Hvað segja stjörnumerkin um besta dekrið?

Fólk fætt í vatnsberanum ætti að fara í heitt bað …
Fólk fætt í vatnsberanum ætti að fara í heitt bað til að endurnæra sig og að nota Epsom salt í baðið. mbl.is/Colourbox

Fólk fætt í mismunandi stjörnumerkjum er talið búa yfir mismunandi eiginleikum. Ef marka má L'Officiel þá eiga einstaklingar í fiskamerkinu ekki að rækta sig eins og fólk í ljónsmerkinu svo dæmi séu tekin. 

Vatnsberinn

Fólk fætt í vatnsberanum ætti að fara í heitt bað til að endurnæra sig og nota epsom-salt í baðið til að minnka alla spennu og búa til sterkari tengingu á milli líkama og sálar.

Eins er mælt með því að nota lavender í baðið. Sjávarsalt og magnesíum færir ró og frið og hamingju í hjartað. 

Fólk í vatnsberamerkinu er mikið fyrir að slaka á í …
Fólk í vatnsberamerkinu er mikið fyrir að slaka á í baði. mbl.is/Colourbox

Fiskurinn

Fólk fætt í fiskamerkinu er þekkt fyrir að vera eldheitt. Mælt er með því að kveikja á kerti og finna sér stund til að draga djúpt andann og slaka á. Að horfa á kertaljósið kjarnar fiskinn og færir honum ró og frið í lok dags. Best er að hafa kertið með ákveðnum ilmi og þá má mæla með lavender og vanillu sem talið er að hafi róandi áhrif á fiskinn.

Nautið

Fólk fætt í nautsmerkinu er jarðbundið og því er allt sem er náttúrulegt mjög róandi fyrir þetta jarðmerki. Þess vegna er mælt með ilmkjarnaolíu og að blanda henni við húðkrem án ilms eða úða ilmkjarnanum um íbúðina. Ef fólk fætt í nautsmerkinu á erfitt með að sofna er gott að setja krem með örlitlum ilmkjarna á fætur og hendur áður en farið er upp í rúm. 

Tvíburinn

Fólk fætt í tvíburamerkinu er hvatt til að taka jógapásur til að koma blóðflæðinu í gang og til að ná fókus. Tvíburinn er frjór í hugsun og á stundum erfitt með að taka ákvörðun og því getur klukkustundar langur jógatími og hugleiðsla komið að góðum notum fyrir þetta skemmtilega merki. 

Fólk fætt í tvíburamerkinu er frjótt í hugsun og á …
Fólk fætt í tvíburamerkinu er frjótt í hugsun og á stundum erfitt með að taka ákvörðun. mbl.is/Colourbox

Krabbinn

Fólk fætt í krabbamerkinu er mjög hugulsamt og margir í þessu merki eru trygglyndir. Þessi einkenni geta stundum leitt til þess að krabbinn tekur vandamál annarra og gerir að sínum. Af þessum sökum er gott fyrir krabbann að fara inn í daginn með því að hugleiða að morgni með kristöllum. Hugleiðingar um að setja sig í fyrsta sæti eru þá settar í forgrunn. Dragið andann djúpt og farið með staðhæfingar sem þið viljið að verði að veruleika í lífi ykkar krabbar!

Ljónið

Út af því hvað ljónið er skapandi geta einstaklingar fæddir í ljónsmerkinu grætt heilmikið á því að mála. Að mála listaverk getur verið mjög róandi og aðstoðar fólk við að setja hversdagslega hluti og vinnuna til hliðar og fara dýpra inn í sköpunarorkuna. Ljóninu veitir ekki af því í dag!

Meyjan

Fólk fætt í meyjarmerkinu er talið snyrtilegasta fólkið og á auðvelt með að fara í ró og frið með því einu að hreinsa til heima hjá sér og raða. Með því að Marie Kondo-a herbergið, djúphreinsa potta og plöntur eða raða bókunum í stafrófsröð nær fólk í meyjarmerkinu orkunni upp. 

Vogin

Fólk fætt í vogarmerkinu er yfirleitt diplómatískt en stundum mjög vanstillt. Á þannig augnablikum er mikilvægt fyrir vogina að gefa sér tíma til að hugleiða. Vogin ætti að hætta að ofhugsa hlutina og anda djúpt á meðan hún situr og slakar á. Það þarf ekki að taka meira en fimm mínútur fyrir vogina að ná áttum og núllstilla sig. 

Sporðdrekinn

Fólk fætt í sporðdrekamerkinu getur verið ögrandi þar sem það er þrjóskt og stundum mjög dularfullt. Sporðdrekar eru taldir forvitnir, trygglyndir og metnaðarfullir. Þeir vilja læra eitthvað nýtt reglulega og þurfa sinn tíma út af fyrir sig. Af þessum sökum er talið mikilvægt fyrir fólk í þessu merki að lesa góða bók. Best er að finna góðan stað í náttúrunni með teppi og bók sem mun breyta hugmyndum um lífið.

Bogmaðurinn

Fólk fætt í bogmanninum elskar að rannsaka hluti og því er mælt með því að bogmenn fari í göngutúr úti í náttúrunni þegar þeir vilja dekra við sig. Þeir elska frelsi og að gera óvænta hluti og með því að fara út að ganga aftengja þeir sig daglegu amstri og ná að slaka á með sjálfum sér. 

Steingeitin

Fólk fætt í þessu merki ætti að skrifa dagbók með jákvæðum staðhæfingum í byrjun hvers dags. Það heldur fólki við efnið og eykur möguleikana á að draumurinn verði að veruleika. Enda veitir ekki af fyrir steingeitina að muna hvernig hún vill hafa líf sitt og hvernig best er að lifa því. Það að skrifa hlutina niður lætur fólk sjá það sem skiptir máli. Mælt er með því að skoða listann yfir daginn svo að hlutirnir verði sem fyrst að veruleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál