Segir kvænta íslenska fjölskyldufeður kaupa vændi

Brynhildur Björnsdóttir og Eva Dís Þórðardóttir.
Brynhildur Björnsdóttir og Eva Dís Þórðardóttir. Ljósmynd/Karlmennskan

„Vændiskaupendur eiga sameiginlegt að hafa aðgengi að fjármagni án þess að þurfa gera grein fyrir því, flestir á aldrinum 30-50 ára og flestir giftir eða í sambandi,“ segir Brynhildur Björnsdóttir höfundur bókarinnar Venjulegar konur - Vændi á Íslandi, í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan.

Þrátt fyrir töluverða spurn eftir vændi á Íslandi þá er vændi ólöglegt. „Það eina sem er löglegt í kringum vændi á Íslandi í dag er að þeir sem að selja eru ekki að fremja glæp,“ bendir Brynhildur á.

Nafnlausir kaupendur

Eva Dís Þórðardóttir þekkir vændi á eigin skinni en hún hefur opnað sig um reynslu sína af vændi. Eva segir að þótt sala vændis sé lögleg þá eru kaupendur alltaf nafnlausir, ef upp um þá kemst

„[Kaupendur] fá nafnleynd þannig ef einhver í vændisheiminum vill stíga fram og kæra kaupandann sinn, gerandann, þá þarf viðkomandi, yfirleitt kona, að gefa skýrslu hjá lögreglu undir nafni og kennitölu og fá það á sín skjöl að hún sé vændisþolandi. En vændisgerandinn fær að vera nafnlaus í gegnum allt kæruferlið,“ segir Eva að þetta hindri margar konur, sem upplifa á sér brotið, að leita réttar síns.

Margar fastar í vændi

Eva Dís starfar sem ráðgjafi hjá Stígamótum fyrir þolendur vændis og segir að margar konur séu fastar í vændi á Íslandi. Konur sem langi að losna en hafi enga möguleika.

„Í hvert einasta skipti sem ég stíg fram í fjölmiðlum þá hafa konur með sögu um vændi eða í vændi, líður illa, viljast komast út, eru bara fastar þarna, sumar í neyslu eða algjörlega háðar skipulagðri glæpastarstarfsemi í undirheimum Íslands. Ég álít að ég tali fyrir miklu fleiri en sjálfa mig,“ segir Eva Dís og bætir við: „Við viljum fá samkennd og skilning [...] Við viljum vernd og fólk heyri okkur og að samfélagið taki afstöðu með okkur í því, að fá úrræði, fjárlög í Stígamótum svo það sé ekki tveir mánuðir í bið eftir viðtali. Fólk deyr á tveimur mánuðum í vændi,“ segir Eva. 

Þáttinn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál