„Ég er með bilað blæti fyrir gerviaugnhárum“

Förðunarfræðingurinn Sóley Björk Guðjónsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir förðun, en …
Förðunarfræðingurinn Sóley Björk Guðjónsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir förðun, en áhugi hennar kviknaði í förðunarkennslu fyrir fermingu sína.

Áhugi Sóleyjar Bjarkar Guðjónsdóttur á förðun kviknaði snemma þegar hún fór í kennslu í snyrtivörubúðinni MAC þar sem hún lærði að farða sig fyrir fermingardaginn. Sóley hefur farðað fyrir ýmis tilefni frá árinu 2015, en hún útskrifaðist sem förðunarfræðingur frá Makeup Studio Hörpu Kára í ársbyrjun 2019. Síðan þá hefur hún fengið ýmis spennandi tækifæri í bransanum.

„Ég var um 13 ára gömul þegar ég byrjaði að fikra mig áfram með snyrtivörurnar hennar mömmu, en það var ekki fyrr en ég fór í kennslu í MAC, þar sem ég lærði að farða mig fyrir fermingardaginn, sem áhuginn kviknaði og þá var ekki aftur snúið,“ segir Sóley, spurð að því hvenær förðunaráhuginn kviknaði.

„Eftir það arkaði ég áfram á fullri ferð með tilheyrandi svörtum ofplokkuðum augabrúnum og hyljara á vörunum með glærum gloss yfir. Sem betur fer entist það tímabil ekki lengi, þökk sé förðunarmyndskeiðum á YouTube sem voru mér gjörsamlega heilög.“

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Ég heillast mest af einfaldleikanum eða svona „no makeup“ útliti þar sem lykilatriðið er að fríska aðeins upp á sig. Þá set ég smá Bare With Me Serum-hyljara frá NYX undir augun og á óboðna skammtímagesti, litað dagkrem ef ég er í stuði og vil jafna húðlitinn meira út, kremskyggingu og kinnalit til að lífga upp á húðina og gefa henni meiri ljóma, Lamination-augabrúnagelið frá Gosh og augabrúnapenna til að fylla örlítið inn í augabrúnirnar og gera þær þéttari. Síðan bretti ég augnhárin, set maskara og svo gloss.“

En þegar þú ferð eitthvert fínt?

„Ég legg mikla áherslu á húðina þegar ég vil vera fínni. Þá undirbý ég hana vel með húðvörunum mínum og byrja svo að byggja grunninn upp með bæði krem- og púðurvöru. Síðan drekki ég húðinni í rakagefandi úða. Ég gef augunum svo góða skyggingu, en ég elska að gera svokölluð „siren eyes“ sem hefur verið vinsælt á TikTok síðustu misseri. Mér finnst gott að byrja með brúnum augnblýanti og nota svo augnskugga yfir til að festa hann á sinn stað og ýkja augun enn frekar.“

„Svo verð ég að viðurkenna að ég er með bilað …
„Svo verð ég að viðurkenna að ég er með bilað blæti fyrir gerviaugnhárum, en falleg augnhár, hvort sem þau eru stök eða heil, fullkomna farðanir að mínu mati. Ég held mikið upp á augnhárin frá Eylure, Ardell Wispies og Depand-augnhárin í stílnum Svea.“

Hvernig hirðir þú um húðina?

„Húðin hefur breyst mikið á meðgöngunni, hún er viðkvæmari og almennt þurrari en áður. Því er rútínan mín mun einfaldari núna og með færri skrefum. Ég passa að þrífa húðina alltaf vel, bæði morgna og kvölds. Ég hef verið mjög hrifin af Hydrating Foaming Oil-hreinsinum frá CeraVe upp á síðkastið. Því næst nota ég Ultimune-serumið frá Shiseido til að styrkja húðina og bæta við rakakremið mitt. Ég nota töfrakremið Skin Food frá Weleda bæði kvölds og morgna, sem er rakamesta krem í heimi og gerir kraftaverk fyrir exempésa eins og mig og fólk með viðkvæma húð. Svo er það líka galið fallegt undir farða.“

Ultimune-serumið frá Shiseido er í uppáhaldi.
Ultimune-serumið frá Shiseido er í uppáhaldi.

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig til?

„Ég er sjaldan lengur en 15 mínútur að græja mig fyrir skóla eða vinnu, en er oftast í klukkutíma að gera mig til ef ég er að fara eitthvert fínt. Annars gæti ég alveg dundað mér við það að gera mig til tímunum saman ef ég fengi tækifæri til. Það er fátt sem ég elska meira en að hlusta á tónlist og taka þennan tíma fyrir sjálfa mig, hvort sem ég er á leiðinni eitthvert út eða bara að leika mér. Það gerir rosalega mikið fyrir andlega og mér líður hreinlega betur eftir á, líkt og ég sé að koma úr sálfræðitíma.“

Hvað er helst að finna í þinni snyrtibuddu?

„Ég elska að prófa nýja hluti svo það er oft á tíðum mikil vöruvelta í snyrtibuddunni minni. Þó sit ég föst á nokkrum vörum sem eru mér heilagar. Shiseido-augnhárabrettarinn fer aldrei langt frá mér, en hann gerir kraftaverk fyrir beinu og óspennandi augnhárin sem ég er með. Syncro Skin Radiant Lifting-farðinn frá Shisheido er ómissandi ef ég vil fá góða þekju, en annars nota ég bronzing-gelið frá Sensai eða litað dagkrem. Góður hyljari er líka ómissandi, en mínir uppáhalds í augnablikinu eru Soft Matte Pot-hyljarinn frá Nars og Bare With Me Serum-hyljarinn frá NYX.“

„Svo hefur Extra Dimension-kinnaliturinn frá MAC í litnum Fairly Precious …
„Svo hefur Extra Dimension-kinnaliturinn frá MAC í litnum Fairly Precious verið í buddunni í mörg ár og ég man hreinlega ekki hvernig líf mitt var án hans. Svo er ég með kremkinnaliti frá Rare Beauty og skyggingarstifti frá Charlotte Tilbury eða Fenty Beauty. Fyrir brúnirnar er ég svo með augabrúnagel frá Gosh og augabrúnapenna frá NYX.“

Hvaða þrjár vörur eru ómissandi í snyrtibudduna þína?

„Brow Lamination-augabrúnagelið frá Gosh, Rare Beauty-kinnalitur í litnum Hope og augnhárabrettarinn minn frá Shiseido eru vörur sem ég gæti alls ekki verið án í augnablikinu.“

Er einhver tískubylgja eða snyrtivörur sem þú heldur að komi sterk inn í ár?

„Ég held að förðunartískan í ár verði ekki frábrugðin því sem var í fyrra. Fólk er farið að sækjast meira í náttúrulegra og „ófarðað“ útlit. „Skinimalism“-tískan verður eflaust mjög vinsæl og fólk mun sækjast meira í lituðu dagkremin og farða með léttri þekju og ljómandi áferð til að ná fram þessu náttúrulega útliti.“

„Kinnalitirnir fara heldur ekki neitt á næstunni og við munum eflaust sjá mikið af þeim í bjartari litum og mismunandi gerðum. Svo finnst mér líklegt að „bejeweled eyes“ tískan sem við fengum að kynnast í fyrra sé komin til að vera, en æ fleiri eru farnir að nota slíka steina sem skemmtilegt ívaf á förðuninni sinni.“

Falleg förðun eftir Sóleyju.
Falleg förðun eftir Sóleyju.

Hvaða vörur eru efst á óskalistanum?

„Ég er alltaf að bæta við óskalistann en það helsta væri eflaust Prisme Libre púðrið frá Givenchy, en ég hef bara heyrt góða hluti um það. Svo er ég mjög spennt fyrir Light Reflecting-farðanum frá Nars og sérstaklega spennt fyrir Les Beiges Water Fresh Complexion Touch-farðanum frá Chanel sem ég held að verði mjög vinsæll í ár.“

„Annars fylgist ég alltaf vel með nýjungum frá Makeup by Mario, Charlotte Tilbury, Viebe og Shiseido.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál