Happ besti heilsustaðurinn í Lúxemborg

Kristjana Steingrímsdóttir, Lovís María Gunnarsdóttir, Anna Lísa Sigurjónsdóttir og Sigrún …
Kristjana Steingrímsdóttir, Lovís María Gunnarsdóttir, Anna Lísa Sigurjónsdóttir og Sigrún Bergsdóttir.

Heilsuveitingastaðurinn Happ í Lúxemborg var kjörinn besti heilsuveitingastaðurinn á ráðstefnunni Explorator í gær. Lukka Pálsdóttir, einn af eigendum Happs, segir að þetta sé mikil viðurkenning. „Happ opnaði veitingastaðinn síðastliðið vor og hefur reksturinn farið vel af stað og ánægðum viðskiptavinum stöðugt fjölgað. Explorator hefur frá árinu 1994 veitt veitingastöðum í Lúxemborg verðlaun fyrir gæði matar og þjónustu.  Í ár voru tæplega 600 veitingastaðir heimsóttir af fulltrúum Explorator,“ segir Lukka. 

Hún segir að ekki skorti góða veitingastaði í Lúxemborg.

„Það eru til að mynda hvergi jafn margir Michelinstjörnu-veitingastaðir á hvern íbúa en í Lúxemborg.  Í ljósi mikillar matarmenningar og fjölda veitingastaða í Lúxemborg er viðurkenningin því enn ánægjulegri. Happ rekur þrjá heilsuveitingastaði í dag, tvo í Reykjavík, í Austurstræti og Höfðatúni, og einn veitingastað í Lúxemborg.“

Lovísa María Gunnarsdóttir og Anna Lísa Sigurjónsdóttir.
Lovísa María Gunnarsdóttir og Anna Lísa Sigurjónsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál