Sér eftir því að hafa verið fáklædd 19 ára

Bandaríska leikkonan Amanda Seyfried.
Bandaríska leikkonan Amanda Seyfried. AFP

Leikkonan Amanda Seyfried sér eftir því að hafa sýnt bert hold sitt í kvikmyndum þegar hún var yngri. Leikkonan prýðir forsíðu Net-a-Porter og tjáir sig um ferilinn í viðtali. 

Hún píndi sig í gegnum tökur í upphafi ferils síns. Hún var hrædd um að hún myndi missa af tækifærum í Hollywood ef hún myndi neita því að fara úr fötunum. Henni fannst koma upp mörg óþægileg augnablik á meðan þessu stóð. 

„Að vera 19 ára gangandi um án þess að vera í nærfötunum, ertu að grínast? Hvernig lét ég þetta gerast? Já ég veit ég var 19 ára og vildi ekki vera með vesen og ég vildi halda vinnunni minni,“ sagði Seyfried.

Hún segir að ef hún gæti gert hlutina öðruvísi í dag hefði hún gert það. 

mbl.is