Fundu ástina aftur

Sigríður Eyþórsdóttir og Þorsteinn Einarsson hafa fundið ástina á ný.
Sigríður Eyþórsdóttir og Þorsteinn Einarsson hafa fundið ástina á ný. Samsett mynd/skjáskot/Facebook

Tónlistarfólkið Sigríður Eyþórsdóttir og Þorsteinn Einarsson hafa tekið aftur saman. Þau greindu frá sambandinu á Facebook í gær og hafa hamingjuóskir streymt að þeim til heilla.

Sigríður, betur þekkt sem Sigga Ey, kemur úr þekktri tónlistarfjölskyldu og stofnaði hljómsveitina Sísí Ey með systrum sínum árið 2011. Systurnar kepptu fyrir Íslands hönd í Eurovision með laginu Með hækkandi sól árið 2022.

Þorsteinn, jafnan kallaður Steini í Hjálmum, ólst upp á Hallormsstað og er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Hjálmar.

Parið kynntist fyrst árið 2004, giftist síðar og á saman tvö börn. Leiðir þeirra skildu eftir margra ára samband en þau héldu áfram góðu vinasambandi og komu m.a. fram saman á Iceland Airwaves árið 2023. Nú virðist svo vera að vinskapurinn hafi þróast á ný í ástarsamband.

Smartland óskar parinu innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda