„Lífið er of stutt fyrir fólk sem dregur þig niður“

Edda Rún Ragnarsdóttir.
Edda Rún Ragnarsdóttir.

Edda Rún Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt og eigandi ERR Design, er að hanna Rodeco-leiksvæði fyrir börn þessa dagana. Þar að auki er hún búin að ákveða að septembermánuður verður mánuður þar sem hún setur sjálfa sig og dætur sínar í fyrsta sætið. 

Edda Rún er tveggja barna móðir með áhugavert markmið fyrir septembermánuð: Að læra að elska sig aðeins meira en hún elskar annað fólk.

Eddu Rún er eins mikið í mun að leggja sitt af mörkum til að gera umhverfið í atvinnulífinu áhugavert fyrir ungar konur að stíga inn í.

„Ég sit í stjórn FKA og vorum við að hefja veturinn með glæsilegri opnunarhátíð við Elliðaárstöð og bar viðburðurinn heitið Orkustöð FKA. Það er mér hjartans mál að dætur mínar hafi sömu möguleika og strákar þegar þær verða fullorðnar og sækja um draumastarfið. Þess vegna vil ég vera gott fordæmi fyrir þær. Ég bauð mig fram í stjórn félagsins í vor og finnst FKA vera mikilvæg samtök þar sem konur í atvinnulífinu, stjórnendur og eigendur, deila reynslu og lyfta hver annarri upp. Þannig ryðja þær veginn áfram fyrir aðrar konur.“

Hvers vegna ákvaðstu að gera september að sjálfsræktarmánuði?

„Því ég vildi tileinka mér þetta og kenna dætrum mínum þessa hugsun áfram. Ég er að kenna þeim að segja eitthvað fallegt við sig sjálfar á hverjum degi og við hvor aðra. Þá förum við sem dæmi í hring þar sem við höldum hver utan um aðra og segjum einn fallegan hlut hver við aðra. Við getum gert þetta hvar sem er. Við gerðum þetta sem dæmi síðast í sundi. Þannig styrkjum við sjálfar okkur og hver aðra í leiðinni.“

Tvö ár frá því hún hóf þessa vegferð

Hvernig kom þessi hugmynd til þín og ætli þetta sé erfiðara en marga grunar?

„Ég er búin að vera gera þetta á undanförnum tveimur árum og hef verið að hlusta á bækur eftir Mel Robbins og Rachel Hollis til að styðja við þessa hugsun. Sá sem kveikti svo alveg í mér var Jay Shatty og bókin hans Think Like a Monk. Eftir að hafa lesið hana þá fór ég að búa mér til morgunrútínur þar sem ég vakna klukkutíma á undan öllum á heimilinu. Þannig verður til minn tími þar sem ég hugleiði eftir hlaðvarpinu hans. Ég skrifa í dagbók og undirbý mig andlega fyrir daginn. Þar sem það hafa orðið miklar breytingar í mínu lífi ákvað ég að setja mér þetta sem markmið í mánuðinum.

Þetta að elska annað fólk meira en sig sjálfan hefur verið mér hugleikið lengi. Sem dæmi þegar maður setur þarfir annarra en sinna eigin og barna sinna í forgang.“

Hvernig upplifir þú þetta í verki?

„Sem magnað fyrirbæri. Ég lifi fyrir að geta verið til staðar fyrir börnin mín og foreldra mína því það gefur mér gildi í lífinu og að gefa af mér. En til að geta gefið af sér þarf maður að hlúa að sjálfum sér fyrst. Eins og í flugi ef eitthvað gerist þá á maður að setja öryggisgrímuna fyrst á sig og svo börnin sín.“

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir mánuðinn?

„Með því að hlusta á góðar bækur, halda áfram að eiga minn tíma á morgnana til að taka fallega á móti byrjun hvers dags með stelpunum mínum, hreyfa mig daglega og fá þær með mér eins oft og ég get og elda fyrir okkur hollan og næringarríkan mat. Eiga gæðastund með þeim á hverjum degi og hvetja þær áfram í því sem þær eru að gera. “

Það sem stressar mig stressar þær

Hvað ætlar þú ekki að gera lengur?

„Vera óundirbúin því það stressar mig sem stressar þær. Að skipuleggja mig vel sem ég geri á hverjum morgni í rútínunni minni er lykillinn að því að láta allt ganga upp. Auðvitað geta plön breyst en að vera með fastar grunnvenjur sem stelpurnar mínar ganga að er lykilatriði. Við sem dæmi gerum alltaf á sunnudögum saman matseðil fyrir vikuna þar sem allir fá að velja eina máltíð. Svo ákveðum við restina í sameiningu. Það auðveldar og hjálpar mjög mikið að vita hvað er í matinn á hverjum degi.“

Hvað ætlarðu að leggja meiri áherslu á en áður?

„Ég ætla að leggja áherslu á gæðastund með stelpunum mínum á hverjum degi.“

Er eitthvað sem gerðist í lífinu sem lét þig hugsa þetta mál upp á nýtt?

„Já það varð nýr kafli í lífinu eftir skilnað.“

Edda Rún segir lykilatriði að velja rétta fólkið í kringum sig.

„Fólk sem er á sömu bylgjulengd og maður sjálfur. Sem byggir mann upp og maður getur byggt upp á móti.

Lífið er of stutt fyrir fólk sem dregur þig niður.“

Það er til nóg af bókum sem styðja við markmiðið

Telur þú hafa orðið vissa vitundarvakningu í þessum málum í samfélaginu?

„Já, ég er á því og mér finnst hún mjög sterk. Alla vega í kringum mig.“

Fyrir þá sem vilja feta þennan veg, hvaða bókum og efni getur þú mælt með í undirbúning?

„Ég mæli með eins og fyrr segir Think like a Monk eftir Jay Shetty, The 5 Love Languages og sömu, The 5 love Languages of children, eftir Gary Chapman. What Happened to you eftir Bruce D. Perry og Oprah Winfrey, Work it out eftir Melrobinsm og The power of Habit eftir Charles Duhigg. Ég gæti nefnt fullt í viðbót en læt þetta duga í bili.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál