Stórhættuleg plastílát

Plastumbúðir
Plastumbúðir

Guðrún Bergmann skrifar um stórhættuleg plastílát, sem leynast víða, í nýjasta pistli sínum.

Bandaríski læknirinn Joseph Mercola hefur lengi varað fólk við hættunni á því að nota potta og pönnur sem eru húðuð þannig að ekkert festist við þau, svo og plastílát ýmiskonar. Þar sem plastílátin eru létt, óbrjótanleg og margnota freistast margir til að nota þau í eldhúsinu. Vandamálið er hins vegar að í plastinu eru hættuleg efni sem geta haft alvarleg áhrif á heilsufar okkar. Mörg þeirra plastíláta sem mikið eru notuð í dag innihalda hættulega blöndu af aukaefnum og kemískum efnum þar á meðal:

Bisphenol A (BPA), sem nýlega var bannað í barnapelum hér á landi. Efnið hermir eftir kvenhormóninu estrógen og truflar innkirtlakerfi líkamans. BPA er eitt af þekktustu skaðlegu efnunum í plasti í dag. Í tilraun sem gerð var á 115 dýrum kom í ljós að 81% varð fyrir verulegum áhrifum frá lítilvægri snertingu við BPA.

Phthalates eru iðnaðarefni sem bætt er við plast, eins og til dæmis polyvinyl chloride (PVC), til að gera það mýkra og sterkara. Algengt er að finna þessi efni í matvælapakkningum. Phthalates eru talin hafa útbreidda truflun á innkirtlakerfið og áhrif þeirra á líkamann hafa verið tengd breytingum á þróun heilans í karlmönnum. Þau tengjast líka meltingartruflunum, göllum í kynfærum og minni testósterón hjá bæði börnum og fullorðnum.

PBDEs eru kemísk efni sem losa um hormóna í líkamanum og breyta kalkmerkjum heilans, en þau eru mikilvæg fyrir minni og lærdóm. PBDEs herma eftir skjaldkirtilshormónum og tengjast minni frjósemi manna,“ segir Guðrún í pistli sínum. 

HÉR er hægt að lesa pistilinn í heild sinni.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál