Jessica Alba lögsækir megrunarfyrirtæki

Jessica Alba.
Jessica Alba. mbl.is/Cover Media

Leikkonan Jessica Alba hefur nýlega átt sitt annað barn, Heaven, og hefur talað um að hún ætli að einbeita sér að því að ná óléttukílóunum af sér "hægt en örugglega."  

Fyrirtæki sem framleiðir nokkurs konar megrunarbelti sem kallast „Belly Bandit“ hefur notað nafn Alba án leyfis í auglýsingum sínum.

Alba krefst meira en milljón dollara í skaðabætur og vill einnig fá hluta þeirra peninga sem „Belly Bandit“ þénaði með því að nota nafn hennar.  

Í lögsókninni kemur fram að fyrirtæki hafi ítrekað birt myndir af Alba og skráð nafn hennar á heimasíð sinni undir flokknum „Vitnisburður stjarnanna“.  Einnig kemur fram að á umbúðunum standi; Leyndarmál Jessicu Alba á bak við það að grennast hratt eftir barnsburð. 

Alba hefur lagt mikið upp úr því opinberlega að ná kílóunum af sér með raunhæfum hætti.  Hún sagði tímaritinu OK! að hún vigtaði sig ekki og að kílóin færu af smám saman þar sem hún væri ekki að þrýsta á sjálfa sig.  "Ég þyngdist ekki það mikið í þetta skiptið, það gerði gæfumuninn og ég byrjaði að hreyfa mig þegar læknirinn gaf leyfi á það," sagði nýbakaða móðirin. 

Hún sagði einnig frá því í viðtali við tímaritið Lucky að hún ætlaði að „æfa í 45 mínútur á dag, það væri gott fyrir andlegt ástand hennar.“  Alba finnst ekki gaman í ræktinni og segist hún þurfa á afþreyingarefni að halda til að endast út æfinguna.  „Ég á erfitt með að borða réttar skammtastærðir svo að ég fæ sendar máltíðir sem eru 1.200 kaloríur. Ég er alltaf sársvöng og reyni að drekka mikið af vatni," sagði leikkonan brosandi. 

Jessica Alba er gift Cash Warren og eiga þau fyrir 3 ára dóttur, Honor.

mbl.is