Fór í hárígræðslu á augabrúnum

Chrissy Teigen segist hafa plokkað augabrúnirnar sínar of mikið þegar …
Chrissy Teigen segist hafa plokkað augabrúnirnar sínar of mikið þegar hún var unglingur. VALERIE MACON

Fyrirsætan Chrissy Teigen gekkst nýverið undir hárígræðslu á augabrúnum. Opnaði hún sig um ígræðsluna á Instagram um liðna helgi og sýndi þar með afraksturinn. 

Teigen segist hafa verið að eiga við hárleysisvandamál í augabrúnunum í þó nokkurn tíma þar sem hún hafði eitt sitt plokkað þær of mikið þegar hún var unglingur. Varar hún aðrar ungar stúlkur við að gera slíkt hið sama. Daily Mail greindi frá.

„Unglingar: Ekki plokka þær allar af eins og ég gerði,“ skrifaði hún við færslu sem hún birti í story. 

Hárígræðsla er varanleg lausn á hárleysi á hinum ýmsu svæðum. En þegar ígræðslur eru framkvæmdar á augabrúnasvæðinu eru lítil hár, sem vaxa bak við eyrun eða aftan á hnakkasvæðinu, tekin og þeim komið fyrir víðs vegar um augabrúnirnar til að fylla upp í. 

Heilu kynslóðirnar hafa plokkað of mikið

Teigen var að vonum ánægð með útkomuna og sagðist ekki trúa því hversu vel brúnirnar litu út strax eftir ígræðsluna. Augabrúnatískan fer í hringi eins og allt annað. Eitt sinn þótti eftirsóknarvert að vera með örþunnar renndur fyrir augabrúnir, stundum þykir flott að vera með háar brúnir og á öðrum tímum má helst ekki plokka eitt einasta hár því þykkt þeirra þykir svo mikilvæg. 

„Þetta er strax eftir aðgerð – geggjað!" sagði hún, himinlifandi. „Ég þekki of margar konur, heilu kynslóðirnar sem plokkuðu augabrúnirnar sínar allar af út af tískustraumum eða eru að upplifa það að hárin eru að þynnast með aldrinum. Hárígræðsla er lausn á þessum vanda,“ bætti lýtalæknir Teigen, dr. Diamond, við. 


   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál