Neitar enn framhjáhaldi

Konan á erfitt með að treysta manninum sínum sem vill …
Konan á erfitt með að treysta manninum sínum sem vill ekki gangast við að hafa haldið framhjá. mbl.is/Thinkstockphpotos

„Það var greinilegt að kærastinn minn var ekki kominn yfir sína fyrrverandi þegar ég skoðaði myndir af þeim kyssast, faðmast og stunda kynlíf. Og það versta? Það var hún sem sýndi mér myndirnar. Ég hafði reynt að horfa fram hjá þessu í mánuði, jafnvel þegar hann kallaði mig nafni hennar og varð mjög leynilegur með símann sinn. Ég er 33 ára og kærastinn minn er 36 ára. Við höfum verið saman í tíu ár og eigum tvö börn saman, fimm og þriggja ára. Ég held að hún hafi sýnt mér skilaboðin og myndirnar af því að hún vildi að við hættum saman og hún fengi hann þá til baka. Hún fékk ósk sína nánast uppfyllta,“ skrifaði kona sem er þreytt á manninum sínum og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Eftir að ég sagði honum að hún hefði kíkt í heimsókn varð hann náfölur. Ég varð alveg miður mín og öskraði það sem ég sá. Hann reyndi að neita en um leið og hann sá að það var vonlaust sagði hann satt. Við hættum saman í nokkra mánuði og hann flutti heim til foreldra sinna. Að lokum ákváðum við að reyna aftur vegna barnanna. Núna heldur hann því aftur fram að ekkert hafi gerst á milli þeirra. En ég hef séð sönnunargögnin svo ég trúi ekki því sem hann segir. Núna eru tvö ár liðin og hann hegðar sér enn stórundarlega. Ég hef spurt hann hvort eitthvað sé að en hann segir að það sé allt í lagi og hann elski mig. Ég bara trúi honum ekki. Hann fór í heimsókn til vinar síns um daginn en svaraði ekki þegar ég hringdi. Ég get ekki haldið svona áfram. Ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Framhjáhaldið hefur sett strik í reikninginn.
Framhjáhaldið hefur sett strik í reikninginn. mbl.is/Thinkstockpotos

Ráðgjafinn segir leiðinlegt að kærastinn hafi logið til um framhjáhaldið. Það sé erfitt að halda áfram með lífið þegar hann viðurkennir ekki sannleikann og ekkert traust sé til staðar. 

„Talaðu við hann og útskýrðu að vegna þess að hann segi ekki sannleikann sé erfitt fyrir þig að halda áfram og endurbyggja sambandið. Ef þið viljið bæði að sambandið gangi upp þá þurfið þið að viðurkenna hvað fór úrskeiðis og hann verður að taka ábyrgð á mistökum sínum og biðjast afsökunar á einlægan hátt. Ef hann gerir það ekki er ég hrædd um að óhamingja verði örlög ykkar. Biddu hann um að svara í símann af því að þegar hann gerir það ekki líður þér eins og hann er að fela eitthvað. Karlmenn bregðast mun betur við ef það eru gerðar skýrar væntingar til þeirra en ef þeir eru beðnir um óljósar hugmyndir um meira traust.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál