Minni sykur og meira af ávöxtum og grænmeti

Mbl.is/Brynjar Gauti

Mataræði landans nálgast manneldismarkmið. Þetta er ein helsta niðurstaðan í könnun á mataræði Íslendinga sem Landlæknir og Matvælastofnun stóðu að, en niðurstöður voru kynntar í vikunni. Neysla á harðri fitu og viðbættum sykri er minni nú en þegar síðasta könnun var gerð árið 2002. Meira er borðað af grænmeti, ávöxtum og grófu brauði. Fleiri taka lýsi.

Fleiri borða hafragraut

Meðalneysla flestra góðra næringarefna er almennt nær eða umfram ráðlagðan dagskammt – með undantekningum þó. Próteinneysla er rífleg. Fiskneysla er svipuð og árið 2002. Helmingur þjóðarinnar borðar fisk tvisvar í viku. Fleiri borða hafragraut og sætar kökur eru á undanhaldi meðan grófa brauðið þykir æ girnilegra.

Markmiðum um takmörkun á neyslu transfitusýra er náð. Sýrur eru horfnar úr flestum fæðutegundum, öðrum en smjöri, mjólkurvörum og kjöti þar sem þær eru frá náttúrunnar hendi. Vatnsdrykkja Íslendinga er nú svipuð og hún var fyrir tíu árum. Íslendingar drekka að meðaltali rúmlega þrjú glös af vatni á dag. Neysla á drykkjarmjólk hefur minnkað um þriðjung frá síðustu könnun og er nú tæpt glas að meðaltali á dag – og drekkur laninn mest af nýmjólk og undanrennu.

Drekka gos og borða franskar

Þrátt fyrir að kynslóðamunur í neyslu fæðutegunda hafi minnkað frá síðustu könnun vill yngra fólkið talsvert öðruvísi mat en þeir sem eldri eru. Á þetta sérstaklega við um fæðutegundir eins og fisk, pasta, franskar kartöflur, gos, sykraðar mjólkurvörur og pítsur. Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára borðar þrisvar sinnum meira af pasta, frönskum kartöflum og sykruðum mjólkurvörum en þeir elstu. Og sjö sinnum meira af pítsum, drekka fimm sinnum meira af sykruðu gosi og fleiru slíku. Eldra fólkið vill hins vegar soðninguna, fisk og kartöflur.

Arnaldur Halldórsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál