Samstarfið við íslenskt listafólk mikilvægt

Arnbjörg Baldvinsdóttir sölustjóri BIOEFFECT á Íslandi mælir með að kíkja …
Arnbjörg Baldvinsdóttir sölustjóri BIOEFFECT á Íslandi mælir með að kíkja við í verslun BIOEFFECT að Hafnartorgi á aðventunni til að skoða fallegu gjafasettin sem eru svo vinsæl um þessar mundir. mbl.is/Karítas

„Það er orðið að árlegri hefð hjá okkur að velja íslenska listakonu til að vinna með þegar kemur að hönnun jólagjafasetta BIOEFFECT. Á þessu ári ákváðum við að vinna með listakonunni Þórdísi Erlu Zoëga,“ segir Arnbjörg Baldvinsdóttir sölustjóri BIOEFFECT á Íslandi og bætir við: „Í gegnum tíðina höfum við einnig unnið með Kristjönu S. Williams og Doddu Maggý. Þá höfum við einnig unnið með listafólkinu James Merry og Shoplifter, en þess má geta að Shoplifter, eða Hrafnhildur Árnadóttir, hannaði tíu ára afmælisútgáfu EGF húðdropanna,“ segir Arnbjörg. 

Samstarf fyrirtækisins við íslenskt listafólk er ætlað að ramma inn vörur BIOEFFECT á fallegan hátt og það var ánægjulegt að vinna með Þórdísi Erlu að sögn Arnbjargar. „Hún á viðburðaríkan feril að baki. Hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar árið 2022 og í Gróttu er að finna fallegt útilistaverk eftir hana. Þórdís hefur sett upp sýningar víðs vegar um heiminn og nýverið bar hún sig­ur úr být­um í sam­keppni meðal lista­manna um nýtt útilistaverk við nýj­a Land­spít­alann. Verk hennar eru til sýnis og sölu hjá Berg Contemporary listagalleríi,“ segir Arnbjörg og bætir við að mikil ánægja sé með gjafasettin sem hún vonar að gleðji sem flesta um jólin.

Þórdísi Erlu Zoëga er listakona ársins.
Þórdísi Erlu Zoëga er listakona ársins. mbl.is/Aðsend

Þrjú gjafasett í boði frá BIOEFFECT

Innblásturinn fyrir gjafasettin kom frá EGF húðdropunum og ferðalagi þeirra frá yfirborði húðarinnar inn í dýpri lög hennar. „Þórdís vildi túlka ferðalag dropanna í gegnum húðlögin þar til þeir ná áfangastað og byrja að virka. Þórdís einsetti sér einnig að vinna með ímynd og einkenni vörumerkisins og skapa verk í þrívídd út frá einkennandi röndum BIOEFFECT.“

Gjafasettin frá BIOEFFECT eru þrjú talsins og eru þau sérstaklega …
Gjafasettin frá BIOEFFECT eru þrjú talsins og eru þau sérstaklega glæsileg. Þau eru unnin í samstarfi við listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga á þessu ári. mbl.is/Aðsend

Þegar kemur að vinsælum gjafasettum um þessar mundir segir Arnbjörg þrjú gjafasett í boði frá BIOEFFECT sem njóta öll mikilla vinsælda. „EGF Serum húðdroparnir okkar eru vinsælasta varan og má finna þá í tveimur af gjafasettunum. EGF Face & Hand Rejuvenation gjafasettið inniheldur EGF Serum í fullri stærð og EGF Hand Serum fylgir einnig með. EGF Serum húðdroparnir innihalda aðeins 7 hrein og áhrifarík efni sem fyrirbyggja og vinna á ótímabærum öldrunarmerkjum húðarinnar. Lykilinnihaldsefnið þeirra er BIOEFFECT EGF vaxtarþátturinn (e Epidermal Growth Factor) sem við framleiðum úr byggi. Það er endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín sem örvar náttúrlega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar,“ segir Arnbjörg. 

BIOEFFECT EGF Serumið kom fyrst á markað fyrir 14 árum.
BIOEFFECT EGF Serumið kom fyrst á markað fyrir 14 árum. mbl.is/Aðsend

EGF Firming Favorites gjafasettið inniheldur þrjár af vinsælustu vörunum. „EGF Serumið, EGF EYE Serum og Imprinting Eye Mask. EGF Serum húðdroparnir auka raka, draga úr ásýnd fínna lína, hrukkna og þétta húðina. EGF Eye Serum er endurnærandi augnserum sem einnig vinnur á fínum línum og hrukkum auk þess að draga úr þrota umhverfis augun. Imprinting Eye Mask er sérstaklega þróaður til að efla og hámarka áhrif EGF Eye Serumsins.

Þriðja gjafasettið, Power Performance, er vinsælasta gjafasettið hjá eldri viðskiptavinunum. „Enda er Power vörulína BIOEFFECT sérstaklega þróuð fyrir þroskaðri húð. Gjafasettið seldist því miður upp hjá okkur í nóvember en við bjóðum vörurnar nú í fallegum gjafapoka með sömu myndskreytingu og gjafasettin og á sama verði. EGF Power Performance inniheldur kraftmikla og áhrifaríka húðrútínu sem vinnur á öllum helstu öldrunarmerkjum húðarinnar. Saman mynda EGF Power Serum og EGF Power Cream öfluga tvennu sem er einnig sérstaklega góð inn í vetrarhörkuna sem nú er.“

Af hverju heldurðu að gjafasett séu orðin svona vinsæl á síðustu árum?

„Árlegu gjafasettin innihalda úrval vinsælustu vara BIOEFFECT. Við erum með stóran viðskiptavinahóp sem er spenntur að sjá hvað við bjóðum upp á hverju sinni. Þeir þekkja vörurnar okkar vel og vita að það er ávallt mjög gott virði í settunum. Gjafasettin eru á allt að 25% lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar. Þá eru vörurnar mjög vinsælar sem gjöf enda ótrúlega fallegar umbúðir sem gleðja og vörur sem virka,“ segir Arnbjörg. 

BIOEFFECT rakakremið er engu öðru líkt.
BIOEFFECT rakakremið er engu öðru líkt. mbl.is/Aðsend

Fimm vinsælustu vörurnar um þessar mundir

EGF Serumið hefur hlotið fjölda verðlauna. „EGF Serumið var á árinu valið í hóp 100 bestu húðvara allra tíma af hinu þekkta tímariti Women‘s Wear Daily sem er gefið út í Bandaríkjunum. EGF Power Serumið er einnig mjög vinsælt, en það eru kraftmiklir húðdropar sem vinna á hrukkum og fínum línum, litamisfellum og húðþynningu. EGF Power Serumið byggir að miklu leiti á EGF Seruminu en er með enn meiri virkni fyrir þroskaða húð.
Augnserumið hefur öflug áhrif á ásýnd húðarinnar umhverfis augun enda er það sérstaklega þróað til að vinna á fínum línum, hrukkum og slappleika. Augnserumið er blandað með BIOEFFECT EGF, hýalúronsýru og hreinu, íslensku vatni til að þétta, slétta og næra húðina á augnsvæðinu. Á flöskunni er kælandi stálkúla sem er notuð til að dreifa úr formúlunni og hefur á sama tíma einstök áhrif á þrota, þreytumerki og dökka bauga.

Rakakremið okkar er alltaf mjög vinsælt. Það veitir húðinni langvarandi raka og er framleitt úr hreinum efnum á borð við íslenskt vatn, hýalúronsýru og E-vítamín. Núna fyrir jólin fylgir rakakreminu BIOEFFECT varasalvi og fallegur gjafapoki, myndskreyttur af Þórdísi Erlu. Af fleiri vinsælum vörum er gaman að geta þess að EGF Power rakakremið er sérhannað til að vinna gegn þeim sjáanlegu breytingum sem verða á húðinni með aldrinum. Þetta kraftmikla andlitskrem er bæði nærandi og árangursríkt. Það inniheldur úrval virkra efna sem vinna saman gegn fínum línum, auka ljóma og jafna áferð,“ segir Arnbjörg aðspurð um vinsælustu fimm vörurnar um þessar mundir sem eru að vekja athygli víða um heiminn. 

Augnserumið frá BIOEFFECT er með kælandi stálkúlu sem notuð er …
Augnserumið frá BIOEFFECT er með kælandi stálkúlu sem notuð er til að dreifa úr formúlunni og hefur á sama tíma einstök áhrif á þrota, þreytumerki og dökka bauga. mbl.is/Aðsend

„Mig langar líka að nefna nýja andlitshreinsinn okkar sem kom í sölu í byrjun árs en hann hefur einnig fengið ótrúlega góðar viðtökur. Andlitshreinsirinn fullkomnar húðhreinsilínu BIOEFFECT sem nú samanstendur af Micellar Cleansing Water, Facial Cleanser, Volanic Exfoliator og EGF Essence. Nýi andlitshreinsirinn er sérstaklega þróaður til að veita djúpa og góða hreinsun í einu skrefi. Hann fjarlægir farða, sólarvörn og óhreinindi af húðinni án þess að þurrka hana eða erta. Það hafði verið mikil eftirspurn eftir hreinsi í vörulínu okkar og virkilega gaman að sjá hversu góð viðbrögð hann hefur fengið frá viðskiptavinum okkar. Líkt og aðrar vörur BIOEFFECT hentar andlitshreinsirinn öllum húðgerðum, jafnvel mjög viðkvæmri húð, enda inniheldur varan aðeins fá, hrein og sérvalin innihaldsefni,“ segir hún og bætir við að andlitshreinsirinn sé fullkomin gjöf fyrir vinkonu eða systkini. „Þar sem andlitshreinsirinn er á mjög góðu verði.“

EGF Power augnkremið er einstök blanda öflugra innihaldsefna sem skila …
EGF Power augnkremið er einstök blanda öflugra innihaldsefna sem skila sýnilegum árangri. mbl.is/Aðsend.

Hver er lykillinn að baki vinsælda BIOEFFECT varanna?

„BIOEFFECT eru margverðlaunaðar íslenskar húðvörur sem byggja á íslensku hugviti, vísindum og virkni. Sérstaða vörulínunnar er virka innihaldsefnið, BIOEFFECT EGF, sem framleitt er með aðferðum plöntulíftækni í gróðurhúsi ORF Líftækni á Íslandi. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og því gegnir íslenska vatnið einnig lykilhlutverki í hreinleika varanna. BIOEFFECT húðvörurnar eru seldar um allan heim, í 21 landi og hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir gæði og virkni. Vörurnar okkar innihalda fá innihaldsefni og henta öllum húðgerðum þar sem þær eru án ilmefna, alkóhóls, olíu og parabena. Það er líka gaman að sjá aukningu í hópi karlmanna sem eru farnir að huga meira að húð sinni. Enda er húðumhirða fyrir öll kyn,“ segir Arnbjörg. 

BIOEFFECT verslunin er í glæsilegu húsnæði á Hafnartorgi, nánartiltekið að …
BIOEFFECT verslunin er í glæsilegu húsnæði á Hafnartorgi, nánartiltekið að Hafnarstræti 19. mbl.is/Aðsend

Upplifun að koma í verslunina

Verslun BIOEFFECT er í glæsilegum húsakynnum á Hafnartorgi, nánar tiltekið að Hafnarstræti 19. „Það er upplifun að koma í verslunina okkar þar sem má finna sérþjálfað starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu í húðráðgjöf. Við erum stolt af því að eiga traustan viðskiptavinahóp sem kemur reglulega við hjá okkur, hvort sem það er til að bæta við sig uppáhaldsvörunum eða fá faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu. Erlendir ferðamenn eru einnig stór hluti af viðskiptavinum okkar, sem njóta þess að heimsækja verslunina og fá ráðgjöf um íslensku húðvörurnar.“

Arnbjörg mælir með því að kíkja við í versluninni á jólaröltinu. „Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur og opið í versluninni alla virka daga frá klukkan ellefu til sex á daginn og á laugardögum frá klukkan tólf til fimm. Vörurnar okkar fást einnig í Fríhöfninni í Keflavík, á vefsíðu okkar og hjá völdum sölustöðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda