Eldri fyrirsæta hefur slegið í gegn í nýrri sundfataherferð hjá breska tískuhúsinu Burberry. Svo mikið að hún hefur í raun vakið miklu meiri athygli en frægustu fyrirsætur heims í sömu herferð.
Yfirskrift herferðarinnar er „Þú vildir að þú værir hún.“ Fyrirsætan heitir Patricia og sést spóka sig um á ströndinni við sjóinn í hlýralausum og köflóttum sundbol og heldur á Burberry-tösku.
Patricia virðist hafa eignast marga aðdáendur og eru margir sem hafa hrósað tískuhúsinu í hástert fyrir myndskeiðið.
Lúxusfyrirtæki innan tískuhússins hafa mörg hver verið í vanda stödd síðustu ár og markaðurinn óstöðugur. Burberry tilkynnti um það í maí síðastliðnum að 1.700 störf innan fyrirtækisins gætu verið í hættu.
Líklega vekja þau þó jákvæða athygli með myndskeiðinu.