Jóel Þór Jóhannesson er tvítugur skagamaður sem búsettur er í Kaupmannahöfn þar sem hann leggur stund á læknanám við Kaupmannahafnarháskóla. Jóel hefur gert garðinn frægan á samfélagsmiðlinum Tik-Tok þar sem hann deilir sínum hversdegi í Kaupmannahöfn en deilir einnig ráðum um húðumhirðu fyrir stráka og segir frá sínum uppáhaldsvörum. Þetta hefur vakið mikla athygli.
Jóel segir húðumhirðu vera stórt áhugamál hjá sér sem varð til þess að hann ákvað að fara í læknisfræði þar sem að hann vildi verða húðlæknir. Hann segist þó vera opinn fyrir öllum sérhæfingum í dag þó áhuginn á húðumhirðu hafi leitt hann í læknanám.
„Áhuginn [á húðumhirðu] kviknaði eiginlega út frá TikTok fyrir nokkrum árum, en hann vatt pínu upp á sig og í dag spyr fólkið í kringum mig oft um ráð eða meðmæli þegar kemur að húðumhirðu og að velja húðvörur. Svo þegar ég byrjaði að pósta á TikTok langaði mig að pósta myndböndum sem mér fannst skemmtilegast að sjá og ég er mikið á „skintok algorithmanum“ og fannst fáir Íslendingar sýna frá því, sérstaklega strákar.“ segir Jóel um uppruna áhugamálsins.
Hann segist vilja nota sinn miðil til þess að tala um húðumhirðu fyrir stráka.
„Svo langar mig líka að normalísera húðumhirðu meira hjá strákum þar sem margir líta á það sem kvennlegan hlut sem það er náttúrulega bara alls ekki.“
Hann segir umræðuna þó vera að aukast um húðumhirðu fyrir stráka þó hún megi vera meiri.
„Það er eins og það sé smá „taboo“ fyrir stráka að nota húðvörur og hugsa um húðina. Flestir karlar nota sjampó en afhverju er talið kvenlegt að nota andlitshreinsi? “ segir Jóel og bætir því við að húðin sé stærsta líffærið og því mikilvægt að hugsa um hana.
„Mér finnst það líka hjálpa andlegu heilsunni að hugsa vel um hreinlæti og útlitið þó það hljómi kannski smá yfirborðskennt. En það að hugsa vel um sig lætur mann yfirleitt líða betur með sjálfan sig,“ segir hann.
Jóel hefur lengi verið heillaður af Kaupmannahöfn og var staðráðinn í því að fara þangað í nám.
Hugmyndin að því að flytja til Köben kviknaði þegar ég heimsótti bróðir minn þangað í fyrsta skipti sumarið 2022, en hann bjó í köben í 3 ár, þar sem hann spilaði með FCK. Það var svona í fyrsta skipti sem ég kom almennilega til Köben og ég féll strax fyrir borginni. Þannig ég ákvað strax eftir þá ferð að mig langaði að fara í nám þarna, og ákvað það í rauninni áður en ég vissi almennilega hvað mig langaði að læra.
Hann segir læknisfræðina sameina sín helstu áhugamál og þau fög sem honum þótti skemmtilegust og því hafi hún orðið fyrir valinu, þó svo að margt hafi komið til greina.
Jóel segir daga sína í Kaupmannahöfn vera fjölbreytta og ráðast af skóladeginum.
„Á mjög venjulegum degi fer ég í skólann og er þar stóran hluta af deginum, hvort sem ég er að mæta á fyrirlestra, í allskonar tíma eða bara til að læra sjálfur. Ég reyni svo yfirleitt að ná þá inn smá hreyfingu eftir skóla hvort sem það er að fara í ræktina, út að hlaupa eða bara í göngutúr en mér finnst mjög mikilvægt fyrir mig að vera í góðri hreyfingar-rútínu til að halda hausnum góðum.“
„Flestir dagar innihalda búðarferð því ég er enn þá ekki orðinn nógu góður að skipuleggja innkaupin og gleymi eða vantar oftar en ekki eitthvað úr búðinni, svo fara kvöldin oft í að elda mér eitthvað gott, læra ef ég þarf þess eða horfa á eitthvað uppi í rúmi. Svo finnst mér mjög gaman að rölta í miðbænum um helgar eða þegar ég er í fríi, kíkja í thrift-búðir, á kaffihús, finna góðan stað til að horfa á fólk eða hitta eitthvað skemmtilegt fólk.
Það hefur einnig vakið talsverða athygli að Jóel birtir mánaðarleg myndbönd þar sem hann gerir grein fyrir sínum uppáhalds vörum í hverjum mánuði. Vörurnar sem um ræður geta verið tengdar tísku, mat, drykk, húðumhirðu eða öðru.
Hvað kom til þess að þú fórst að deila þínum uppáhalds hlutum mánaðarlega?
„Ég byrjaði að deila mínum uppáhalds hlutum/vörum mánaðarlega vegna þess að ég hafði séð það hjá öðrum og fannst sjálfum gaman að horfa á svoleiðis video. Ég man að ég sá mikið af svona videoum á youtube fyrir svona 10 árum síðan og svo byrjaði þetta að verða vinsælt aftur á TikTok. Ég sá marga úti gera þetta á ensku en hafði þá ekki séð marga Íslendinga gera þetta. Þannig ég gerði fyrsta "Uppáhalds" myndbandið mitt í janúar, fólk sýndi því áhuga þannig að ég hélt áfram og er búinn að gera myndband í hverjum mánuði á þessu ári fram að þessu,“ segir Jóel.
Hann segir fólk sýna myndböndunum mikinn áhuga sem honum finnst skemmtilegt.
„Ég hef sennilega fengið mesta peppið fyrir þessi video sem er mjög gaman því mér finnst mjög gaman að taka þau upp og gera þau. Taka saman hlutina sem ég hef fýlað eða notað mikið í þeim mánuði setjast á gólfið heima og blaðra eins og ég vil. Þannig fyrir mér er það bara skemmtilegur plús að fólk nenni að horfa og hvað þá að það hafi gaman af. Hef meira að segja fengið að heyra að fólk bíði spennt í byrjun mánaðar eftir nýju myndbandi sem mér þykir mjög vænt um.“
Jóel hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum Tik-Tok, fyrir myndbönd frá lífinu í Kaupmannahöfn, húðumhirðu og mánaðarleg myndbönd þar sem hann deilir sínum uppáhalds vörum með fylgjendum. Hann segist upprunalega hafa byrjað að birta myndbönd fyrir fólkið í kringum hann sem vildi fylgjast með honum.
„Ég er byrjaði að pósta reglulega á TikTok í október í fyrra þegar ég flutti út, því fólkið í kringum mig var spennt að fá að fylgjast með mér úti og ég elska sjálfur að fylgjast með Íslendingum sem eru að gera eitthvað skemmtilegt eða aðeins öðruvísi. Þannig ég vildi byrja að festa það sem ég væri að gera á filmu og deila með öðrum en líka bara fyrir sjálfan mig til að eiga og geta litið til baka seinna.“
Hann segir þetta hafa orðið að óvæntu áhugamáli.
„Eftir að ég byrjaði að pósta fattaði ég svo hvað mér fyndist gaman að taka upp og klippa myndbönd.“
Blaðamaður bað Jóel um að taka saman sínar uppáhalds vörur yfir allt árið 2025. Það stóð ekki á svörum og tók Jóel saman myndarlegan lista.
„Mjög fersk en á sama tíma öðruvísi lykt. Gefur mér sama vibe og lúxus-spa á flottu strandhóteli.“
„Eitt af mínum uppáhalds húðvörumerkjum. Mjög gott, létt en á sama tíma rakamikið krem með góðum innihaldsefnum. Reyni samt eins og ég get að spara það því það kostar alveg smá.“
„Minn allra uppáhalds orkudrykkur. Gæti baðað mig upp úr honum.“
„Mjög fyrirferðarlítill en stílhreinn og trackar allt sem maður þarf tengt heilsunni.“
„Ein besta bók sem ég hef lesið. Breytir semi hvernig maður hugsar um lífið en samt mjög skemmtileg og vel skrifuð.“
„Kóresk sólarvörn, létt, engin lykt, og spf50.“
„Geggjað fyrir olíukennda húð, veit ekki nákvæmlega hvað það gerir og hvað er í því en ég bara fæ ekki bólur þegar ég nota það, og húðin mín verður alltaf mjög góð.“