Magnúsína og Þór eiga gullfallegan garð

Magnús­ína G. Valdi­mars­dótt­ir og Þór G. Þór­ar­ins­son hafa búið í …
Magnús­ína G. Valdi­mars­dótt­ir og Þór G. Þór­ar­ins­son hafa búið í Þrasta­nesi í Garðabæ í næst­um sautján ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magnúsína G. Valdimarsdóttir og Þór G. Þórarinsson hafa búið í Þrastanesi í næstum sautján ár. Þau leggja mikið upp úr því að vera með fallegan garð enda verja þau miklum tíma bæði í að njóta og vinna í garðinum. 

„Við tókum við góðu búi þar sem fyrri eigendur höfðu lagt sig fram við að móta garðinn. Við höfum síðan gert heilmiklar breytingar á garðinum en þær hafa einkum falið það í sér að við höfum skerpt á skipulagi hans og stíl.

Lóðin er um 1.300 m² og kallar því á töluverða umhirðu til þess að allt sé eins og við viljum hafa það. Við byrjum á því að undirbúa sumarið með því að klippa og hreinsa garðinn í apríl á hverju ári. Garðabær hefur lagt sig fram við það að vera í hópi snyrtilegustu bæjarfélaga á landinu og hefur meðal annars af þeim sökum boðið upp á að hreinsa það sem til fellur af garðúrgangi frá húsum í sérstöku umhverfisátaki sem á sér stað í byrjun í maí ár hvert. Það er því mikilvægt að vera búin með vorverkin fyrir þann tíma.“

Þau byrja á því að undirbúa sumarið með því að …
Þau byrja á því að undirbúa sumarið með því að klippa og hreinsa garðinn í apríl á hverju ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtaka í lífi og starfi

Að því loknu þarf að huga að því að viðhalda og endurnýja plöntur og runna þannig að allt sé klárt fyrir sumarið.

„Við erum afar samtaka í öllum verkum er varða garðinn. Það er ljóst að í þetta fer mikill tími hjá okkur báðum en þeim tíma er vel varið því þannig gefst tækifæri til þess að styrkja núvitundina og auka vellíðan og beina athygli að líðandi stund og finna betur fyrir sjálfum sér. Það auðveldar því hugleiðslu og leitina að innri friði.“

Hvernig lýsið þið garðinum ykkar?

„Garðurinn er tvískiptur. Fremri garðurinn hefur yfir sér japanskan blæ þar sem áhersla er á hreinleika og einfaldleika með stígum og stórum mosavöxnum steinum ásamt lágvöxnum sígrænum gróðri.“

Garðurinn er tvískiptur. Fremri garðurinn hefur yfir sér japanskan blæ.
Garðurinn er tvískiptur. Fremri garðurinn hefur yfir sér japanskan blæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Með epla- og kirsuberjatré í garðinum

Áhersla er á mismunandi form þar sem krónan á stóru reynitré er klippt snöggt þannig að hún breiðir úr sér.

„Birkitrén eru einnig formuð og eru eins og spaðar í laginu og aldrei meira en 30 til 50 cm á breidd til þess að þau þrýsti ekki um of á hekkið sem umlykur lóðina.

Garðurinn fyrir aftan húsið hefur hefðbundnara form þar sem finna má eplatré og kirsuberjatré og hafa eplatrén borið ríkulegan ávöxt á undanförnum árum. Þar er einnig að finna lítið sumarhús sem barnabörnin hafa leikið sér í en er nú notað sem áhaldahús. Að baki húsinu eru moltukassar þar sem við vinum efni sem fellur til úr garðinum yfir sumartímann. Jafnframt erum við með lítinn reit fyrir grænmeti og jarðarber.“

Pallurinn við húsið er þannig gerður að hann veitir mikið skjól á góðviðrisdögum og nota hjónin pottinn mörgum sinnum í viku árið um kring, sama hvernig veður og vindar blása.

Áherslan í fremri garðinum er á hreinleika og einfaldleika.
Áherslan í fremri garðinum er á hreinleika og einfaldleika. Kristinn Magnússon
Pallurinn við húsið er þannig gerður að hann veitir mikið …
Pallurinn við húsið er þannig gerður að hann veitir mikið skjól á góðviðrisdögum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er auðvelt að sjá að hjónin njóta þess að …
Það er auðvelt að sjá að hjónin njóta þess að verja miklum tíma í garðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þau styrkja núvitundina og auka vellíðan þegar þau vinna í …
Þau styrkja núvitundina og auka vellíðan þegar þau vinna í garðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Allt er vel snyrt að vori í garðinum.
Allt er vel snyrt að vori í garðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Garðabær hefur lagt sig fram við að vera í hópi …
Garðabær hefur lagt sig fram við að vera í hópi snyrtilegustu bæjarfélaga á landinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Litli kofinn í garðinum er nú notaður fyrir garðáhöld.
Litli kofinn í garðinum er nú notaður fyrir garðáhöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þau leggja mikið upp úr því að vera með fallegan …
Þau leggja mikið upp úr því að vera með fallegan garð enda verja þau miklum tíma bæði í að njóta og vinna í garðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Lóðin er um 1.300 m² og kallar því á töluverða …
Lóðin er um 1.300 m² og kallar því á töluverða umhirðu til þess að allt sé eins og þau vilja hafa það. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál