Pils og tungukoss í aðalhlutverki

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker. AFP

Ofurhjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker mættu saman á sína fyrstu Met Gala-hátíð sem fram fór í gærkvöldi. Klæðnaður þeirra þótti nokkuð sérkennilegur miðað við tilefnið en þau héldu í þá hefð að klæða sig í stíl við hvort annað ásamt því að kyssast löngum tungukossum á rauða dreglinum. 

Það er ekkert nýtt að þau Barker og Kardashian deili ástríðufullum kossum á opinberum vettvangi og það er heldur ekkert nýtt að þau klæðist samsvarandi fatnaði. Hins vegar hefur það hingað til verið sjaldgæft að þau rati á lista yfir verst klæddu stjörnurnar en fatnaður þeirra þótti ekki mjög smart.

AFP

Klæddust þau bæði pilsum og hvítum skyrtum en pils Kardashian var fremur síðara en pils Barkers. Hennar pils dróst eftir öllu gólfinu en Barker klæddist buxum innan undir pilsið sitt, sem líktist skotapilsi. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

Saumaskapur fatnaðar þeirra virtist ekki vera upp á mikla fiska þar sem spottar og tvinnar stóðu víðs vegar út úr honum. Ekki er vitað hvaðan fatnaður þeirra kemur eða hvort það standi einhver ákveðinn tískurisi þar að baki. 

Travis Barker og Kourtney Kardashian giftu sig óformlega í Elvis-kapellu í Las Vegas í byrjun síðasta mánaðar. Nýlega bentu aðdáendur parsins á óskynsamlega hegðun Barkers gagnvart Kardashian þar sem þeir óttuðust að hún væri mjög meðvirk unnusta sínum. Kom samsvarandi klæðnaður þar við sögu en mörgum þykir Kardashian hafa breytt um stíl frá því hún fór að vera með Barker. 

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál