Frosti Gnarr og Erla Hlín gengu í það heilaga

Erla og Frosti giftu sig í gær
Erla og Frosti giftu sig í gær Skjáskot/Instagram

Erla Hlín Hilmarsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Ekta, og Frosti Gnarr, hönnuður og starfsmaður efni.is, gengu í það heilaga í gær á afmælisdegi brúðarinnar, mánudeginum 21. júní.

Athöfnin var í hádeginu í heimahúsi. Faðir Frosta, Jón Gnarr, kyrjaði nokkrar vísur í athöfninni og svo tók móðir hans Frosta við, Jóhanna Gnarr Jóhannsdóttir, Jóga, og gaf þau saman. 

Högni Egilsson spilaði á gítar í athöfninni og þegar búið var að gefa þau saman söng hann lagið Þú komst við hjartað í mér.

Eftir að athöfninni lauk var boðið upp á kræsingar sem gestir gæddu sér á. Á meðal gesta voru sjónvarpskonan Berglind Pétursdóttir-Festival, Magnús Hreggviðsson, listrænn stjórnandi H:N Markaðssamskipta, og Jóhann G. Jóhannsson, leikari og leikstjóri. Hjónin fengu svo Berglaugu Petru Garðarsdóttur ljósmyndara til að taka myndir af athöfninni.

Seinni partinn yfirgáfu nýgiftu hjónin veisluna og fóru tvö saman út að borða á Grillmarkaðnum. Þau eyddu svo nóttinni á 101 Hótel á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál