útkomuna þótt ég sé alltaf að bæta við. Ég er að hanna fyrir þau allt og vilja þau hafa heimasíðu en samt senda út „Save our date“-kort með QR-kóða til að benda á síðuna þeirra. Þeim finnst frábært að fá aðstoð með þetta þar sem þau kunna ekki að búa til heimasíðu sjálf, tengja lén og þess háttar. Danir eru ótrúlega skipulagðir og finnst þeim þetta æði. Þeim finnst einnig æðislegt að fá lógó sem þau geta notað á alla hönnunina fyrir brúðkaupið, þ.e. á heimasíðuna, matseðil, plakat, sætaskipan og fleira. Logoið geta þau síðan notað þegar þau fagna brúðkaups-afmælinu sínu í framtíðinni.

Ég sé að sætaplan, heimasíða, matseðlar, brúðkaupsplaköt, nafnspjöld og fleira er í boði.“

Hér er raðað til borðs og nöfn gesta sett upp …
Hér er raðað til borðs og nöfn gesta sett upp á spjald þar sem fallegt lógó brúðhjónanna er í forgrunni.

Brúðkaup mega breytast með tímanum

Brúðkaup geta verið ósköp gamaldags að mati Ásu og vill hún halda í það að einhverju leyti en ekki öllu.

„Það sem mér finnst geta komið í staðinn með tækninni eru boðskortin og matseðillinn aðallega, það getur verið allt á heimasíðunni og gestirnir eru með upplýsingarnar í vasanum bæði fyrir brúðkaupið og á brúðkaupsdaginn sjálfan til að sjá matseðilinn, dagskrána eða staðsetninguna.

Það er sumt sem er ekki hægt eða mjög erfitt að gera bara rafrænt, til dæmis borðnúmerin eða nafnspjöldin sem mér finnst nauðsynlegt að hafa í sjálfu brúðkaupinu til að skapa fallegan stíl og andrúmsloft. Sætaskipan er hægt að vera með rafrænt ef það er aðgangur að stórum skjá í anddyri en fyrir marga er það ekki í boði og þá er sætaskipan á prentuðu formi lausnin.

Það er vinsælt að láta gera lógó fyrir brúðkaupið þar …
Það er vinsælt að láta gera lógó fyrir brúðkaupið þar sem til dæmis upphafs-stafir í nafni brúðhjónanna eru settir saman.

Þótt maður prenti getur maður samt alveg sparað og látið prenta og hanna fallega matseðla til dæmis í hagstæðum stærðum þannig að sem minnst fari til spillis. Mig langar að vera með valmöguleikana fyrir hvern og einn viðskiptavin hvað hentar hverju sinni. Enda erfitt að setja alla í sama boxið. Með rafrænu þjónustunni langar mig að bjóða upp á þjónustu án landamæra þar sem ég er búsett erlendis og sá sem kaupir þjónustuna getur látið prenta fyrir sig ef hann óskar þess nálægt sér, í hvaða landi eða landshluta sem er. Plakötin býð ég aðeins upp á prentuð eins og er. Enda finnst mér brúðkaupsplaköt einstök og hafa merkingu.“

Mikilvægt að leika sér með litina

Ása segir kórónuveiruna hafa þannig áhrif að hún mætir fólki eins vel og hún getur.

„Sumir eru að fresta brúðkaupum og við bjóðum upp á að framlengja síðuna.

Við komum einnig til móts við fólk ef það vill fá sérhönnun og tökum við einnig þannig verkefni. Ég aðstoða einnig við litaval og er ég meðal annars með litaspjöld að kostnaðarlausu á bergmannstudio.com. Mér finnst mjög mikilvægt að vera með fallega liti og að leika sér með litina.“

Allt er vænt sem vel er grænt. Falleg hönnun fyrir …
Allt er vænt sem vel er grænt. Falleg hönnun fyrir brúðkaupsdaginn.
Af hverju ekki að vera með fallegar ljósmyndir af brúðhjónum …
Af hverju ekki að vera með fallegar ljósmyndir af brúðhjónum í aðdraganda brúðkaupsins?
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál