Hjólandi brúðhjón í Amsterdam

Hjólandi brúðhjón í Amsterdam.
Hjólandi brúðhjón í Amsterdam.

Vefsíðan amsterdamize.com er skemmtileg og athyglisverð hjólasíða. Henni er ætlað að veita fólki innblástur og sýna hversu þægilegt og auðvitað hressandi það er að fara hjólandi á milli staða. Á síðunni má sjá alls konar skemmtilegar myndir. Meðal annars af brúðhjónum sem ákváðu að ferðast um á fallega skreyttum hjólavagni á brúðkaupsdaginn.

Það er að segja brúðguminn hjólaði en brúðurin fékk að sitja í blómum skrýddum vagninum. Stofnandi síðunnar er Amsterdambúi sem vill um leið vekja athygli á því að hjólamenning Hollendinga sé alls ekkert sjálfgefin og þar sé mikill dugnaður í hjólaköppum.

Á síðunni má líka horfa á myndband af hjólaferðum í Amsterdam og lesa um ýmislegt sem nauðsynlegt er fyrir hjólafólk að eiga. Eins og t.d. sérstakar hjóla-gallabuxur.

Það væsti ekki um brúðhjónin á hjólinu.
Það væsti ekki um brúðhjónin á hjólinu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »