Kondo alveg hætt að nenna að taka til

Marie Kondo hvatti fólk til þess að grisja og endurskipuleggja …
Marie Kondo hvatti fólk til þess að grisja og endurskipuleggja heimili sín í bókum sínum. Mbl.is/KonMari Media Inc

Marie Kondo, sem skaust upp á stjörnuhimininn með bókinni Taktu til í lífi þínu og var seinna með þáttaseríu á Netflix, segist hafa gefist upp á því að taka stanslaust til eftir þriðja barn í viðtali við Washington Post.

 „Það er allt í drasli heima en ég ver mínum tíma á réttan hátt ef við miðum við stöðuna í lífinu mínu akkúrat núna,“ segir Marie Kondo í viðtalinu.

Nýjasta bók Marie Kondo heitir Kurashi at Home: How to Organize Your Space and Achieve Your Ideal Life en í henni útskýrir Kondo hugmyndina um Kurashi sem mætti snara yfir á íslensku sem lífsháttur.

Þar eru einfaldar leiðir til að glæða hversdagsleikan lífi reifaðar, til að mynda með því að spila á píanó með morgunmatnum og að endurgera gamlar fjölskylduuppskriftir. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál